Alveg klikk 2. desember 2011 06:00 Það er ekki annað hægt en að vera hugsi yfir þeirri niðurstöðu tveggja norskra sálfræðinga um að Anders Breivik sé ekki fær um að svara til saka fyrir gjörðir sínar. Kannski ætti að varast að þykjast vitrari en þeir sem vit eiga að hafa. Kannski ætti líka að sýna því virðingu þegar menn virðast vinna vinnu sína í takt við lög og fræði en ekki almenningsálit. En það breytir því ekki að niðurstaðan og afleiðingar hennar hljóta að vekja okkur til umhugsunar. Það er auðvitað ákveðin niðurstaða ef mannhaturshugmyndir eins og þær sem Anders Breivik aðhyllist séu dæmi um geðveiki. Það gæti jafnvel þótt sumum ákveðinn léttir. Víst er að fáir sem láti sig stjórnmál varða kæri sig um að deila hillu með manni eins og Breivik. En er maðurinn geðveikur? Auðvitað er sá sem fremur svona ódæði ekki normal. Normal manneskja skrifar ekki heilan kafla í bók um það hvort eldvarpa eða vélbyssa séu betri þegar drepa skal börn í útilegum. Hvað þá að normal manneskja myndi gera nokkuð slíkt. En erum við ekki þannig komin með fullyrðingu sem sannar sjálfa sig? Að ef ódæðisverkið er nægilega grimmilegt þá er ódæðismaðurinn klárlega ekki fær um að svara til saka fyrir það? Morð hætta að vera glæpur og fara að verða sjúkdómseinkenni. Þetta virkar náttúrlega dálítið eins og þvæla. Það er auðvitað ekki þar með sagt að Anders Breivik hefði ekki í sinni vonandi ævilöngu fangelsisdvöl átt að fá að taka geðlyf eða hitta sálfræðinga og ræða við þá um það hvernig honum og pabba hans hefði komið saman á æskuárum. Mér er nokkuð sama hvar og við hvaða aðstæður hann muni dvelja og hvaða sérfræðiaðstoð hann fær. En eigi að uppfylla einhverja réttlætisþörf, þá er nokkuð erfitt að kyngja því að Anders Breivik hafi ekki vitað hvað hann væri að gera, sé ekki fær um að svara til saka og beri þar með ekki ábyrgð á gjörðum sínum. Engu af því þrennu er auðvelt að trúa. NývondhyggjaÉg hef lesið það sem morðinginn sendi frá sér. Það er ekki hugguleg lesning: síður af framreikningum íbúaþróunar í Evrópu, flokkun evrópskra stjórnmálamanna í ólíkar gerðir svikara, tillögur að skotmörkum og framkvæmd morða, og loks ítarlegur kafli um hvernig eigi að velja sér réttan lögmann, og haga sér í réttarhöldunum að ódæðunum loknum. Svo varla verður sagt annað en að ásetningurinn hafi verið skýr, og afleiðingarnar morðingjanum ljósar. Til að láta sér líða betur má kalla slíka stefnuskrá samhengislaust bull. En hún er það því miður ekki heldur samansafn af því versta úr versta afturhaldsíhaldshægrinu, á köflum skrifuð í einhverskonar hálfgildings vísindastíl með fjölda tilvitnana, fótnóta og sögulegra staðreynda. Innan um þetta má svo finna gnótt skoðana sem eru óþægilega kunnuglegar úr meginstraumi ákveðins vængs stjórnmála: nefnilega sjúklega ESB andstöðu, áherslu á kristin gildi, dálæti á hefðum, her og aga og andstöðu við innflytjendur og fleira. Fjölmargir flokkar sem aðhyllast slíka hugmyndafræði hafa verið stofnaðir á Norðurlöndum undanfarna áratugi og reynt hefur verið að stofna slíka flokka hérlendis, en þeir þó ekki náð fótfestu hér, enn sem komið er. Sjúkir af hatri?Það er ekki lengra en ein mannsævi síðan ekki ósvipuð hugmyndafræði fékk heilar þjóðir til sannfærast um að leiðin til eigin velferðar lægi um mennsk sláturhús. Og þeir stjórnmálamenn sem það boðuðu komust til valda með atkvæðum venjulegs fólks og oft stuðningi annarra, oft jafnvel „venjulegra“ stjórnmálamanna. Það ætti að vara okkur við: Inni í okkur öllum búa rottur sem munu koma fram ef við förum ekki reglulega út með ruslið. Ég treysti Norðmönnum til að leysa úr þessum málum innan ramma síns dómskerfis og kannski er eitthvað sem sálfræðingarnir tveir vita sem við vitum ekki sem styrkir ályktanir þeirra frekar. En tvennu þarf að halda til haga. Sjúklegt hatur á innflytjendum er eitt og sér ekki geðsjúkdómur heldur vond og mannfjandsamleg hugmyndafræði. Og það að menn drepi í nafni vondrar hugmyndafræði á ekki að teljast til málsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun
Það er ekki annað hægt en að vera hugsi yfir þeirri niðurstöðu tveggja norskra sálfræðinga um að Anders Breivik sé ekki fær um að svara til saka fyrir gjörðir sínar. Kannski ætti að varast að þykjast vitrari en þeir sem vit eiga að hafa. Kannski ætti líka að sýna því virðingu þegar menn virðast vinna vinnu sína í takt við lög og fræði en ekki almenningsálit. En það breytir því ekki að niðurstaðan og afleiðingar hennar hljóta að vekja okkur til umhugsunar. Það er auðvitað ákveðin niðurstaða ef mannhaturshugmyndir eins og þær sem Anders Breivik aðhyllist séu dæmi um geðveiki. Það gæti jafnvel þótt sumum ákveðinn léttir. Víst er að fáir sem láti sig stjórnmál varða kæri sig um að deila hillu með manni eins og Breivik. En er maðurinn geðveikur? Auðvitað er sá sem fremur svona ódæði ekki normal. Normal manneskja skrifar ekki heilan kafla í bók um það hvort eldvarpa eða vélbyssa séu betri þegar drepa skal börn í útilegum. Hvað þá að normal manneskja myndi gera nokkuð slíkt. En erum við ekki þannig komin með fullyrðingu sem sannar sjálfa sig? Að ef ódæðisverkið er nægilega grimmilegt þá er ódæðismaðurinn klárlega ekki fær um að svara til saka fyrir það? Morð hætta að vera glæpur og fara að verða sjúkdómseinkenni. Þetta virkar náttúrlega dálítið eins og þvæla. Það er auðvitað ekki þar með sagt að Anders Breivik hefði ekki í sinni vonandi ævilöngu fangelsisdvöl átt að fá að taka geðlyf eða hitta sálfræðinga og ræða við þá um það hvernig honum og pabba hans hefði komið saman á æskuárum. Mér er nokkuð sama hvar og við hvaða aðstæður hann muni dvelja og hvaða sérfræðiaðstoð hann fær. En eigi að uppfylla einhverja réttlætisþörf, þá er nokkuð erfitt að kyngja því að Anders Breivik hafi ekki vitað hvað hann væri að gera, sé ekki fær um að svara til saka og beri þar með ekki ábyrgð á gjörðum sínum. Engu af því þrennu er auðvelt að trúa. NývondhyggjaÉg hef lesið það sem morðinginn sendi frá sér. Það er ekki hugguleg lesning: síður af framreikningum íbúaþróunar í Evrópu, flokkun evrópskra stjórnmálamanna í ólíkar gerðir svikara, tillögur að skotmörkum og framkvæmd morða, og loks ítarlegur kafli um hvernig eigi að velja sér réttan lögmann, og haga sér í réttarhöldunum að ódæðunum loknum. Svo varla verður sagt annað en að ásetningurinn hafi verið skýr, og afleiðingarnar morðingjanum ljósar. Til að láta sér líða betur má kalla slíka stefnuskrá samhengislaust bull. En hún er það því miður ekki heldur samansafn af því versta úr versta afturhaldsíhaldshægrinu, á köflum skrifuð í einhverskonar hálfgildings vísindastíl með fjölda tilvitnana, fótnóta og sögulegra staðreynda. Innan um þetta má svo finna gnótt skoðana sem eru óþægilega kunnuglegar úr meginstraumi ákveðins vængs stjórnmála: nefnilega sjúklega ESB andstöðu, áherslu á kristin gildi, dálæti á hefðum, her og aga og andstöðu við innflytjendur og fleira. Fjölmargir flokkar sem aðhyllast slíka hugmyndafræði hafa verið stofnaðir á Norðurlöndum undanfarna áratugi og reynt hefur verið að stofna slíka flokka hérlendis, en þeir þó ekki náð fótfestu hér, enn sem komið er. Sjúkir af hatri?Það er ekki lengra en ein mannsævi síðan ekki ósvipuð hugmyndafræði fékk heilar þjóðir til sannfærast um að leiðin til eigin velferðar lægi um mennsk sláturhús. Og þeir stjórnmálamenn sem það boðuðu komust til valda með atkvæðum venjulegs fólks og oft stuðningi annarra, oft jafnvel „venjulegra“ stjórnmálamanna. Það ætti að vara okkur við: Inni í okkur öllum búa rottur sem munu koma fram ef við förum ekki reglulega út með ruslið. Ég treysti Norðmönnum til að leysa úr þessum málum innan ramma síns dómskerfis og kannski er eitthvað sem sálfræðingarnir tveir vita sem við vitum ekki sem styrkir ályktanir þeirra frekar. En tvennu þarf að halda til haga. Sjúklegt hatur á innflytjendum er eitt og sér ekki geðsjúkdómur heldur vond og mannfjandsamleg hugmyndafræði. Og það að menn drepi í nafni vondrar hugmyndafræði á ekki að teljast til málsbóta.