Stokkað upp í stjórninni á næstu vikum 29. nóvember 2011 07:00 Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, nýtur ekki trausts í eigin þingflokki, þrátt fyrir eigin yfirlýsingar þar um. Þingflokkur Vinstri grænna fundaði í gær og kom þar fram megn óánægja með hvernig Jón hefur haldið á breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Hávær krafa kom fram um breytingar á ríkisstjórninni og er nú unnið að því að þær verði á næstu vikum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru menn þegar farnir að huga að hvernig breytingum á stjórninni verður háttað. Líklegast er að báðir stjórnarflokkarnir geri einhverjar breytingar á ráðherraliði sínu, en nefna má að Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra fer í fæðingarorlof á næstu mánuðum. Brotthvarf Jóns yrði því ekki einstök breyting heldur hluti af stærri aðgerðum. Stokkað yrði upp fyrir lokasprett kjörtímabilsins. Þingmenn Vinstri grænna kölluðu á þingflokksfundinum margir hverjir eftir lausn sem fæli í sér brotthvarf Jóns. Hann þykir hafa rofið trúnað með því að vinna að breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu á bak við félaga sína í þingflokki og ríkisstjórn. Þá eru margir félagar hans sérstaklega ósáttir við að hann hafi, án vitundar þeirra, leitað liðsinnis út fyrir raðir stjórnarflokkanna, til dæmis með því að fá Atla Gíslason, fyrrverandi þingmann Vinstri grænna, í starfshópinn. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Jón hafi tekið fálega í mögulegt brotthvarf úr ríkisstjórn. Raunar hafi hann sagt stjórnina falla með slíkum breytingum. Það kemur stjórninni í erfiða stöðu, þar sem hún hefur aðeins eins manns meirihluta. Atli Gíslason hefur látið hafa eftir sér að hann gæti hugsað sér að yfirgefa Alþingi. Seta hans í starfshópi Jóns vekur athygli, en hverfi hann af þingi tekur varamaður hans sæti, Arndís Sigurðardóttir. Hún styður stjórnina. Þá hefur verið rifjað upp að Guðmundur Steingrímsson, þingmaður utan flokka, hefur sagst myndu verja ríkisstjórnina falli. Á það gæti reynt við breytingarnar. Mikil vonbrigði eru innan stjórnarflokkanna með það hvernig Jón hefur haldið á sjávarútvegsmálum. Samkvæmt stjórnarsáttmálanum átti áætlun um innköllun aflaheimilda og endurúthlutun að taka gildi 1. september síðastliðinn. Nú eru menn aftur á upphafsreit, eftir að ríkisstjórnin hafnaði drögum Jóns á föstudag. Þá þykir Jón hafa gengið á bak orða sinna þegar hann birti drögin á vefnum á laugardag, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ætlaði ráðherranefnd í málinu að funda þann dag. Af því varð ekki.- kóp Fréttir Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, nýtur ekki trausts í eigin þingflokki, þrátt fyrir eigin yfirlýsingar þar um. Þingflokkur Vinstri grænna fundaði í gær og kom þar fram megn óánægja með hvernig Jón hefur haldið á breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Hávær krafa kom fram um breytingar á ríkisstjórninni og er nú unnið að því að þær verði á næstu vikum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru menn þegar farnir að huga að hvernig breytingum á stjórninni verður háttað. Líklegast er að báðir stjórnarflokkarnir geri einhverjar breytingar á ráðherraliði sínu, en nefna má að Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra fer í fæðingarorlof á næstu mánuðum. Brotthvarf Jóns yrði því ekki einstök breyting heldur hluti af stærri aðgerðum. Stokkað yrði upp fyrir lokasprett kjörtímabilsins. Þingmenn Vinstri grænna kölluðu á þingflokksfundinum margir hverjir eftir lausn sem fæli í sér brotthvarf Jóns. Hann þykir hafa rofið trúnað með því að vinna að breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu á bak við félaga sína í þingflokki og ríkisstjórn. Þá eru margir félagar hans sérstaklega ósáttir við að hann hafi, án vitundar þeirra, leitað liðsinnis út fyrir raðir stjórnarflokkanna, til dæmis með því að fá Atla Gíslason, fyrrverandi þingmann Vinstri grænna, í starfshópinn. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Jón hafi tekið fálega í mögulegt brotthvarf úr ríkisstjórn. Raunar hafi hann sagt stjórnina falla með slíkum breytingum. Það kemur stjórninni í erfiða stöðu, þar sem hún hefur aðeins eins manns meirihluta. Atli Gíslason hefur látið hafa eftir sér að hann gæti hugsað sér að yfirgefa Alþingi. Seta hans í starfshópi Jóns vekur athygli, en hverfi hann af þingi tekur varamaður hans sæti, Arndís Sigurðardóttir. Hún styður stjórnina. Þá hefur verið rifjað upp að Guðmundur Steingrímsson, þingmaður utan flokka, hefur sagst myndu verja ríkisstjórnina falli. Á það gæti reynt við breytingarnar. Mikil vonbrigði eru innan stjórnarflokkanna með það hvernig Jón hefur haldið á sjávarútvegsmálum. Samkvæmt stjórnarsáttmálanum átti áætlun um innköllun aflaheimilda og endurúthlutun að taka gildi 1. september síðastliðinn. Nú eru menn aftur á upphafsreit, eftir að ríkisstjórnin hafnaði drögum Jóns á föstudag. Þá þykir Jón hafa gengið á bak orða sinna þegar hann birti drögin á vefnum á laugardag, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ætlaði ráðherranefnd í málinu að funda þann dag. Af því varð ekki.- kóp
Fréttir Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira