Ofan í kassana! Ögmundur Jónasson skrifar 28. desember 2011 06:00 Hrunskýrslurnar sögðu að á Íslandi skorti umræðuhefð. Reyndar held ég að þetta sé ekki einskorðað við Ísland. Víða gengur mönnum illa að höndla málefnalega umræðu. Á tímum Kalda stríðsins voru sósíalistar, ekki aðeins hér á landi heldur víða erlendis, afgreiddir sem aftaníossar Sovétmanna þegar þeir tefldu fram málefnalegum rökum um mikilvægi jöfnuðar í þjóðfélaginu; hvort þeir vildu ekki líka senda alla í nauðungarvist til Síberíu! Þetta var gjarnan viðkvæðið til að slökkva á allri umræðu þegar reistar voru kröfur um þjóðfélagsumbætur. Hannes Hólmsteinn minnir okkur á þessa tíma, ekki síst með eigin efnistökum, þegar hann fjallar um sósíalista á Íslandi á árum áður. Það er ekki nóg með að hann sé ónákvæmur og fari rangt með, heldur eru hinir óþóknanlegu afgreiddir með skírskotun til þess kassa sem Hannes ætlar þeim í tilverunni. En hvernig komumst við út úr þessari smáu kassahugsun sem aldrei hlustar á rök, horfir bara til kassans sem einstaklingunum skal troðið niður í til að svipta þá málfrelsi sínu? Nýlega fór fram umræða um hvernig ætti að standa að fyrirsvari Íslands gagnvart EFTA-dómstólnum. Átti það áfram að vera efnahags- og viðskiptaráðuneyti eða utanríkisráðuneyti? Í ríkisstjórn vorum við ekki sammála en komumst engu að síður að niðurstöðu. Í utanríkismálanefnd fór fram nákvæmlega sams konar umræða, nema þar höfðu fjölmiðlar engan áhuga á efnisinnihaldi umræðunnar heldur á því einu að einn stjórnarþingmaður var á sömu skoðun og þingmenn í stjórnarandstöðu. Sjónarmiðin voru með öðrum orðum ekki eftir flokkslínum fremur en í ríkisstjórn. Þetta varð stórfrétt og þótti mér örla á lönguninni til að kveða upp pólitíska útlegðardóma yfir þeirri þingkonu sem hafði vogað sér ofan í rangan kassa. Hvenær skyldum við vera tilbúin að takast á við málefnalega umræðu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Ögmundur Jónasson Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Sjá meira
Hrunskýrslurnar sögðu að á Íslandi skorti umræðuhefð. Reyndar held ég að þetta sé ekki einskorðað við Ísland. Víða gengur mönnum illa að höndla málefnalega umræðu. Á tímum Kalda stríðsins voru sósíalistar, ekki aðeins hér á landi heldur víða erlendis, afgreiddir sem aftaníossar Sovétmanna þegar þeir tefldu fram málefnalegum rökum um mikilvægi jöfnuðar í þjóðfélaginu; hvort þeir vildu ekki líka senda alla í nauðungarvist til Síberíu! Þetta var gjarnan viðkvæðið til að slökkva á allri umræðu þegar reistar voru kröfur um þjóðfélagsumbætur. Hannes Hólmsteinn minnir okkur á þessa tíma, ekki síst með eigin efnistökum, þegar hann fjallar um sósíalista á Íslandi á árum áður. Það er ekki nóg með að hann sé ónákvæmur og fari rangt með, heldur eru hinir óþóknanlegu afgreiddir með skírskotun til þess kassa sem Hannes ætlar þeim í tilverunni. En hvernig komumst við út úr þessari smáu kassahugsun sem aldrei hlustar á rök, horfir bara til kassans sem einstaklingunum skal troðið niður í til að svipta þá málfrelsi sínu? Nýlega fór fram umræða um hvernig ætti að standa að fyrirsvari Íslands gagnvart EFTA-dómstólnum. Átti það áfram að vera efnahags- og viðskiptaráðuneyti eða utanríkisráðuneyti? Í ríkisstjórn vorum við ekki sammála en komumst engu að síður að niðurstöðu. Í utanríkismálanefnd fór fram nákvæmlega sams konar umræða, nema þar höfðu fjölmiðlar engan áhuga á efnisinnihaldi umræðunnar heldur á því einu að einn stjórnarþingmaður var á sömu skoðun og þingmenn í stjórnarandstöðu. Sjónarmiðin voru með öðrum orðum ekki eftir flokkslínum fremur en í ríkisstjórn. Þetta varð stórfrétt og þótti mér örla á lönguninni til að kveða upp pólitíska útlegðardóma yfir þeirri þingkonu sem hafði vogað sér ofan í rangan kassa. Hvenær skyldum við vera tilbúin að takast á við málefnalega umræðu?
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun