Efstu þrjú liðin unnu | Öll úrslit og stigaskor í körfunni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2012 21:48 Charles Michael Parker skoraði 34 stig í kvöld. Mynd/Valli Það fór fram heil umferð í Iceland Express deild karla í kvöld. Þrjú efstu liðin, Grindavík, Stjarnan og Keflavík unnu öll sína leiki og KR komst upp í 4. sæti deildarinnar eftir sigur á Haukum á Ásvöllum. KR telfdi fram þremur nýjum erlendum leikmönnum og byrjaði ekki vel á móti Haukum. Haukar komust í 5-0 og voru með frumkvæðið allan fyrri hálfeik og tveggja stiga forskot í hálfleik, 41-39. KR-ingar skoruðu átta af fyrstu tíu stigum seinni hálfleiks, litu ekki til baka eftir það og unnu á endanum átta stiga sigur. Það var jafn og spennandi leikur milli ÍR og Keflavíkur í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik skiptu Keflvíkingar um gír og lönduðu nokkuð þægilegum ellefu stiga sigri. Valsmenn voru 24-18 yfir á móti Þór úr Þorlákshöfn eftir fyrsta leikhlutann en Þórsliðið skoraði fimmtán fyrstu stigin í öðrum leikhlutanum og var 43-36 yfir í hálfleik. Sigur Þórsara var síðan aldrei í hættu í seinni hálfleik en þeir unnu að lokum með 17 stiga mun. Snæfell vann 100-99 sigur á Tindastól í frábærum framlengdum leik í Síkinu á Sauðarkróki en Snæfellsliðið var með unninn leik en misstu niður 16 stiga forskot á síðustu fimm mínútunum. Snæfellingum tókst hinsvegar að redda sér í framlengingunni og það var nýliðinn Óskar Hjartarson sem var hetja liðsins í sínum fyrsta leik í úrvalsdeildinni en Óskar kom frá Mostra á dögunum. Justin Shouse skoraði sigurkörfu Stjörnunnar á móti Fjölni í Grafarvogi eftir að Stjörnumönnum höfðu unnið lokakafla leiksins 18-6. Fjölnir náði 11 stiga forskoti, 71-60, þegar tæpar sjö mínútur voru til leiksloka en það nægði samt ekki til að landa sigrinum. Grindavík vann síðan 73-65 sigur á Njarðvíkingum í Grindavík. Grindavík náði góðri forystu í leiknum en frábær þriðji leikhluti kom Njarðvíkingum inn í leikinn. Grindvíkingar voru hinsvegar sterkari á lokakaflanum.Úrslit og stigaskor í Iceland Express deild karla í kvöld:Fjölnir-Stjarnan 77-78 (15-14, 29-25, 23-21, 10-18)Fjölnir: Nathan Walkup 28/11 fráköst, Calvin O'Neal 18/6 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Sverrisson 15/14 fráköst/3 varin skot, Arnþór Freyr Guðmundsson 7, Trausti Eiríksson 4/5 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 3, Hjalti Vilhjálmsson 2/5 stoðsendingar.Stjarnan: Justin Shouse 21/4 fráköst/5 stoðsendingar, Guðjón Lárusson 18/7 fráköst, Fannar Freyr Helgason 13/8 fráköst, Keith Cothran 12/5 fráköst, Marvin Valdimarsson 9/5 fráköst, Sigurjón Örn Lárusson 5/5 fráköst.Grindavík-Njarðvík 73-65 (24-18, 16-14, 17-24, 16-9)Grindavík: J'Nathan Bullock 24/9 fráköst, Ólafur Ólafsson 15/11 fráköst/6 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/5 fráköst, Giordan Watson 6/7 fráköst/6 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 6, Björn Steinar Brynjólfsson 5, Ómar Örn Sævarsson 3/6 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 2/5 fráköst.Njarðvík: Cameron Echols 22/9 fráköst, Travis Holmes 17/13 fráköst, Elvar Már Friðriksson 7, Hjörtur Hrafn Einarsson 6, Maciej Stanislav Baginski 5, Ólafur Helgi Jónsson 4, Jens Valgeir Óskarsson 4.Tindastóll-Snæfell 99-100 (17-24, 19-18, 23-29, 22-10, 18-19)Tindastóll: Helgi Rafn Viggósson 22/5 fráköst, Maurice Miller 19/11 fráköst/11 stoðsendingar, Curtis Allen 19/6 fráköst/5 stoðsendingar, Friðrik Hreinsson 14, Þröstur Leó Jóhannsson 11, Svavar Atli Birgisson 10, Myles Luttman 2, Hreinn Gunnar Birgisson 2/7 fráköst.Snæfell: Quincy Hankins-Cole 26/11 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 24/6 fráköst, Marquis Sheldon Hall 15/6 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Hafþór Ingi Gunnarsson 9, Óskar Hjartarson 9/5 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 8/8 fráköst, Ólafur Torfason 7/4 fráköst, Sveinn Arnar Davidsson 2.Valur-Þór Þorlákshöfn 73-90 (24-18, 12-25, 21-22, 16-25)Valur: Garrison Johnson 23/4 fráköst, Birgir Björn Pétursson 14/8 fráköst, Hamid Dicko 14/4 fráköst, Snorri Þorvaldsson 8, Austin Magnus Bracey 7/4 fráköst, Ragnar Gylfason 4/4 fráköst, Benedikt Blöndal 3.Þór Þorlákshöfn: Matthew James Hairston 25/14 fráköst, Darrin Govens 25/4 fráköst, Guðmundur Jónsson 18/6 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 7/5 stoðsendingar, Blagoj Janev 7/6 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 4, Darri Hilmarsson 4.Haukar-KR 74-82 (22-21, 19-18, 12-25, 21-18)Haukar: Hayward Fain 18/8 fráköst, Christopher Smith 16/12 fráköst/3 varin skot, Haukur Óskarsson 13, Davíð Páll Hermannsson 9, Emil Barja 9/8 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Björn Einarsson 4/6 fráköst, Sævar Ingi Haraldsson 3, Guðmundur Kári Sævarsson 2/4 fráköst.KR: Joshua Brown 26/4 fráköst/5 stolnir, Emil Þór Jóhannsson 17, Robert Lavon Ferguson 17/6 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 8/5 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 6/4 fráköst, Finnur Atli Magnusson 5/4 fráköst, Ólafur Már Ægisson 3.ÍR-Keflavík 84-95 (26-31, 14-11, 21-27, 23-26)ÍR: Nemanja Sovic 26/10 fráköst, James Bartolotta 18, Robert Jarvis 16/4 fráköst/8 stoðsendingar, Hjalti Friðriksson 10/5 fráköst, Ellert Arnarson 7, Kristinn Jónasson 3, Eiríkur Önundarson 3, Þorvaldur Hauksson 1. .Keflavík: Charles Michael Parker 34/9 fráköst, Steven Gerard Dagustino 19/4 fráköst/5 stoðsendingar, Jarryd Cole 16, Magnús Þór Gunnarsson 10/5 fráköst/5 stolnir, Valur Orri Valsson 7, Almar Stefán Guðbrandsson 6/8 fráköst, Hafliði Már Brynjarsson 3. Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Sjá meira
Það fór fram heil umferð í Iceland Express deild karla í kvöld. Þrjú efstu liðin, Grindavík, Stjarnan og Keflavík unnu öll sína leiki og KR komst upp í 4. sæti deildarinnar eftir sigur á Haukum á Ásvöllum. KR telfdi fram þremur nýjum erlendum leikmönnum og byrjaði ekki vel á móti Haukum. Haukar komust í 5-0 og voru með frumkvæðið allan fyrri hálfeik og tveggja stiga forskot í hálfleik, 41-39. KR-ingar skoruðu átta af fyrstu tíu stigum seinni hálfleiks, litu ekki til baka eftir það og unnu á endanum átta stiga sigur. Það var jafn og spennandi leikur milli ÍR og Keflavíkur í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik skiptu Keflvíkingar um gír og lönduðu nokkuð þægilegum ellefu stiga sigri. Valsmenn voru 24-18 yfir á móti Þór úr Þorlákshöfn eftir fyrsta leikhlutann en Þórsliðið skoraði fimmtán fyrstu stigin í öðrum leikhlutanum og var 43-36 yfir í hálfleik. Sigur Þórsara var síðan aldrei í hættu í seinni hálfleik en þeir unnu að lokum með 17 stiga mun. Snæfell vann 100-99 sigur á Tindastól í frábærum framlengdum leik í Síkinu á Sauðarkróki en Snæfellsliðið var með unninn leik en misstu niður 16 stiga forskot á síðustu fimm mínútunum. Snæfellingum tókst hinsvegar að redda sér í framlengingunni og það var nýliðinn Óskar Hjartarson sem var hetja liðsins í sínum fyrsta leik í úrvalsdeildinni en Óskar kom frá Mostra á dögunum. Justin Shouse skoraði sigurkörfu Stjörnunnar á móti Fjölni í Grafarvogi eftir að Stjörnumönnum höfðu unnið lokakafla leiksins 18-6. Fjölnir náði 11 stiga forskoti, 71-60, þegar tæpar sjö mínútur voru til leiksloka en það nægði samt ekki til að landa sigrinum. Grindavík vann síðan 73-65 sigur á Njarðvíkingum í Grindavík. Grindavík náði góðri forystu í leiknum en frábær þriðji leikhluti kom Njarðvíkingum inn í leikinn. Grindvíkingar voru hinsvegar sterkari á lokakaflanum.Úrslit og stigaskor í Iceland Express deild karla í kvöld:Fjölnir-Stjarnan 77-78 (15-14, 29-25, 23-21, 10-18)Fjölnir: Nathan Walkup 28/11 fráköst, Calvin O'Neal 18/6 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Sverrisson 15/14 fráköst/3 varin skot, Arnþór Freyr Guðmundsson 7, Trausti Eiríksson 4/5 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 3, Hjalti Vilhjálmsson 2/5 stoðsendingar.Stjarnan: Justin Shouse 21/4 fráköst/5 stoðsendingar, Guðjón Lárusson 18/7 fráköst, Fannar Freyr Helgason 13/8 fráköst, Keith Cothran 12/5 fráköst, Marvin Valdimarsson 9/5 fráköst, Sigurjón Örn Lárusson 5/5 fráköst.Grindavík-Njarðvík 73-65 (24-18, 16-14, 17-24, 16-9)Grindavík: J'Nathan Bullock 24/9 fráköst, Ólafur Ólafsson 15/11 fráköst/6 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/5 fráköst, Giordan Watson 6/7 fráköst/6 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 6, Björn Steinar Brynjólfsson 5, Ómar Örn Sævarsson 3/6 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 2/5 fráköst.Njarðvík: Cameron Echols 22/9 fráköst, Travis Holmes 17/13 fráköst, Elvar Már Friðriksson 7, Hjörtur Hrafn Einarsson 6, Maciej Stanislav Baginski 5, Ólafur Helgi Jónsson 4, Jens Valgeir Óskarsson 4.Tindastóll-Snæfell 99-100 (17-24, 19-18, 23-29, 22-10, 18-19)Tindastóll: Helgi Rafn Viggósson 22/5 fráköst, Maurice Miller 19/11 fráköst/11 stoðsendingar, Curtis Allen 19/6 fráköst/5 stoðsendingar, Friðrik Hreinsson 14, Þröstur Leó Jóhannsson 11, Svavar Atli Birgisson 10, Myles Luttman 2, Hreinn Gunnar Birgisson 2/7 fráköst.Snæfell: Quincy Hankins-Cole 26/11 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 24/6 fráköst, Marquis Sheldon Hall 15/6 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Hafþór Ingi Gunnarsson 9, Óskar Hjartarson 9/5 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 8/8 fráköst, Ólafur Torfason 7/4 fráköst, Sveinn Arnar Davidsson 2.Valur-Þór Þorlákshöfn 73-90 (24-18, 12-25, 21-22, 16-25)Valur: Garrison Johnson 23/4 fráköst, Birgir Björn Pétursson 14/8 fráköst, Hamid Dicko 14/4 fráköst, Snorri Þorvaldsson 8, Austin Magnus Bracey 7/4 fráköst, Ragnar Gylfason 4/4 fráköst, Benedikt Blöndal 3.Þór Þorlákshöfn: Matthew James Hairston 25/14 fráköst, Darrin Govens 25/4 fráköst, Guðmundur Jónsson 18/6 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 7/5 stoðsendingar, Blagoj Janev 7/6 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 4, Darri Hilmarsson 4.Haukar-KR 74-82 (22-21, 19-18, 12-25, 21-18)Haukar: Hayward Fain 18/8 fráköst, Christopher Smith 16/12 fráköst/3 varin skot, Haukur Óskarsson 13, Davíð Páll Hermannsson 9, Emil Barja 9/8 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Björn Einarsson 4/6 fráköst, Sævar Ingi Haraldsson 3, Guðmundur Kári Sævarsson 2/4 fráköst.KR: Joshua Brown 26/4 fráköst/5 stolnir, Emil Þór Jóhannsson 17, Robert Lavon Ferguson 17/6 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 8/5 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 6/4 fráköst, Finnur Atli Magnusson 5/4 fráköst, Ólafur Már Ægisson 3.ÍR-Keflavík 84-95 (26-31, 14-11, 21-27, 23-26)ÍR: Nemanja Sovic 26/10 fráköst, James Bartolotta 18, Robert Jarvis 16/4 fráköst/8 stoðsendingar, Hjalti Friðriksson 10/5 fráköst, Ellert Arnarson 7, Kristinn Jónasson 3, Eiríkur Önundarson 3, Þorvaldur Hauksson 1. .Keflavík: Charles Michael Parker 34/9 fráköst, Steven Gerard Dagustino 19/4 fráköst/5 stoðsendingar, Jarryd Cole 16, Magnús Þór Gunnarsson 10/5 fráköst/5 stolnir, Valur Orri Valsson 7, Almar Stefán Guðbrandsson 6/8 fráköst, Hafliði Már Brynjarsson 3.
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Sjá meira