Eignarhald ATP ógnar framtíð FIH bankans 17. janúar 2011 08:10 Matsfyrirtækið Moody´s segir í nýju áliti að lánshæfiseinkunn FIH bankans hafi verið sett á neikvæðar horfur. Ástæðan er eignarhald ATP, stærsta lífeyrissjóðs Danmerkur, eða raunar að engin lög séu enn til staðar sem heimili ATP að veita FIH bein fjárframlög ef illa fari í rekstri bankans. Ítarlega er fjallað um málið í viðskiptablaðinu Börsen í dag. Eins og kunnugt er af fréttum seldi skilaefnd Kaupþings og Seðlabankinn FIH í vetur. Kaupendur voru hópur lífeyrissjóða þar á meðal ATP sem fer nú með 49,99% hlut sem er hámarkið sem lög leyfa. Í Börsen segir að Moody´s hafi áhyggjur af vilja, og ekki hvað síst getu, ATP að koma bankanum til aðstoðar í náinni framtíð. FIH gaf út skuldabréf, með ríkisábyrgð, upp á 50 milljarða danskra kr. eða yfir 1.000 milljarða kr. samkvæmt bankpakke II sem var sérleg aðstoð danska ríkisins við banka landsins í fjármálakreppunni. Ríkisábyrgðin á þessum 50 milljörðum danskra kr. rennur út árið 2013 og þá þarf FIH að leita á alþjóðlega fjármálamarkaði til að fá þessa upphæð endurfjármagnaða. Slíkt getur orðið verulega erfitt enda er lánshæfiseinkunn FIH nú í Baa3 hvað varðar langtímaskuldir. Til stendur að leggja fram lagafrumvarp á danska þinginu sem gerir ATP kleyft að eiga og reka banka. Moody´s telur að þessi fyrirhuguðu lög séu nauðsynleg til að ATP geti komið FIH til aðstoðar ef illa fer í framtíðinni. Meðan þessi staða er óljós verður lánshæfi FIH áfram á neikvæðum horfum. Mest lesið Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Matsfyrirtækið Moody´s segir í nýju áliti að lánshæfiseinkunn FIH bankans hafi verið sett á neikvæðar horfur. Ástæðan er eignarhald ATP, stærsta lífeyrissjóðs Danmerkur, eða raunar að engin lög séu enn til staðar sem heimili ATP að veita FIH bein fjárframlög ef illa fari í rekstri bankans. Ítarlega er fjallað um málið í viðskiptablaðinu Börsen í dag. Eins og kunnugt er af fréttum seldi skilaefnd Kaupþings og Seðlabankinn FIH í vetur. Kaupendur voru hópur lífeyrissjóða þar á meðal ATP sem fer nú með 49,99% hlut sem er hámarkið sem lög leyfa. Í Börsen segir að Moody´s hafi áhyggjur af vilja, og ekki hvað síst getu, ATP að koma bankanum til aðstoðar í náinni framtíð. FIH gaf út skuldabréf, með ríkisábyrgð, upp á 50 milljarða danskra kr. eða yfir 1.000 milljarða kr. samkvæmt bankpakke II sem var sérleg aðstoð danska ríkisins við banka landsins í fjármálakreppunni. Ríkisábyrgðin á þessum 50 milljörðum danskra kr. rennur út árið 2013 og þá þarf FIH að leita á alþjóðlega fjármálamarkaði til að fá þessa upphæð endurfjármagnaða. Slíkt getur orðið verulega erfitt enda er lánshæfiseinkunn FIH nú í Baa3 hvað varðar langtímaskuldir. Til stendur að leggja fram lagafrumvarp á danska þinginu sem gerir ATP kleyft að eiga og reka banka. Moody´s telur að þessi fyrirhuguðu lög séu nauðsynleg til að ATP geti komið FIH til aðstoðar ef illa fer í framtíðinni. Meðan þessi staða er óljós verður lánshæfi FIH áfram á neikvæðum horfum.
Mest lesið Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent