Tilbúnir að fresta skaðabótamáli gegn Lárusi og Jóni Ásgeiri Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. janúar 2012 18:30 Slitastjórn Glitnis ætlar að fallast á beiðni um að fresta aðalmeðferð í skaðabótamáli á hendur Lárusi Welding, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni og fleirum vegna félagsins Aurum Holdings þangað til niðurstaða liggur fyrir í rannsókn sérstaks saksóknara vegna sama máls. Dómari getur frestað málinu að sjálfsdáðum. Það var í byrjun apríl 2010 sem slitastjórn Glitnis höfðaði skaðabótamál gegn Jóni Ásgeiri Jóhannesyni, Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, Pálma Haraldssyni og þremur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis. Málið snýst um lánveitingu Glitnis til félagsins FS-38 ehf. sem var dótturfélag Fons, félagi Pálma, upp á sex milljarða króna hinn 16. júlí 2008 til að kaupa 30 prósenta hlut í Aurum Holdings Ltd. af Fons. Aurum Holdings er einn stærsti skartgripasali Bretlands og á m.a skartgripakeðjuna Goldsmiths, en slitastjórn Glitnis telur yfirverð hafa verið greitt fyrir hlutabréfin. Að mati slitastjórnar Glitnis var verðið á hlutabréfunum ákveðið samkvæmt tölvupósti sem Jón Ásgeir sendi á Bjarna Jóhannsson, viðskiptastjóra hjá Glitni, Lárus Welding og Pálma Haraldsson. Í skaðabótamálinu voru dómkvaddir matsmenn til að meta verðið á Aurum Holdings en það eru þeir Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild HÍ, og Bjarni Frímann Karlsson, lektor, en hann situr jafnframt í rannsóknarnefnd sparisjóðanna, og eiga þeir að skila mati sínu hinn 20. janúar næstkomandi. Samtímis skaðabótamálinu fór fram kyrrsetning í eignum Lárusar og Jóns Ásgeirs hér á landi vegna málsins en þeir hafa reynt að hnekkja þeirri kyrrsetningu í sjálfstæðu máli og er fyrirtaka í því í Hæstarétti á miðvikudaginn. Á sama tíma og skaðabótamál var höfðað í apríl 2010 kærði slitastjórn Glitnis málið til sérstaks saksóknara sem hefur haft það til rannsóknar vegna gruns um umboðssvik. Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, er rannsóknin langt komin.Jón Ásgeir Jóhannesson.Eins og komið hefur fram telur slitastjórn Glitnis að Lárus hafi tekið við beinum skipunum frá Jóni Ásgeiri um veitingu lánsins og þeir hafi sameiginlega valdið bankanum tjóni vegna þess. Þessu er harðlega mótmælt í greinargerð lögmanns Jóns Ásgeirs. Jón Ásgeir ber ekki ábyrgð á lánveitingunni að lögum og Lárusi var aldrei skylt að fara eftir fyrirmælunum því Jón Ásgeir var ekki yfirmaður hans og ekki í stjórn Glitnis, en æðsta ákvörðunarvald hjá hlutafélagi milli aðalfunda liggur hjá stjórn þess og forstjóra. Velta má fyrir sér hvort Lárus hafi áttað sig á því að hann gat í raun virt alla tölvupósta frá Jóni Ásgeiri að vettugi, enda hafði hann enga stöðu hjá Glitni.Hróbjartur Jónatansson, hæstaréttarlögmaður, fer með málið fyrir hönd slitastjórnar Glitnis.Hróbjartur Jónatansson, hæstaréttarlögmaður, sem fer með málið fyrir slitastjórn Glitnis, segir að slitastjórnin sé tilbúin að fresta aðalmeðferð þess þangað til niðurstaða í rannsókn sérstaks saksóknara liggur fyrir. Það bíður þó ákvörðunar dómara, sem getur raunar tekið ákvörðun um slíkt án kröfu, samkvæmt lögum um meðferð einkamála. Hróbjartur segir þó að slitastjórn Glitnis muni ekki fallast á að málinu verði frestað fram í hið óendanlega dragist rannsókn sérstaks saksóknara mikið á langinn. „Ef það kemur ekki niðurstaða í opinbera málið innan hæfilegs tíma verður málið flutt. Það er miklu líklegra að afstaða sérstaks liggi fyrir fyrr en síðar. Því við létum öll gögnin til hans og það var búið að vinna mikið af hálfu Glitnis. Það kæmi mér ekki á óvart ef það kæmi fljótlega niðurstaða í það hvað hann vill gera, en hvort hann ákærir eða ekki, það er auðvitað ekki okkar að segja til um," segir Hróbjartur. Aurum Holding málið Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Slitastjórn Glitnis ætlar að fallast á beiðni um að fresta aðalmeðferð í skaðabótamáli á hendur Lárusi Welding, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni og fleirum vegna félagsins Aurum Holdings þangað til niðurstaða liggur fyrir í rannsókn sérstaks saksóknara vegna sama máls. Dómari getur frestað málinu að sjálfsdáðum. Það var í byrjun apríl 2010 sem slitastjórn Glitnis höfðaði skaðabótamál gegn Jóni Ásgeiri Jóhannesyni, Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, Pálma Haraldssyni og þremur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis. Málið snýst um lánveitingu Glitnis til félagsins FS-38 ehf. sem var dótturfélag Fons, félagi Pálma, upp á sex milljarða króna hinn 16. júlí 2008 til að kaupa 30 prósenta hlut í Aurum Holdings Ltd. af Fons. Aurum Holdings er einn stærsti skartgripasali Bretlands og á m.a skartgripakeðjuna Goldsmiths, en slitastjórn Glitnis telur yfirverð hafa verið greitt fyrir hlutabréfin. Að mati slitastjórnar Glitnis var verðið á hlutabréfunum ákveðið samkvæmt tölvupósti sem Jón Ásgeir sendi á Bjarna Jóhannsson, viðskiptastjóra hjá Glitni, Lárus Welding og Pálma Haraldsson. Í skaðabótamálinu voru dómkvaddir matsmenn til að meta verðið á Aurum Holdings en það eru þeir Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild HÍ, og Bjarni Frímann Karlsson, lektor, en hann situr jafnframt í rannsóknarnefnd sparisjóðanna, og eiga þeir að skila mati sínu hinn 20. janúar næstkomandi. Samtímis skaðabótamálinu fór fram kyrrsetning í eignum Lárusar og Jóns Ásgeirs hér á landi vegna málsins en þeir hafa reynt að hnekkja þeirri kyrrsetningu í sjálfstæðu máli og er fyrirtaka í því í Hæstarétti á miðvikudaginn. Á sama tíma og skaðabótamál var höfðað í apríl 2010 kærði slitastjórn Glitnis málið til sérstaks saksóknara sem hefur haft það til rannsóknar vegna gruns um umboðssvik. Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, er rannsóknin langt komin.Jón Ásgeir Jóhannesson.Eins og komið hefur fram telur slitastjórn Glitnis að Lárus hafi tekið við beinum skipunum frá Jóni Ásgeiri um veitingu lánsins og þeir hafi sameiginlega valdið bankanum tjóni vegna þess. Þessu er harðlega mótmælt í greinargerð lögmanns Jóns Ásgeirs. Jón Ásgeir ber ekki ábyrgð á lánveitingunni að lögum og Lárusi var aldrei skylt að fara eftir fyrirmælunum því Jón Ásgeir var ekki yfirmaður hans og ekki í stjórn Glitnis, en æðsta ákvörðunarvald hjá hlutafélagi milli aðalfunda liggur hjá stjórn þess og forstjóra. Velta má fyrir sér hvort Lárus hafi áttað sig á því að hann gat í raun virt alla tölvupósta frá Jóni Ásgeiri að vettugi, enda hafði hann enga stöðu hjá Glitni.Hróbjartur Jónatansson, hæstaréttarlögmaður, fer með málið fyrir hönd slitastjórnar Glitnis.Hróbjartur Jónatansson, hæstaréttarlögmaður, sem fer með málið fyrir slitastjórn Glitnis, segir að slitastjórnin sé tilbúin að fresta aðalmeðferð þess þangað til niðurstaða í rannsókn sérstaks saksóknara liggur fyrir. Það bíður þó ákvörðunar dómara, sem getur raunar tekið ákvörðun um slíkt án kröfu, samkvæmt lögum um meðferð einkamála. Hróbjartur segir þó að slitastjórn Glitnis muni ekki fallast á að málinu verði frestað fram í hið óendanlega dragist rannsókn sérstaks saksóknara mikið á langinn. „Ef það kemur ekki niðurstaða í opinbera málið innan hæfilegs tíma verður málið flutt. Það er miklu líklegra að afstaða sérstaks liggi fyrir fyrr en síðar. Því við létum öll gögnin til hans og það var búið að vinna mikið af hálfu Glitnis. Það kæmi mér ekki á óvart ef það kæmi fljótlega niðurstaða í það hvað hann vill gera, en hvort hann ákærir eða ekki, það er auðvitað ekki okkar að segja til um," segir Hróbjartur.
Aurum Holding málið Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira