Viðskipti innlent

Veiðar skila um 25 milljörðum

Vinnsla Um 1000 ársverk urðu til vegna makrílveiða, fleiri en í álverum Alcan og Alcoa samanlagt.
Fréttablaðið/Óskar P. Friðriksson
Vinnsla Um 1000 ársverk urðu til vegna makrílveiða, fleiri en í álverum Alcan og Alcoa samanlagt. Fréttablaðið/Óskar P. Friðriksson
Makrílveiðar skiluðu þjóðarbúinu ríflega 25 milljörðum króna á síðasta ári, sem er um fimm prósent af útflutningstekjum Íslands. Meira en 1.000 ársverk urðu til vegna veiðanna, samkvæmt samantekt sjávarútvegsráðuneytisins.

Um 200 ársverk hafa orðið til á sjó við veiðar á makríl og annað eins á landi við vinnslu. Þá reiknar ráðuneytið með 600 afleiddum störfum vegna veiðanna. Til samanburðar vinna um 900 manns í álverum Alcoa á Reyðarfirði og Alcan í Straumsvík, samkvæmt samantekt ráðuneytisins.

Um 90 prósent aflans fara til manneldis. Það er veruleg breyting frá því sem áður var, en fram til ársins 2009 fóru um 80 prósent aflans í bræðslu. - bj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×