Helicopter: Föt með notagildi 23. janúar 2011 06:00 Helga Lilja hannar undir heitinu Helicopter. Fréttablaðið/Valli Hönnuðurinn Helga Lilja Magnúsdóttir hefur hannað undir heitinu Helicopter í nokkur ár en ný fatalína frá henni hefur slegið rækilega í gegn. Helga Lilja starfaði um hríð sem aðstoðarhönnuður hjá tískufyrirtækinu Nikita en ákvað nýverið að einbeita sér alfarið að eigin hönnun. „Ég byrjaði með Helicopter eftir að ég útskrifaðist úr Listaháskólanum árið 2006. Fyrir algjöra tilviljun hafði mér áskotnast hitapressa sem notuð er til að prenta mynstur á föt og það varð eiginlega kveikjan að þessu öllu saman. Ég tók mér svo pásu frá Helicopter á meðan ég vann hjá Nikita en nýverið fór sköpunarþörfin að segja aftur til sín," útskýrir Helga Lilja og bætir við að sig hafi langað að prófa að hanna aftur undir eigin nafni og sjá hvernig viðtökurnar yrðu. Helicopter Hönnun Helgu Lilju er falleg og þægileg. Að sögn Helgu Lilju mun nýja línan flokkast undir það sem á ensku er kallað „high street". „Það er hægt að klæðast flestum flíkunum í línunni bæði hversdags og við fínni tækifæri þannig að þær hafa mikið notagildi," útskýrir hún. Helga Lilja vinnur nú hörðum höndum að nýrri sumarlínu auk nýrrar haust- og vetrarlínu sem frumsýnd verður á tískuvikunni í London um miðjan febrúar. Innt eftir því hvort hún sé ánægð með viðtökurnar sem Helicopter hefur fengið svarar Helga Lilja játandi. „Já, það er nóg að gera og spennandi tímar fram undan. Mér fannst um að gera að henda mér bara á fullt í þetta og sjá hvað gerðist og ég sé ekki eftir því," segir hún að lokum glöð í bragði. Hægt er að nálgast vörurnar frá Helicopter í versluninni Forynju við Laugaveg 12b og einnig á Facebook-síðu merkisins.- sm Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Hönnuðurinn Helga Lilja Magnúsdóttir hefur hannað undir heitinu Helicopter í nokkur ár en ný fatalína frá henni hefur slegið rækilega í gegn. Helga Lilja starfaði um hríð sem aðstoðarhönnuður hjá tískufyrirtækinu Nikita en ákvað nýverið að einbeita sér alfarið að eigin hönnun. „Ég byrjaði með Helicopter eftir að ég útskrifaðist úr Listaháskólanum árið 2006. Fyrir algjöra tilviljun hafði mér áskotnast hitapressa sem notuð er til að prenta mynstur á föt og það varð eiginlega kveikjan að þessu öllu saman. Ég tók mér svo pásu frá Helicopter á meðan ég vann hjá Nikita en nýverið fór sköpunarþörfin að segja aftur til sín," útskýrir Helga Lilja og bætir við að sig hafi langað að prófa að hanna aftur undir eigin nafni og sjá hvernig viðtökurnar yrðu. Helicopter Hönnun Helgu Lilju er falleg og þægileg. Að sögn Helgu Lilju mun nýja línan flokkast undir það sem á ensku er kallað „high street". „Það er hægt að klæðast flestum flíkunum í línunni bæði hversdags og við fínni tækifæri þannig að þær hafa mikið notagildi," útskýrir hún. Helga Lilja vinnur nú hörðum höndum að nýrri sumarlínu auk nýrrar haust- og vetrarlínu sem frumsýnd verður á tískuvikunni í London um miðjan febrúar. Innt eftir því hvort hún sé ánægð með viðtökurnar sem Helicopter hefur fengið svarar Helga Lilja játandi. „Já, það er nóg að gera og spennandi tímar fram undan. Mér fannst um að gera að henda mér bara á fullt í þetta og sjá hvað gerðist og ég sé ekki eftir því," segir hún að lokum glöð í bragði. Hægt er að nálgast vörurnar frá Helicopter í versluninni Forynju við Laugaveg 12b og einnig á Facebook-síðu merkisins.- sm
Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira