Umfjöllun viðtöl: Stjarnan - Tindastóll 85-88 | eftir framlengingu Stefán Árni Pálsson skrifar 19. janúar 2012 21:19 Tindastóll vann magnaðan sigur, 88-85, á Stjörnunni í Ásgarði í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld en framlengja þurfti leikinn. Stjarnan hafði yfirhöndina nánast allan leikinn en gestirnir náðu að jafna leikinn rétt undir lok venjulegs leiktíma og tryggði sér síðan sigur í framlengingunni. Maurice Miller var frábær fyrir Stólana og gerði 30 stig. Leikurinn hófst nokkuð rólega en heimamenn voru samt ákveðnari til að byrja með. Fljótlega náði Stjarnan fimm stiga forystu 10-5 og voru Stólarnir að elta restin af leikhlutanum. Munurinn hélst nánast óbreyttur þegar fyrstu tíu mínútur leiksins voru liðnar og var staðan þá 25-19. Renato Lindmets var drjúgur fyrir heimamenn í fyrsta leikhlutanum og kemur greinilega ferskur inn í liðið á ný. Stjarnan var sterkari aðilinn í byrjun annars leikhluta en hvorugt liðið sýndi aftur á móti góðan körfubolta í þeim leikhluta. Sóknarleikur liðanna var hugmyndasnauður og hreint lélegur. Það munaði fimm stigum á liðunum í hálfleik og var því allt galopið fyrir þann síðari. Staðan í hálfleik var 40-35 fyrir Stjörnuna. Sama sagan hélt áfram í upphafi síðari hálfleiksins en heimamenn héldu áfram að stjórna leiknum. Stólarnir voru samt aldrei langt undan og því var leikurinn ávallt spennandi. Þegar fjórðungurinn var hálfnaður var staðan 60-51 fyrir Stjörnunar. Keith Cothran, leikmaður Stjörnunnar, kom sterkur upp í leikhlutanum og skoraði mikilvægar körfur. Tindastóll var enn inn í leiknum fyrir loka leikhlutann en staðan fyrir hann var 65-56. Stólarnir voru flottir í upphafi fjórða leikhlutans og voru búnir að jafna leikinn, 67-67, þegar fjórar mínútur voru liðnar af fjórðungnum. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum var staðan 71-69 fyrir heimamenn og spennan mikil. Þegar 13 sekúndur voru eftir af leiknum fékk Maurice Miller, leikmaður Tindastóls, boltann fyrir utan þriggja stiga línuna og setti boltann í körfuna og jafnaði metinn 76-76. Stjörnumenn náðu ekki að tryggja sér sigur í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Tindastóll gerði fyrstu körfu framlengingarinnar og komust yfir í fyrsta sinn í leiknum. Framlengingin var æsispennandi og aldrei munaði miklu á liðunum. Þegar 50 sekúndur voru eftir var staðan 82-82 og allt að verða vitlaust í Garðabænum. Þegar upp var staðið voru það gestirnir sem náðu í frábær tvö stig á útivelli og unni 88-85. Bárður Eyþórsson, þjálfari Tindastóls, er greinilega að gera stórkostlega hluti með liðið og en þeir hafa farið á kostum að undanförnu.Bárður: Liðin taka verða að taka okkur alvarlega „Þetta var stórkostlegur sigur hjá okkur,“ sagði Bárðir Eyþórsson, þjálfari Tindastóls, eftir sigurinn í kvöld. „Við einhvernvegin höfðum aldrei trú á því að við værum að fara tapa þessum leik. Liðið hefur núna alltaf trú á því í jöfnum leikjum að við getum unnið leikina“. „Við erum með mikið sjálfstraust núna og erum með breiðan hóp. Álagið dreifist vel á milli leikmanna og það skilaði okkur líklega þessum sigri í kvöld“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Bárð hér að ofan.Marvin: Við töpuðum boltanum allt of oft„Þetta er rosalega svekkjandi,“ sagði Marvin Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir tapið í kvöld. „Við vorum betri 90% af leiknum en erum að missa boltann allt of mikið í þeirra hendur og það kostaði okkur þennan sigur“. „Við missum boltann hátt í 30 sinnum og það gjörsamlega fór með þennan leik. Það munaði ekki miklu í kvöld og þetta bara féll með þeim“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Marvin með því ýta hér. Dominos-deild karla Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira
Tindastóll vann magnaðan sigur, 88-85, á Stjörnunni í Ásgarði í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld en framlengja þurfti leikinn. Stjarnan hafði yfirhöndina nánast allan leikinn en gestirnir náðu að jafna leikinn rétt undir lok venjulegs leiktíma og tryggði sér síðan sigur í framlengingunni. Maurice Miller var frábær fyrir Stólana og gerði 30 stig. Leikurinn hófst nokkuð rólega en heimamenn voru samt ákveðnari til að byrja með. Fljótlega náði Stjarnan fimm stiga forystu 10-5 og voru Stólarnir að elta restin af leikhlutanum. Munurinn hélst nánast óbreyttur þegar fyrstu tíu mínútur leiksins voru liðnar og var staðan þá 25-19. Renato Lindmets var drjúgur fyrir heimamenn í fyrsta leikhlutanum og kemur greinilega ferskur inn í liðið á ný. Stjarnan var sterkari aðilinn í byrjun annars leikhluta en hvorugt liðið sýndi aftur á móti góðan körfubolta í þeim leikhluta. Sóknarleikur liðanna var hugmyndasnauður og hreint lélegur. Það munaði fimm stigum á liðunum í hálfleik og var því allt galopið fyrir þann síðari. Staðan í hálfleik var 40-35 fyrir Stjörnuna. Sama sagan hélt áfram í upphafi síðari hálfleiksins en heimamenn héldu áfram að stjórna leiknum. Stólarnir voru samt aldrei langt undan og því var leikurinn ávallt spennandi. Þegar fjórðungurinn var hálfnaður var staðan 60-51 fyrir Stjörnunar. Keith Cothran, leikmaður Stjörnunnar, kom sterkur upp í leikhlutanum og skoraði mikilvægar körfur. Tindastóll var enn inn í leiknum fyrir loka leikhlutann en staðan fyrir hann var 65-56. Stólarnir voru flottir í upphafi fjórða leikhlutans og voru búnir að jafna leikinn, 67-67, þegar fjórar mínútur voru liðnar af fjórðungnum. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum var staðan 71-69 fyrir heimamenn og spennan mikil. Þegar 13 sekúndur voru eftir af leiknum fékk Maurice Miller, leikmaður Tindastóls, boltann fyrir utan þriggja stiga línuna og setti boltann í körfuna og jafnaði metinn 76-76. Stjörnumenn náðu ekki að tryggja sér sigur í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Tindastóll gerði fyrstu körfu framlengingarinnar og komust yfir í fyrsta sinn í leiknum. Framlengingin var æsispennandi og aldrei munaði miklu á liðunum. Þegar 50 sekúndur voru eftir var staðan 82-82 og allt að verða vitlaust í Garðabænum. Þegar upp var staðið voru það gestirnir sem náðu í frábær tvö stig á útivelli og unni 88-85. Bárður Eyþórsson, þjálfari Tindastóls, er greinilega að gera stórkostlega hluti með liðið og en þeir hafa farið á kostum að undanförnu.Bárður: Liðin taka verða að taka okkur alvarlega „Þetta var stórkostlegur sigur hjá okkur,“ sagði Bárðir Eyþórsson, þjálfari Tindastóls, eftir sigurinn í kvöld. „Við einhvernvegin höfðum aldrei trú á því að við værum að fara tapa þessum leik. Liðið hefur núna alltaf trú á því í jöfnum leikjum að við getum unnið leikina“. „Við erum með mikið sjálfstraust núna og erum með breiðan hóp. Álagið dreifist vel á milli leikmanna og það skilaði okkur líklega þessum sigri í kvöld“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Bárð hér að ofan.Marvin: Við töpuðum boltanum allt of oft„Þetta er rosalega svekkjandi,“ sagði Marvin Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir tapið í kvöld. „Við vorum betri 90% af leiknum en erum að missa boltann allt of mikið í þeirra hendur og það kostaði okkur þennan sigur“. „Við missum boltann hátt í 30 sinnum og það gjörsamlega fór með þennan leik. Það munaði ekki miklu í kvöld og þetta bara féll með þeim“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Marvin með því ýta hér.
Dominos-deild karla Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira