Borgin og Austur berjast um gestina á nýárskvöld 29. desember 2011 09:30 nýársgleði Mikið verður um dýrðir á Hótel Borg og Austri á nýárskvöld þar sem Daníel Geir Moritz og Logi Bergmann verða veislustjórar. Glaumur og gleði verður ríkjandi í höfuðborginni um helgina þegar gamla árið verður kvatt og hið nýja boðið velkomið. Fjölmargir áramóta- og nýársfögnuðir verða í höfuðborginni um næstu helgi þegar árið 2011 verður kvatt og árið 2012 að sama skapi boðið velkomið með pompi og prakt. Búast má við hvað mestri stemningu á Hótel Borg, Austri og Esju. Í Gyllta salnum á Hótel Borg verður nýársfagnaður á vegum Gullu, kenndrar við Má mí mó, annað árið í röð. Gulla er mörgum kunnug, en hún rak um árabil veitingastaðinn á Hótel Loftleiðum, Apótekið, Jónatan Livingstone Máv og Gaukinn. Dagskráin á Hótel Borg hefst með kampavíni. Fimm rétta matseðill með villibráðarívafi verður á boðstólum og veislustjóri verður Daníel Geir Moritz, fyndnasti maður Íslands. DJ Anna Brá, Daníel Haukur Arnarsson og fleiri listamenn troða upp. Miðaverð á nýársfagnaðinn og dansleikinn er tæpar þrettán þúsund krónur. Miðinn bara á dansleikinn, sem stendur yfir til fjögur um nóttina kostar 1.500 krónur. Fimm rétta matseðill með kengúru, grilluðum humri og fleira góðgæti verður í boði á Austri þegar hinn árlegi nýársfögnuður staðarins verður haldinn. Logi Bergmann Eiðsson verður veislustjóri og þeir Ari Eldjárn, DJ Margeir, Jóel Pálsson, Human Woman og Danni Deluxe koma fram. Auk þess ætlar Sigríður Klingenberg að spá fyrir gestum. Miðaverð er tæpar tuttugu þúsund krónur. Nýársfagnaður hefur verið haldinn í Turninum í Kópavogi undanfarin ár en í þetta sinn verður engin hátíðardagskrá þetta kvöld. Í Perlunni verður lögð áhersla á góðan fjögurra rétta matseðil á nýárskvöld, sem kostar tæpar tíu þúsund krónur, og ekki verður leikið fyrir dansi í þetta sinn. Viðburðafyrirtækið Jón Jónsson heldur áramótagleði á skemmtistaðnum Esju og er þetta fimmta árið í röð sem fyrirtækið fagnar nýju ári á þennan hátt. Bandaríski plötusnúðurinn Too Young to Love þeytir skífum og einnig stíga á svið President Bongo, DJ Margeir, Högni Egilsson, Sexy Lazer og Human Woman. Miðaverð er 2.500 krónur. Unga fólkið er síðan líklegt til að flykkjast á Nasa á gamlárskvöld þar sem þeir Friðrik Dór og Emmsjé Gauti syngja fyrir gesti. Þar kostar miðinn 1.500 krónur. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Glaumur og gleði verður ríkjandi í höfuðborginni um helgina þegar gamla árið verður kvatt og hið nýja boðið velkomið. Fjölmargir áramóta- og nýársfögnuðir verða í höfuðborginni um næstu helgi þegar árið 2011 verður kvatt og árið 2012 að sama skapi boðið velkomið með pompi og prakt. Búast má við hvað mestri stemningu á Hótel Borg, Austri og Esju. Í Gyllta salnum á Hótel Borg verður nýársfagnaður á vegum Gullu, kenndrar við Má mí mó, annað árið í röð. Gulla er mörgum kunnug, en hún rak um árabil veitingastaðinn á Hótel Loftleiðum, Apótekið, Jónatan Livingstone Máv og Gaukinn. Dagskráin á Hótel Borg hefst með kampavíni. Fimm rétta matseðill með villibráðarívafi verður á boðstólum og veislustjóri verður Daníel Geir Moritz, fyndnasti maður Íslands. DJ Anna Brá, Daníel Haukur Arnarsson og fleiri listamenn troða upp. Miðaverð á nýársfagnaðinn og dansleikinn er tæpar þrettán þúsund krónur. Miðinn bara á dansleikinn, sem stendur yfir til fjögur um nóttina kostar 1.500 krónur. Fimm rétta matseðill með kengúru, grilluðum humri og fleira góðgæti verður í boði á Austri þegar hinn árlegi nýársfögnuður staðarins verður haldinn. Logi Bergmann Eiðsson verður veislustjóri og þeir Ari Eldjárn, DJ Margeir, Jóel Pálsson, Human Woman og Danni Deluxe koma fram. Auk þess ætlar Sigríður Klingenberg að spá fyrir gestum. Miðaverð er tæpar tuttugu þúsund krónur. Nýársfagnaður hefur verið haldinn í Turninum í Kópavogi undanfarin ár en í þetta sinn verður engin hátíðardagskrá þetta kvöld. Í Perlunni verður lögð áhersla á góðan fjögurra rétta matseðil á nýárskvöld, sem kostar tæpar tíu þúsund krónur, og ekki verður leikið fyrir dansi í þetta sinn. Viðburðafyrirtækið Jón Jónsson heldur áramótagleði á skemmtistaðnum Esju og er þetta fimmta árið í röð sem fyrirtækið fagnar nýju ári á þennan hátt. Bandaríski plötusnúðurinn Too Young to Love þeytir skífum og einnig stíga á svið President Bongo, DJ Margeir, Högni Egilsson, Sexy Lazer og Human Woman. Miðaverð er 2.500 krónur. Unga fólkið er síðan líklegt til að flykkjast á Nasa á gamlárskvöld þar sem þeir Friðrik Dór og Emmsjé Gauti syngja fyrir gesti. Þar kostar miðinn 1.500 krónur. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið