Bjart er yfir Betlehem Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 29. nóvember 2011 06:00 Það tóku flestir undir með kórnum á aðventukvöldinu þegar við sungum Bjart er yfir Betlehem. Í mörg ár hef ég ekki getað annað en hugsað til þess hvert öfugmæli vísuorðið er, þegar horft er til hernáms á fæðingarborg frelsarans og hvað íbúarnir hafa mátt búa við árum og áratugum saman. Nú er Betlehem umlukin níu metra háum múr, fólkið innilokað og niðurlægt á degi hverjum af hernámsliði og landtökufólki sem verður æ árásargjarnara á Vesturbakkanum. Umheimurinn hefur um langt skeið fylgst næsta aðgerðarlaus með því hvernig palestínska þjóðin hefur mátt líða fyrir hernámið, bæði íbúar á herteknu svæðunum, Palestínumenn sem eru búsettir í Ísrael og síðast en ekki síst þær milljónir sem eru landflótta og hírast án ríkisfangs í nærliggjandi löndum. En kristnir íbúar Betlehem sem og aðrir hafa þrátt fyrir allt ekki gefið upp vonina sem tengist aðventu og jólum. Það er von um frelsi og frið. Íslendingar hafa þessa dagana tækifæri til að efla þessar vonir meðbræðra sinna í Palestínu og er þess vænst að Alþingi hafi í dag samþykkt þingsályktun um að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki innan landamæranna frá því fyrir Sex daga stríðið árið 1967. Sjálfstæðisyfirlýsingin kom til sögunnar árið 1988 og þá þegar viðurkenndi meirihluti þjóða heims Palestínu. Á það er sjaldan minnst að þessi yfirlýsing felur ekki síður í sér viðurkenningu á Ísraelsríki á nærri 80% upphaflegrar Palestínu, landsins sem Sameinuðu þjóðirnar lögðu til að skipt yrði til helminga milli gyðinga og araba þann 29. nóvember 1947. Nú þegar 64 ár eru liðin og Palestínumenn reiðubúnir til að axla ábyrgð og njóta réttar sem frjálst og fullvalda ríki, þá gera þeir aðeins kröfu til fimmtungs lands síns, tæplega helmings af þeim helmingi sem þeim var ætlaður af SÞ. En þessi mikla eftirgjöf og sáttavilji dugir ekki öllum, að minnsta kosti ekki hernámsveldinu, en þar vilja ráðandi öfl helst engu sleppa. Á endanum verður að fara samningaleið, þótt hún virðist ófær eins og er, á meðan Ísraelsríki herðir á landtökunni og ógnar með frekari árásum. Átylla þeirra er umsókn Palestínu að SÞ. Stríði er líka hótað ef sættir nást milli ríkjandi fylkinga á Gaza og Vesturbakkanum. Þó er næsta augljóst að þær sættir eru forsenda þess að raunverulegar friðarviðræður geti hafist og tvö ríki fái að dafna hlið við hlið. Það er löngu útséð um að tvíhliða viðræður Ísraels og Palestínu skila engu. Þar er aflsmunur allt of mikill og þótt öll pólitísk öfl Palestínumanna séu reiðubúin að viðurkenna Ísrael, þá er það ekki gagnkvæmt. Ísrael viðurkennir ekki Palestínu. Fleiri ríki verða að koma til og Sameinuðu þjóðirnar þurfa að taka á sínum stóra, hver og ein og allar saman, og sjá til þess að palestínska þjóðin fái notið réttar síns til frelsis og mannréttinda. Annars fæst ekki varanlegur friður. Viðurkenning Íslands á Palestínu er mikilvægt framlag sem hafa mun áhrif á hin Norðurlöndin og víðar og flýta því að þau geri slíkt og hið sama og bætist í hóp þeirra 132 ríkja sem nú þegar viðurkenna Palestínu. Það er góð jólakveðja til Betlehem sem gleðja mun Palestínumenn hvarvetna og efla vonir um frið og frelsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það tóku flestir undir með kórnum á aðventukvöldinu þegar við sungum Bjart er yfir Betlehem. Í mörg ár hef ég ekki getað annað en hugsað til þess hvert öfugmæli vísuorðið er, þegar horft er til hernáms á fæðingarborg frelsarans og hvað íbúarnir hafa mátt búa við árum og áratugum saman. Nú er Betlehem umlukin níu metra háum múr, fólkið innilokað og niðurlægt á degi hverjum af hernámsliði og landtökufólki sem verður æ árásargjarnara á Vesturbakkanum. Umheimurinn hefur um langt skeið fylgst næsta aðgerðarlaus með því hvernig palestínska þjóðin hefur mátt líða fyrir hernámið, bæði íbúar á herteknu svæðunum, Palestínumenn sem eru búsettir í Ísrael og síðast en ekki síst þær milljónir sem eru landflótta og hírast án ríkisfangs í nærliggjandi löndum. En kristnir íbúar Betlehem sem og aðrir hafa þrátt fyrir allt ekki gefið upp vonina sem tengist aðventu og jólum. Það er von um frelsi og frið. Íslendingar hafa þessa dagana tækifæri til að efla þessar vonir meðbræðra sinna í Palestínu og er þess vænst að Alþingi hafi í dag samþykkt þingsályktun um að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki innan landamæranna frá því fyrir Sex daga stríðið árið 1967. Sjálfstæðisyfirlýsingin kom til sögunnar árið 1988 og þá þegar viðurkenndi meirihluti þjóða heims Palestínu. Á það er sjaldan minnst að þessi yfirlýsing felur ekki síður í sér viðurkenningu á Ísraelsríki á nærri 80% upphaflegrar Palestínu, landsins sem Sameinuðu þjóðirnar lögðu til að skipt yrði til helminga milli gyðinga og araba þann 29. nóvember 1947. Nú þegar 64 ár eru liðin og Palestínumenn reiðubúnir til að axla ábyrgð og njóta réttar sem frjálst og fullvalda ríki, þá gera þeir aðeins kröfu til fimmtungs lands síns, tæplega helmings af þeim helmingi sem þeim var ætlaður af SÞ. En þessi mikla eftirgjöf og sáttavilji dugir ekki öllum, að minnsta kosti ekki hernámsveldinu, en þar vilja ráðandi öfl helst engu sleppa. Á endanum verður að fara samningaleið, þótt hún virðist ófær eins og er, á meðan Ísraelsríki herðir á landtökunni og ógnar með frekari árásum. Átylla þeirra er umsókn Palestínu að SÞ. Stríði er líka hótað ef sættir nást milli ríkjandi fylkinga á Gaza og Vesturbakkanum. Þó er næsta augljóst að þær sættir eru forsenda þess að raunverulegar friðarviðræður geti hafist og tvö ríki fái að dafna hlið við hlið. Það er löngu útséð um að tvíhliða viðræður Ísraels og Palestínu skila engu. Þar er aflsmunur allt of mikill og þótt öll pólitísk öfl Palestínumanna séu reiðubúin að viðurkenna Ísrael, þá er það ekki gagnkvæmt. Ísrael viðurkennir ekki Palestínu. Fleiri ríki verða að koma til og Sameinuðu þjóðirnar þurfa að taka á sínum stóra, hver og ein og allar saman, og sjá til þess að palestínska þjóðin fái notið réttar síns til frelsis og mannréttinda. Annars fæst ekki varanlegur friður. Viðurkenning Íslands á Palestínu er mikilvægt framlag sem hafa mun áhrif á hin Norðurlöndin og víðar og flýta því að þau geri slíkt og hið sama og bætist í hóp þeirra 132 ríkja sem nú þegar viðurkenna Palestínu. Það er góð jólakveðja til Betlehem sem gleðja mun Palestínumenn hvarvetna og efla vonir um frið og frelsi.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar