Belgískur læknir með rokkveislu á Gauknum 13. desember 2011 12:30 Til vara Wim Van Hooste hefur fylgst með íslenskri tónlist síðustu 25 ár. Hann heldur upp á afmæli sitt á Gauknum á næsta ári. „Ég komst ekki til Íslands í ár þannig að ég hlakka mikið til að koma á næsta ári,“ segir belgíski læknirinn Wim Van Hooste. Van Hooste hefur gríðarlegan áhuga á íslenskri tónlist og heldur m.a. úti tónlistarblogginu Icelandicmusic.blogspot.com. Hann hyggst halda upp á 41 árs afmælið sitt á Íslandi á næsta ári, nánar tiltekið á Gauki á Stöng, og ætlar um leið að setja af stað sérstaka keppni þar sem hann leitar að bestu ábreiðunum af lögum úr heimildarmynd Friðriks Þórs, Rokk í Reykjavík. „Á næsta ári verða 25 ár liðin frá því ég byrjaði að fylgjast með íslensku tónlistarsenunni,“ segir Van Hooste. „Það verða líka 30 ár frá því að Rokk í Reykjavík kom út. Mér fannst það vera áhugaverð hugmynd að heyra hljómsveitir dagsins í dag flytja gömul og klassísk lög úr myndinni.“ Lögin hyggst hann setja á netið og búa þannig til nokkurs konar Rokk í Reykjavík 2. Þá vonast hann til að þau geti einnig komið út á geisladiski. „Bestu myndböndin verða svo sýnd í afmælinu mínu 24. maí á næsta ári,“ segir hann. „Og hljómsveitirnar með bestu ábreiðurnar verða beðnar um flytja lagið á sviði Gauksins.“ Wim Van Hooste er á meðal duglegri Íslandsvina. Hann reynir að heimsækja landið árlega og mætti til dæmis á sex Airwaves-hátíðir í röð ásamt því að hafa mætt tvisvar á Aldrei fór ég suður. „Ég bjó og starfaði á Akureyri fyrir rúmum áratug og fór þá einu sinni í mánuði til Reykjavíkur til að kíkja út á lífið,“ segir hann. „Þannig að ég hlakka mikið til að koma með föður mínum í maí og hitta góða vini. Ég vonast til að sjá bæði gamlar og góðar og nýjar íslenskar hljómsveitir á tónleikum.“ atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira
Wim Van Hooste hefur fylgst með íslenskri tónlist síðustu 25 ár. Hann heldur upp á afmæli sitt á Gauknum á næsta ári. „Ég komst ekki til Íslands í ár þannig að ég hlakka mikið til að koma á næsta ári,“ segir belgíski læknirinn Wim Van Hooste. Van Hooste hefur gríðarlegan áhuga á íslenskri tónlist og heldur m.a. úti tónlistarblogginu Icelandicmusic.blogspot.com. Hann hyggst halda upp á 41 árs afmælið sitt á Íslandi á næsta ári, nánar tiltekið á Gauki á Stöng, og ætlar um leið að setja af stað sérstaka keppni þar sem hann leitar að bestu ábreiðunum af lögum úr heimildarmynd Friðriks Þórs, Rokk í Reykjavík. „Á næsta ári verða 25 ár liðin frá því ég byrjaði að fylgjast með íslensku tónlistarsenunni,“ segir Van Hooste. „Það verða líka 30 ár frá því að Rokk í Reykjavík kom út. Mér fannst það vera áhugaverð hugmynd að heyra hljómsveitir dagsins í dag flytja gömul og klassísk lög úr myndinni.“ Lögin hyggst hann setja á netið og búa þannig til nokkurs konar Rokk í Reykjavík 2. Þá vonast hann til að þau geti einnig komið út á geisladiski. „Bestu myndböndin verða svo sýnd í afmælinu mínu 24. maí á næsta ári,“ segir hann. „Og hljómsveitirnar með bestu ábreiðurnar verða beðnar um flytja lagið á sviði Gauksins.“ Wim Van Hooste er á meðal duglegri Íslandsvina. Hann reynir að heimsækja landið árlega og mætti til dæmis á sex Airwaves-hátíðir í röð ásamt því að hafa mætt tvisvar á Aldrei fór ég suður. „Ég bjó og starfaði á Akureyri fyrir rúmum áratug og fór þá einu sinni í mánuði til Reykjavíkur til að kíkja út á lífið,“ segir hann. „Þannig að ég hlakka mikið til að koma með föður mínum í maí og hitta góða vini. Ég vonast til að sjá bæði gamlar og góðar og nýjar íslenskar hljómsveitir á tónleikum.“ atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira