Lay Low gerir plötu við ljóð íslenskra kvenskálda 25. janúar 2011 21:00 „Ég er mjög spennt því mig hefur lengi langað til að gera íslenska plötu, en ég er ekki nógu góð í að semja íslenska texta," segir tónlistarkonan Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, best þekkt sem Lay Low. Lovísa vinnur nú að þriðju breiðskífunni sinni, en sú síðasta kom út árið 2008. Ljóð íslenskra kvenskálda á borð við Vilborgu Dagbjartsdóttur, Margréti Jónsdóttur og Huldu verða í hlutverki á plötunni, en Lovísa vinnur að því að semja við þau lög. „Ég er að lesa nánast allar ljóðabækur eftir íslenskar konur sem ég kemst yfir," segir hún. „Ef það eru einhver ljóð sem snerta mig eða eru áhugaverð tek ég þau frá og safna í bunka. Svo þegar ég er í stuði reyni ég að semja lög við ljóðin. Ég er komin með slatta af lögum og ætla að semja ennþá meiri slatta og velja þau góðu á plötu." Lovísa hyggst gefa plötuna út á árinu og upptökur hefjast í maí. Eins og síðasta plata hennar verður þessi tekin upp á segulband, en upptökustjórinn Magnús Árni Øder vinnur að því að koma sér upp aðstöðu til að taka upp á segulband í hljóðverinu Orgelsmiðjunni. Ljóðabækurnar hefur Lovísa fundið á bókasöfnum og í fornbókabúðum. Hún segist hafa fundið margar bækur eftir konur sem hún hafði ekki hugmynd að væru til. „Ég er búin að lesa ansi mörg ljóð og á helling eftir. Þetta er líka rosalega gaman því ég er komin með hliðaráhugamál í kringum þetta: að safna bókunum," segir Lovísa og bætir við að heimsóknirnar til Braga bókasala á Klapparstíg hafi verið sérstaklega skemmtilegar. „Hann er alltaf að spyrja mig af hverju ég sé alltaf að kaupa allar ljóðabækurnar hans," segir Lovísa og hlær. Sum ljóðanna sem Lovísa hefur valið eru meira en 100 ára gömul og hún segir áhugavert að blanda þeim saman við popptónlist nútímans. Hún er byrjuð að hafa samband við rétthafa ljóðanna sem hún er búin að semja lög við og segir þá hingað til hafa tekið sér mjög vel. „Það gæti vel verið að einhver segði nei, en ég hef ekki lent í því enn þá," segir Lovísa að lokum í léttum dúr. atlifannar@frettabladid.is Hér fyrir ofan má sjá myndband við lagið By and By af plötunni Farewell Good Night's Sleep, sem Lay Low gaf út 2008. Snorri bros. leikstýrðu myndbandinu. Tónlist Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
„Ég er mjög spennt því mig hefur lengi langað til að gera íslenska plötu, en ég er ekki nógu góð í að semja íslenska texta," segir tónlistarkonan Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, best þekkt sem Lay Low. Lovísa vinnur nú að þriðju breiðskífunni sinni, en sú síðasta kom út árið 2008. Ljóð íslenskra kvenskálda á borð við Vilborgu Dagbjartsdóttur, Margréti Jónsdóttur og Huldu verða í hlutverki á plötunni, en Lovísa vinnur að því að semja við þau lög. „Ég er að lesa nánast allar ljóðabækur eftir íslenskar konur sem ég kemst yfir," segir hún. „Ef það eru einhver ljóð sem snerta mig eða eru áhugaverð tek ég þau frá og safna í bunka. Svo þegar ég er í stuði reyni ég að semja lög við ljóðin. Ég er komin með slatta af lögum og ætla að semja ennþá meiri slatta og velja þau góðu á plötu." Lovísa hyggst gefa plötuna út á árinu og upptökur hefjast í maí. Eins og síðasta plata hennar verður þessi tekin upp á segulband, en upptökustjórinn Magnús Árni Øder vinnur að því að koma sér upp aðstöðu til að taka upp á segulband í hljóðverinu Orgelsmiðjunni. Ljóðabækurnar hefur Lovísa fundið á bókasöfnum og í fornbókabúðum. Hún segist hafa fundið margar bækur eftir konur sem hún hafði ekki hugmynd að væru til. „Ég er búin að lesa ansi mörg ljóð og á helling eftir. Þetta er líka rosalega gaman því ég er komin með hliðaráhugamál í kringum þetta: að safna bókunum," segir Lovísa og bætir við að heimsóknirnar til Braga bókasala á Klapparstíg hafi verið sérstaklega skemmtilegar. „Hann er alltaf að spyrja mig af hverju ég sé alltaf að kaupa allar ljóðabækurnar hans," segir Lovísa og hlær. Sum ljóðanna sem Lovísa hefur valið eru meira en 100 ára gömul og hún segir áhugavert að blanda þeim saman við popptónlist nútímans. Hún er byrjuð að hafa samband við rétthafa ljóðanna sem hún er búin að semja lög við og segir þá hingað til hafa tekið sér mjög vel. „Það gæti vel verið að einhver segði nei, en ég hef ekki lent í því enn þá," segir Lovísa að lokum í léttum dúr. atlifannar@frettabladid.is Hér fyrir ofan má sjá myndband við lagið By and By af plötunni Farewell Good Night's Sleep, sem Lay Low gaf út 2008. Snorri bros. leikstýrðu myndbandinu.
Tónlist Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira