Útvarpsstöðin Flass 104,5 heldur upp á sex ára afmæli sitt með pompi og prakt í dag. Ný og glæsileg heimasíða fer í loftið, Flass.is, ásamt sjónvarpsstöðinni Flass TV og í kvöld verður partí á skemmtistaðnum Esju í Austurstræti fyrir boðsgesti.
„Þetta verður alhliða afþreyingarmiðill fyrir ungt fólk,“ segir útvarpsstjórinn Ómar Vilhelmsson um heimasíðuna. Ný dagskrá lítur einnig dagsins ljós ásamt því að nýir útvarpsmenn ganga til liðs við stöðina, þau Friðrik Fannar Thorlacius, eða Frigore, sem snýr heim af FM957 ásamt Kristínu Ruth Jónsdóttur og einnig söngdívan Íris Hólm. Í partíinu í kvöld spila plötusnúðar frá Flassi, hljómsveitin Sykur og Emmjé Gauti taka lagið og leynigestur mætir á svæðið.
Nýr eigandi Flass heitir Karim Djermoun. Hann á líka Go-kart brautina í Garðabæ og Jet-ski leigu og kemur greinilega með ferska vinda inn í Flass. „Við horfum björt inn í framtíðina,“ segir Ómar og bætir við að útvarpsstöðin sé fyrir ungt fólk á öllum aldri. „Hópurinn 15 til 30 ára er aðalhópurinn en ef fólk vill halda sér ungu þá hlustar það á okkur.“ - fb
Heimasíða og sjónvarp hjá Flassi

Mest lesið








Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga
Lífið samstarf

Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin
Bíó og sjónvarp
