Boðið að sýna á New York Fashion Week 20. desember 2011 11:30 Árið hefur verið gott fyrir Halldóru sem byrjar feril sinn af fullum krafti. „Jú, þetta var hálf ótrúlegt allt saman," segir Halldóra Eydís Jónsdóttir skóhönnuður, sem er nýkomin heim frá New York þar sem hún sýndi sína fyrstu skólínu á skósýningu The Fashion Footwear Association of New York, líkt og Fréttablaðið greindi frá á dögunum. Hönnun Halldóru vakti mikla athygli og hún er kampakát með viðbrögðin. „Fólk var mjög hrifið af básnum okkar. Það er ekki auðvelt að vera eitt af nýju merkjunum þarna, en ég skar mig úr og sumir göptu af undrun þegar þeir sáu hráefnið í skónum." Hönnun Halldóru, sem útskrifaðist úr skóhönnun fyrir einungis ári, vakti það mikla lukku að gylliboðin hafa streymt til hennar eftir sýninguna. „Mér hefur meðal annars verið boðið að sækja um að vera ein af hönnuðunum sem sýna á næstu Kvikmyndahátíð í Cannes og að vera ein af 25 sjálfstæðum skóhönnuðum sem sýna á New York Fashion Week á næsta ári. Það er mjög dýrt að taka þátt í svona sýningum þannig að ég á eftir að leggjast yfir þetta." Viðbrögðin hafa ekki einungis verið góð ytra, því hér heima er skósending Halldóru sem kemur til landsins rétt fyrir jólin nánast upppöntuð. „Það er auðvitað frábært, sérstaklega þar sem það varð mikil seinkun á sendingunni," segir Halldóra sem á von á annarri sendingu eftir jól og mun selja þau pör á heimasíðu sinni og í nokkrum verslunum. Hugur hennar dvelur hins vegar þessa dagana við næstu vetrarlínu, sem hún segir nærri tilbúna. „Ég er með prufur í framleiðslu núna á Ítalíu og í Portúgal. Ég stefni auðvitað á að toppa sjálfa mig og vonast til að sýna hluta af þessari línu á Íslandi í mars eða apríl á næsta ári." - bb Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Jú, þetta var hálf ótrúlegt allt saman," segir Halldóra Eydís Jónsdóttir skóhönnuður, sem er nýkomin heim frá New York þar sem hún sýndi sína fyrstu skólínu á skósýningu The Fashion Footwear Association of New York, líkt og Fréttablaðið greindi frá á dögunum. Hönnun Halldóru vakti mikla athygli og hún er kampakát með viðbrögðin. „Fólk var mjög hrifið af básnum okkar. Það er ekki auðvelt að vera eitt af nýju merkjunum þarna, en ég skar mig úr og sumir göptu af undrun þegar þeir sáu hráefnið í skónum." Hönnun Halldóru, sem útskrifaðist úr skóhönnun fyrir einungis ári, vakti það mikla lukku að gylliboðin hafa streymt til hennar eftir sýninguna. „Mér hefur meðal annars verið boðið að sækja um að vera ein af hönnuðunum sem sýna á næstu Kvikmyndahátíð í Cannes og að vera ein af 25 sjálfstæðum skóhönnuðum sem sýna á New York Fashion Week á næsta ári. Það er mjög dýrt að taka þátt í svona sýningum þannig að ég á eftir að leggjast yfir þetta." Viðbrögðin hafa ekki einungis verið góð ytra, því hér heima er skósending Halldóru sem kemur til landsins rétt fyrir jólin nánast upppöntuð. „Það er auðvitað frábært, sérstaklega þar sem það varð mikil seinkun á sendingunni," segir Halldóra sem á von á annarri sendingu eftir jól og mun selja þau pör á heimasíðu sinni og í nokkrum verslunum. Hugur hennar dvelur hins vegar þessa dagana við næstu vetrarlínu, sem hún segir nærri tilbúna. „Ég er með prufur í framleiðslu núna á Ítalíu og í Portúgal. Ég stefni auðvitað á að toppa sjálfa mig og vonast til að sýna hluta af þessari línu á Íslandi í mars eða apríl á næsta ári." - bb
Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira