Borgin og Austur berjast um gestina á nýárskvöld 29. desember 2011 09:30 nýársgleði Mikið verður um dýrðir á Hótel Borg og Austri á nýárskvöld þar sem Daníel Geir Moritz og Logi Bergmann verða veislustjórar. Glaumur og gleði verður ríkjandi í höfuðborginni um helgina þegar gamla árið verður kvatt og hið nýja boðið velkomið. Fjölmargir áramóta- og nýársfögnuðir verða í höfuðborginni um næstu helgi þegar árið 2011 verður kvatt og árið 2012 að sama skapi boðið velkomið með pompi og prakt. Búast má við hvað mestri stemningu á Hótel Borg, Austri og Esju. Í Gyllta salnum á Hótel Borg verður nýársfagnaður á vegum Gullu, kenndrar við Má mí mó, annað árið í röð. Gulla er mörgum kunnug, en hún rak um árabil veitingastaðinn á Hótel Loftleiðum, Apótekið, Jónatan Livingstone Máv og Gaukinn. Dagskráin á Hótel Borg hefst með kampavíni. Fimm rétta matseðill með villibráðarívafi verður á boðstólum og veislustjóri verður Daníel Geir Moritz, fyndnasti maður Íslands. DJ Anna Brá, Daníel Haukur Arnarsson og fleiri listamenn troða upp. Miðaverð á nýársfagnaðinn og dansleikinn er tæpar þrettán þúsund krónur. Miðinn bara á dansleikinn, sem stendur yfir til fjögur um nóttina kostar 1.500 krónur. Fimm rétta matseðill með kengúru, grilluðum humri og fleira góðgæti verður í boði á Austri þegar hinn árlegi nýársfögnuður staðarins verður haldinn. Logi Bergmann Eiðsson verður veislustjóri og þeir Ari Eldjárn, DJ Margeir, Jóel Pálsson, Human Woman og Danni Deluxe koma fram. Auk þess ætlar Sigríður Klingenberg að spá fyrir gestum. Miðaverð er tæpar tuttugu þúsund krónur. Nýársfagnaður hefur verið haldinn í Turninum í Kópavogi undanfarin ár en í þetta sinn verður engin hátíðardagskrá þetta kvöld. Í Perlunni verður lögð áhersla á góðan fjögurra rétta matseðil á nýárskvöld, sem kostar tæpar tíu þúsund krónur, og ekki verður leikið fyrir dansi í þetta sinn. Viðburðafyrirtækið Jón Jónsson heldur áramótagleði á skemmtistaðnum Esju og er þetta fimmta árið í röð sem fyrirtækið fagnar nýju ári á þennan hátt. Bandaríski plötusnúðurinn Too Young to Love þeytir skífum og einnig stíga á svið President Bongo, DJ Margeir, Högni Egilsson, Sexy Lazer og Human Woman. Miðaverð er 2.500 krónur. Unga fólkið er síðan líklegt til að flykkjast á Nasa á gamlárskvöld þar sem þeir Friðrik Dór og Emmsjé Gauti syngja fyrir gesti. Þar kostar miðinn 1.500 krónur. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fleiri fréttir Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Sjá meira
Glaumur og gleði verður ríkjandi í höfuðborginni um helgina þegar gamla árið verður kvatt og hið nýja boðið velkomið. Fjölmargir áramóta- og nýársfögnuðir verða í höfuðborginni um næstu helgi þegar árið 2011 verður kvatt og árið 2012 að sama skapi boðið velkomið með pompi og prakt. Búast má við hvað mestri stemningu á Hótel Borg, Austri og Esju. Í Gyllta salnum á Hótel Borg verður nýársfagnaður á vegum Gullu, kenndrar við Má mí mó, annað árið í röð. Gulla er mörgum kunnug, en hún rak um árabil veitingastaðinn á Hótel Loftleiðum, Apótekið, Jónatan Livingstone Máv og Gaukinn. Dagskráin á Hótel Borg hefst með kampavíni. Fimm rétta matseðill með villibráðarívafi verður á boðstólum og veislustjóri verður Daníel Geir Moritz, fyndnasti maður Íslands. DJ Anna Brá, Daníel Haukur Arnarsson og fleiri listamenn troða upp. Miðaverð á nýársfagnaðinn og dansleikinn er tæpar þrettán þúsund krónur. Miðinn bara á dansleikinn, sem stendur yfir til fjögur um nóttina kostar 1.500 krónur. Fimm rétta matseðill með kengúru, grilluðum humri og fleira góðgæti verður í boði á Austri þegar hinn árlegi nýársfögnuður staðarins verður haldinn. Logi Bergmann Eiðsson verður veislustjóri og þeir Ari Eldjárn, DJ Margeir, Jóel Pálsson, Human Woman og Danni Deluxe koma fram. Auk þess ætlar Sigríður Klingenberg að spá fyrir gestum. Miðaverð er tæpar tuttugu þúsund krónur. Nýársfagnaður hefur verið haldinn í Turninum í Kópavogi undanfarin ár en í þetta sinn verður engin hátíðardagskrá þetta kvöld. Í Perlunni verður lögð áhersla á góðan fjögurra rétta matseðil á nýárskvöld, sem kostar tæpar tíu þúsund krónur, og ekki verður leikið fyrir dansi í þetta sinn. Viðburðafyrirtækið Jón Jónsson heldur áramótagleði á skemmtistaðnum Esju og er þetta fimmta árið í röð sem fyrirtækið fagnar nýju ári á þennan hátt. Bandaríski plötusnúðurinn Too Young to Love þeytir skífum og einnig stíga á svið President Bongo, DJ Margeir, Högni Egilsson, Sexy Lazer og Human Woman. Miðaverð er 2.500 krónur. Unga fólkið er síðan líklegt til að flykkjast á Nasa á gamlárskvöld þar sem þeir Friðrik Dór og Emmsjé Gauti syngja fyrir gesti. Þar kostar miðinn 1.500 krónur. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fleiri fréttir Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Sjá meira