Frestað að skipta OR upp í tvö fyrirtæki 2. desember 2011 05:00 Orkukveitan Iðnaðarráðherra hefur orðið við beiðni eigendanefndar Orkuveitunnar og frestað aðskilnaði fyrirtækisins í sérleyfis- og samkeppnisstarfsemi. fréttablaðið/pjetur katrín júlíusdóttir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra mælti í gær fyrir raforkulögum á Alþingi, en í þeim felst heimild til Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um að fresta því í tvö ár að skipta fyrirtækinu upp í samkeppnisstarfsemi annars vegar og sérleyfisstarfsemi hins vegar. Frestunin er að beiðni eigendanefndar OR. Samkvæmt raforkulögum frá 2003 er kveðið á um aðskilnaðinn, en hann er samkvæmt tilskipunum frá Evrópusambandinu. Hitaveita Suðurnesja, Norðurorka og RARIK hafa öll skipt starfsemi sinni. Orkuveitan hefur ekki gert það, heldur fengið frest. Samkvæmt gildandi lögum átti breytingin að verða 1. janúar 2012, en verður ekki fyrr en 1. janúar 2014. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir lánasafn fyrirtækisins helstu ástæðu þess að beðið hafi verið um frestun á ný. Á haustdögum hafi vinna við skiptinguna hafist á ný, en mat eigendanefndarinnar hafi verið að of mikil áhætta fælist í því að keyra breytingarnar í gegn um áramótin. „Fyrst og fremst vegna lánasafnsins okkar, sem er um 240 milljarðar, af ótta við það að einhvers konar vandamál gætu komið upp.“ Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir að sjálfsagt hafi verið að verða við beiðni um frestun. Fjármögnunarleiðir fyrirtækja séu viðkvæmar í dag vegna efnahagsástandsins á alþjóðavísu og best sé að rugga þeim bát ekki að óþörfu. Dagur B. Eggertsson, formaður eigendanefndar OR, segir að um frestinn hafi verið beðið þar sem ekki þótti nægur tími til að koma breytingunum á fyrir áramót. „Fyrri hluta þessa árs fór algjörlega í undirbúning og framkvæmd á neyðaráætluninni og uppskiptingarverkefnið tók þar við. Þetta hefur reynst aðeins flóknara en við bjuggumst við í uppphafi, ekki síst út frá skattalegum atriðum, en við þetta skiptast í raun upp bæði skuldbindingar og skuldir. Það ríður á, sérstaklega í stöðunni eins og hún er núna á alþjóðamörkuðum, að eiga gott samráð við alþjóðlega lánardrottna fyrirtækisins.“ kolbeinn@frettabladid.is magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Sjá meira
katrín júlíusdóttir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra mælti í gær fyrir raforkulögum á Alþingi, en í þeim felst heimild til Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um að fresta því í tvö ár að skipta fyrirtækinu upp í samkeppnisstarfsemi annars vegar og sérleyfisstarfsemi hins vegar. Frestunin er að beiðni eigendanefndar OR. Samkvæmt raforkulögum frá 2003 er kveðið á um aðskilnaðinn, en hann er samkvæmt tilskipunum frá Evrópusambandinu. Hitaveita Suðurnesja, Norðurorka og RARIK hafa öll skipt starfsemi sinni. Orkuveitan hefur ekki gert það, heldur fengið frest. Samkvæmt gildandi lögum átti breytingin að verða 1. janúar 2012, en verður ekki fyrr en 1. janúar 2014. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir lánasafn fyrirtækisins helstu ástæðu þess að beðið hafi verið um frestun á ný. Á haustdögum hafi vinna við skiptinguna hafist á ný, en mat eigendanefndarinnar hafi verið að of mikil áhætta fælist í því að keyra breytingarnar í gegn um áramótin. „Fyrst og fremst vegna lánasafnsins okkar, sem er um 240 milljarðar, af ótta við það að einhvers konar vandamál gætu komið upp.“ Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir að sjálfsagt hafi verið að verða við beiðni um frestun. Fjármögnunarleiðir fyrirtækja séu viðkvæmar í dag vegna efnahagsástandsins á alþjóðavísu og best sé að rugga þeim bát ekki að óþörfu. Dagur B. Eggertsson, formaður eigendanefndar OR, segir að um frestinn hafi verið beðið þar sem ekki þótti nægur tími til að koma breytingunum á fyrir áramót. „Fyrri hluta þessa árs fór algjörlega í undirbúning og framkvæmd á neyðaráætluninni og uppskiptingarverkefnið tók þar við. Þetta hefur reynst aðeins flóknara en við bjuggumst við í uppphafi, ekki síst út frá skattalegum atriðum, en við þetta skiptast í raun upp bæði skuldbindingar og skuldir. Það ríður á, sérstaklega í stöðunni eins og hún er núna á alþjóðamörkuðum, að eiga gott samráð við alþjóðlega lánardrottna fyrirtækisins.“ kolbeinn@frettabladid.is magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Sjá meira