Reykjavíkurapótek selt á 100 milljónir 14. desember 2011 06:00 Slegið Gengið var frá málinu í anddyri hússins fornfræga við Austurstræti í gær. Kaupverðið var 100 milljónir, eða um 36 þúsund krónur á hvern fermetra. Fréttablaðið/valli Hið fornfræga hús við Austurstræti 16, sem kennt er við Reykjavíkurapótek, var selt á nauðungaruppboði í gær. Gengið var að eina boðinu, sem kom frá slitastjórn Frjálsa fjárfestingarbankans og hljóðaði upp á hundrað milljónir króna. Húsið var í eigu A16 fasteignafélags, sem er alfarið í eigu Karls Steingrímssonar í Pelsinum. Hann hefur átt húsið síðan 1995. Karl hefur frest til 15. febrúar til að reyna að ná samningum um málið til að halda eigninni. „Eigum við ekki að vona það besta,“ segir hann spurður hvort hann ætli að láta á það reyna eða hvort hann líti svo á að hann hafi misst húsið. Hundrað milljóna kauptilboð Frjálsa fjárfestingarbankans hefur litla þýðingu, enda er bankanum skylt að gefa eftir skuldir sem hvíla á húsinu í samræmi við markaðsvirði þess. Ljóst er að það er miklum mun hærra en milljónirnar hundrað. Karl segist ekki gera sér grein fyrir því hvers virði húsið er. „Maður veit það aldrei fyrr en við sölu,“ segir hann. Húsið er 2.772 fermetrar, fasteignamat þess er um 285 milljónir en brunabótamatið nálægt milljarði. Fasteignasali sem Fréttablaðið ræddi við sagðist telja að markaðsvirði þess væri líklega ekki undir 750 milljónum. Frjálsi fjárfestingarbankinn er með 870 milljóna króna veð í húsinu og er með fyrsta veðrétt ásamt Avant. Nauðungaruppboð á húsinu fór fram í janúar síðastliðnum að kröfu Arion banka, sem á annan veðrétt í eignina. Arion banki bauð 300 milljónir en uppboðið reyndist árangurslaust, enda var kauptilboðið fjarri því að duga fyrir skuldunum við fyrstu veðréttarhafa og því hefði Arion banki ekkert fengið í sinn hlut. Karl biðst undan því að ræða málið mikið frekar að sinni. „Þetta er voðalega viðkvæmt fyrir okkur. Við ráðum ekki við þetta blessaða umhverfi okkar í dag. Það eru allir fórnarlömb í þessu,“ segir hann. Karl seldi í febrúar aðra merka eign, Kirkjuhvol við Kirkjutorg, þar sem verslunin Pelsinn er til húsa. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Hið fornfræga hús við Austurstræti 16, sem kennt er við Reykjavíkurapótek, var selt á nauðungaruppboði í gær. Gengið var að eina boðinu, sem kom frá slitastjórn Frjálsa fjárfestingarbankans og hljóðaði upp á hundrað milljónir króna. Húsið var í eigu A16 fasteignafélags, sem er alfarið í eigu Karls Steingrímssonar í Pelsinum. Hann hefur átt húsið síðan 1995. Karl hefur frest til 15. febrúar til að reyna að ná samningum um málið til að halda eigninni. „Eigum við ekki að vona það besta,“ segir hann spurður hvort hann ætli að láta á það reyna eða hvort hann líti svo á að hann hafi misst húsið. Hundrað milljóna kauptilboð Frjálsa fjárfestingarbankans hefur litla þýðingu, enda er bankanum skylt að gefa eftir skuldir sem hvíla á húsinu í samræmi við markaðsvirði þess. Ljóst er að það er miklum mun hærra en milljónirnar hundrað. Karl segist ekki gera sér grein fyrir því hvers virði húsið er. „Maður veit það aldrei fyrr en við sölu,“ segir hann. Húsið er 2.772 fermetrar, fasteignamat þess er um 285 milljónir en brunabótamatið nálægt milljarði. Fasteignasali sem Fréttablaðið ræddi við sagðist telja að markaðsvirði þess væri líklega ekki undir 750 milljónum. Frjálsi fjárfestingarbankinn er með 870 milljóna króna veð í húsinu og er með fyrsta veðrétt ásamt Avant. Nauðungaruppboð á húsinu fór fram í janúar síðastliðnum að kröfu Arion banka, sem á annan veðrétt í eignina. Arion banki bauð 300 milljónir en uppboðið reyndist árangurslaust, enda var kauptilboðið fjarri því að duga fyrir skuldunum við fyrstu veðréttarhafa og því hefði Arion banki ekkert fengið í sinn hlut. Karl biðst undan því að ræða málið mikið frekar að sinni. „Þetta er voðalega viðkvæmt fyrir okkur. Við ráðum ekki við þetta blessaða umhverfi okkar í dag. Það eru allir fórnarlömb í þessu,“ segir hann. Karl seldi í febrúar aðra merka eign, Kirkjuhvol við Kirkjutorg, þar sem verslunin Pelsinn er til húsa. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira