Eignarhald ATP ógnar framtíð FIH bankans 17. janúar 2011 08:10 Matsfyrirtækið Moody´s segir í nýju áliti að lánshæfiseinkunn FIH bankans hafi verið sett á neikvæðar horfur. Ástæðan er eignarhald ATP, stærsta lífeyrissjóðs Danmerkur, eða raunar að engin lög séu enn til staðar sem heimili ATP að veita FIH bein fjárframlög ef illa fari í rekstri bankans. Ítarlega er fjallað um málið í viðskiptablaðinu Börsen í dag. Eins og kunnugt er af fréttum seldi skilaefnd Kaupþings og Seðlabankinn FIH í vetur. Kaupendur voru hópur lífeyrissjóða þar á meðal ATP sem fer nú með 49,99% hlut sem er hámarkið sem lög leyfa. Í Börsen segir að Moody´s hafi áhyggjur af vilja, og ekki hvað síst getu, ATP að koma bankanum til aðstoðar í náinni framtíð. FIH gaf út skuldabréf, með ríkisábyrgð, upp á 50 milljarða danskra kr. eða yfir 1.000 milljarða kr. samkvæmt bankpakke II sem var sérleg aðstoð danska ríkisins við banka landsins í fjármálakreppunni. Ríkisábyrgðin á þessum 50 milljörðum danskra kr. rennur út árið 2013 og þá þarf FIH að leita á alþjóðlega fjármálamarkaði til að fá þessa upphæð endurfjármagnaða. Slíkt getur orðið verulega erfitt enda er lánshæfiseinkunn FIH nú í Baa3 hvað varðar langtímaskuldir. Til stendur að leggja fram lagafrumvarp á danska þinginu sem gerir ATP kleyft að eiga og reka banka. Moody´s telur að þessi fyrirhuguðu lög séu nauðsynleg til að ATP geti komið FIH til aðstoðar ef illa fer í framtíðinni. Meðan þessi staða er óljós verður lánshæfi FIH áfram á neikvæðum horfum. Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Matsfyrirtækið Moody´s segir í nýju áliti að lánshæfiseinkunn FIH bankans hafi verið sett á neikvæðar horfur. Ástæðan er eignarhald ATP, stærsta lífeyrissjóðs Danmerkur, eða raunar að engin lög séu enn til staðar sem heimili ATP að veita FIH bein fjárframlög ef illa fari í rekstri bankans. Ítarlega er fjallað um málið í viðskiptablaðinu Börsen í dag. Eins og kunnugt er af fréttum seldi skilaefnd Kaupþings og Seðlabankinn FIH í vetur. Kaupendur voru hópur lífeyrissjóða þar á meðal ATP sem fer nú með 49,99% hlut sem er hámarkið sem lög leyfa. Í Börsen segir að Moody´s hafi áhyggjur af vilja, og ekki hvað síst getu, ATP að koma bankanum til aðstoðar í náinni framtíð. FIH gaf út skuldabréf, með ríkisábyrgð, upp á 50 milljarða danskra kr. eða yfir 1.000 milljarða kr. samkvæmt bankpakke II sem var sérleg aðstoð danska ríkisins við banka landsins í fjármálakreppunni. Ríkisábyrgðin á þessum 50 milljörðum danskra kr. rennur út árið 2013 og þá þarf FIH að leita á alþjóðlega fjármálamarkaði til að fá þessa upphæð endurfjármagnaða. Slíkt getur orðið verulega erfitt enda er lánshæfiseinkunn FIH nú í Baa3 hvað varðar langtímaskuldir. Til stendur að leggja fram lagafrumvarp á danska þinginu sem gerir ATP kleyft að eiga og reka banka. Moody´s telur að þessi fyrirhuguðu lög séu nauðsynleg til að ATP geti komið FIH til aðstoðar ef illa fer í framtíðinni. Meðan þessi staða er óljós verður lánshæfi FIH áfram á neikvæðum horfum.
Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira