Gylfi Þór: Sprakk út eftir stjóraskiptin í fyrra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2011 08:00 Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Hoffenheim. Mynd/Nordic Photos/Bongarts Gylfi Þór Sigurðsson lenti í því annað árið í röð að lið hans skipti um þjálfara um leið og hann var búinn að vinna sér fast sæti í byrjunarliðinu. Hann raðaði inn mörkum eftir stjóraskipti Reading á síðustu leiktíð. Gylfi Þór Sigurðsson fékk aðeins að byrja fjóra af þrettán fyrstu deildarleikjunum undir stjórn Ralf Rangnick hjá Hoffenheim en var loksins búinn að vinna sér fast sæti og traust þjálfarans þegar Rangnick ákvað að hætta um helgina. Gylfi mætti út til Þýskalands eftir jólafrí heim á Íslandi og á fundi með leikmönnum liðsins var tilkynnt að hinn 42 ára gamli aðstoðarþjálfari liðsins, Marco Pezzaiuoli, væri tekinn við. „Maður mætti bara á fund í morgun og þar var sagt við mig að það væri kominn nýr þjálfari. Maður eiginlega trúði því varla því ég bjóst ekki við því þegar ég fór í jólafrí að það yrði kominn nýr þjálfari þegar ég kæmi til baka," sagði Gylfi þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær.Gylfi Þór Sigurðsson.Mynd/Nordic Photos/Bongarts„Það tók sinn tíma að koma sér almennilega inn í þetta en ég var byrjaður að fá það á tilfinninguna rétt fyrir jól að ég myndi fá að spila miklu meira eftir áramót. Ég var búinn að spila þrjá leiki í röð og það var búið að ganga vel. Maður var farinn að hlakka til að koma aftur út og fara að spila en svo veit maður ekkert hvað gerist núna fyrst það er kominn nýr þjálfari. Maðurinn sem keypti mig er allavega farinn," sagði Gylfi en hann skoraði sjö mörk í fimmtán leikjum undir stjórn Rangnick. Gylfi segir sig og leikmennina þekkja nýja þjálfarann vel. „Hann hefur tekið æfingar á síðustu mánuðum þannig að hann þekkir liðið mjög vel. Ég býst ekki við að hann eigi eftir að breyta mjög miklu en hann kemur kannski með sínar hugmyndir inn í þetta. Vonandi heldur hann svipuðu liði og vonandi spilum við svipaðan bolta því það er búið að ganga ágætlega þrátt fyrir að við höfum verið að gera of mörg jafntefli," segir Gylfi. „Ég hef mínar hugmyndir um af hverju Rangnick fór þótt ég hafi ekki skilið allt á fundinum. Það getur verið hvað sem er, úrslitin í síðustu leikjum, að Luiz Gustavo hafi verið seldur til Bayern eða eitthvað annað. Ég er ekki alveg með það á hreinu af hverju hann fór og vil ekki vera að tala um eitthvað þar sem ég veit ekki alla söguna," segir Gylfi, sem segir það hafa ekki hjálpað til að fylgjast með gangi máli að hann týndi ferðatöskunni sinni með tölvunni innanborðs á leiðinni til Þýskalands.Gylfi Þór Sigurðsson.Mynd/Nordic Photos/BongartsGylfi þarf reyndar strax að pakka aftur niður í tösku því Hoffenheim er á leiðinni í æfingabúðir til Spánar. „Það verður góð ferð til Spánar á morgun (í dag) og maður verður bara að standa sig þar. Vonandi hefur hann séð það í síðustu leikjum að það hefur gengið ágætlega þegar ég hef fengið að spila og gefur mér tækifærið aftur. Það er snjór hérna og það er hlýrra og betra að æfa á Spáni í fimm til sjö daga. Við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir fyrsta leikinn okkar sem er á móti Werder Bremen á útivelli," segir Gylfi en hann lenti einnig í því á síðasta tímabili að fá nýjan þjálfara á síðasta tímabili þegar hann var hjá enska liðinu Reading. „Það þýðir ekkert annað en að líta jákvæðum augum á þessar breytingar. Þetta gerðist líka í fyrra þegar ég var hjá Reading. Ég var nýbyrjaður að spila þegar það kom nýr þjálfari inn. Þá tók varaliðsþjálfarinn við þannig að þetta hefur alveg gerst áður hjá mér. Maður verður bara að halda áfram að spila fótbolta," segir Gylfi en hann skorað 12 mörk í 22 deildarleikjum eftir að Brian McDermott tók við liði Reading á síðustu leiktíð. „Það gekk ágætlega eftir að hann kom inn og vonandi verður þetta svipað núna," sagði Gylfi að lokum. Þýski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson lenti í því annað árið í röð að lið hans skipti um þjálfara um leið og hann var búinn að vinna sér fast sæti í byrjunarliðinu. Hann raðaði inn mörkum eftir stjóraskipti Reading á síðustu leiktíð. Gylfi Þór Sigurðsson fékk aðeins að byrja fjóra af þrettán fyrstu deildarleikjunum undir stjórn Ralf Rangnick hjá Hoffenheim en var loksins búinn að vinna sér fast sæti og traust þjálfarans þegar Rangnick ákvað að hætta um helgina. Gylfi mætti út til Þýskalands eftir jólafrí heim á Íslandi og á fundi með leikmönnum liðsins var tilkynnt að hinn 42 ára gamli aðstoðarþjálfari liðsins, Marco Pezzaiuoli, væri tekinn við. „Maður mætti bara á fund í morgun og þar var sagt við mig að það væri kominn nýr þjálfari. Maður eiginlega trúði því varla því ég bjóst ekki við því þegar ég fór í jólafrí að það yrði kominn nýr þjálfari þegar ég kæmi til baka," sagði Gylfi þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær.Gylfi Þór Sigurðsson.Mynd/Nordic Photos/Bongarts„Það tók sinn tíma að koma sér almennilega inn í þetta en ég var byrjaður að fá það á tilfinninguna rétt fyrir jól að ég myndi fá að spila miklu meira eftir áramót. Ég var búinn að spila þrjá leiki í röð og það var búið að ganga vel. Maður var farinn að hlakka til að koma aftur út og fara að spila en svo veit maður ekkert hvað gerist núna fyrst það er kominn nýr þjálfari. Maðurinn sem keypti mig er allavega farinn," sagði Gylfi en hann skoraði sjö mörk í fimmtán leikjum undir stjórn Rangnick. Gylfi segir sig og leikmennina þekkja nýja þjálfarann vel. „Hann hefur tekið æfingar á síðustu mánuðum þannig að hann þekkir liðið mjög vel. Ég býst ekki við að hann eigi eftir að breyta mjög miklu en hann kemur kannski með sínar hugmyndir inn í þetta. Vonandi heldur hann svipuðu liði og vonandi spilum við svipaðan bolta því það er búið að ganga ágætlega þrátt fyrir að við höfum verið að gera of mörg jafntefli," segir Gylfi. „Ég hef mínar hugmyndir um af hverju Rangnick fór þótt ég hafi ekki skilið allt á fundinum. Það getur verið hvað sem er, úrslitin í síðustu leikjum, að Luiz Gustavo hafi verið seldur til Bayern eða eitthvað annað. Ég er ekki alveg með það á hreinu af hverju hann fór og vil ekki vera að tala um eitthvað þar sem ég veit ekki alla söguna," segir Gylfi, sem segir það hafa ekki hjálpað til að fylgjast með gangi máli að hann týndi ferðatöskunni sinni með tölvunni innanborðs á leiðinni til Þýskalands.Gylfi Þór Sigurðsson.Mynd/Nordic Photos/BongartsGylfi þarf reyndar strax að pakka aftur niður í tösku því Hoffenheim er á leiðinni í æfingabúðir til Spánar. „Það verður góð ferð til Spánar á morgun (í dag) og maður verður bara að standa sig þar. Vonandi hefur hann séð það í síðustu leikjum að það hefur gengið ágætlega þegar ég hef fengið að spila og gefur mér tækifærið aftur. Það er snjór hérna og það er hlýrra og betra að æfa á Spáni í fimm til sjö daga. Við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir fyrsta leikinn okkar sem er á móti Werder Bremen á útivelli," segir Gylfi en hann lenti einnig í því á síðasta tímabili að fá nýjan þjálfara á síðasta tímabili þegar hann var hjá enska liðinu Reading. „Það þýðir ekkert annað en að líta jákvæðum augum á þessar breytingar. Þetta gerðist líka í fyrra þegar ég var hjá Reading. Ég var nýbyrjaður að spila þegar það kom nýr þjálfari inn. Þá tók varaliðsþjálfarinn við þannig að þetta hefur alveg gerst áður hjá mér. Maður verður bara að halda áfram að spila fótbolta," segir Gylfi en hann skorað 12 mörk í 22 deildarleikjum eftir að Brian McDermott tók við liði Reading á síðustu leiktíð. „Það gekk ágætlega eftir að hann kom inn og vonandi verður þetta svipað núna," sagði Gylfi að lokum.
Þýski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira