Bjart er yfir Betlehem Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 29. nóvember 2011 06:00 Það tóku flestir undir með kórnum á aðventukvöldinu þegar við sungum Bjart er yfir Betlehem. Í mörg ár hef ég ekki getað annað en hugsað til þess hvert öfugmæli vísuorðið er, þegar horft er til hernáms á fæðingarborg frelsarans og hvað íbúarnir hafa mátt búa við árum og áratugum saman. Nú er Betlehem umlukin níu metra háum múr, fólkið innilokað og niðurlægt á degi hverjum af hernámsliði og landtökufólki sem verður æ árásargjarnara á Vesturbakkanum. Umheimurinn hefur um langt skeið fylgst næsta aðgerðarlaus með því hvernig palestínska þjóðin hefur mátt líða fyrir hernámið, bæði íbúar á herteknu svæðunum, Palestínumenn sem eru búsettir í Ísrael og síðast en ekki síst þær milljónir sem eru landflótta og hírast án ríkisfangs í nærliggjandi löndum. En kristnir íbúar Betlehem sem og aðrir hafa þrátt fyrir allt ekki gefið upp vonina sem tengist aðventu og jólum. Það er von um frelsi og frið. Íslendingar hafa þessa dagana tækifæri til að efla þessar vonir meðbræðra sinna í Palestínu og er þess vænst að Alþingi hafi í dag samþykkt þingsályktun um að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki innan landamæranna frá því fyrir Sex daga stríðið árið 1967. Sjálfstæðisyfirlýsingin kom til sögunnar árið 1988 og þá þegar viðurkenndi meirihluti þjóða heims Palestínu. Á það er sjaldan minnst að þessi yfirlýsing felur ekki síður í sér viðurkenningu á Ísraelsríki á nærri 80% upphaflegrar Palestínu, landsins sem Sameinuðu þjóðirnar lögðu til að skipt yrði til helminga milli gyðinga og araba þann 29. nóvember 1947. Nú þegar 64 ár eru liðin og Palestínumenn reiðubúnir til að axla ábyrgð og njóta réttar sem frjálst og fullvalda ríki, þá gera þeir aðeins kröfu til fimmtungs lands síns, tæplega helmings af þeim helmingi sem þeim var ætlaður af SÞ. En þessi mikla eftirgjöf og sáttavilji dugir ekki öllum, að minnsta kosti ekki hernámsveldinu, en þar vilja ráðandi öfl helst engu sleppa. Á endanum verður að fara samningaleið, þótt hún virðist ófær eins og er, á meðan Ísraelsríki herðir á landtökunni og ógnar með frekari árásum. Átylla þeirra er umsókn Palestínu að SÞ. Stríði er líka hótað ef sættir nást milli ríkjandi fylkinga á Gaza og Vesturbakkanum. Þó er næsta augljóst að þær sættir eru forsenda þess að raunverulegar friðarviðræður geti hafist og tvö ríki fái að dafna hlið við hlið. Það er löngu útséð um að tvíhliða viðræður Ísraels og Palestínu skila engu. Þar er aflsmunur allt of mikill og þótt öll pólitísk öfl Palestínumanna séu reiðubúin að viðurkenna Ísrael, þá er það ekki gagnkvæmt. Ísrael viðurkennir ekki Palestínu. Fleiri ríki verða að koma til og Sameinuðu þjóðirnar þurfa að taka á sínum stóra, hver og ein og allar saman, og sjá til þess að palestínska þjóðin fái notið réttar síns til frelsis og mannréttinda. Annars fæst ekki varanlegur friður. Viðurkenning Íslands á Palestínu er mikilvægt framlag sem hafa mun áhrif á hin Norðurlöndin og víðar og flýta því að þau geri slíkt og hið sama og bætist í hóp þeirra 132 ríkja sem nú þegar viðurkenna Palestínu. Það er góð jólakveðja til Betlehem sem gleðja mun Palestínumenn hvarvetna og efla vonir um frið og frelsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það tóku flestir undir með kórnum á aðventukvöldinu þegar við sungum Bjart er yfir Betlehem. Í mörg ár hef ég ekki getað annað en hugsað til þess hvert öfugmæli vísuorðið er, þegar horft er til hernáms á fæðingarborg frelsarans og hvað íbúarnir hafa mátt búa við árum og áratugum saman. Nú er Betlehem umlukin níu metra háum múr, fólkið innilokað og niðurlægt á degi hverjum af hernámsliði og landtökufólki sem verður æ árásargjarnara á Vesturbakkanum. Umheimurinn hefur um langt skeið fylgst næsta aðgerðarlaus með því hvernig palestínska þjóðin hefur mátt líða fyrir hernámið, bæði íbúar á herteknu svæðunum, Palestínumenn sem eru búsettir í Ísrael og síðast en ekki síst þær milljónir sem eru landflótta og hírast án ríkisfangs í nærliggjandi löndum. En kristnir íbúar Betlehem sem og aðrir hafa þrátt fyrir allt ekki gefið upp vonina sem tengist aðventu og jólum. Það er von um frelsi og frið. Íslendingar hafa þessa dagana tækifæri til að efla þessar vonir meðbræðra sinna í Palestínu og er þess vænst að Alþingi hafi í dag samþykkt þingsályktun um að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki innan landamæranna frá því fyrir Sex daga stríðið árið 1967. Sjálfstæðisyfirlýsingin kom til sögunnar árið 1988 og þá þegar viðurkenndi meirihluti þjóða heims Palestínu. Á það er sjaldan minnst að þessi yfirlýsing felur ekki síður í sér viðurkenningu á Ísraelsríki á nærri 80% upphaflegrar Palestínu, landsins sem Sameinuðu þjóðirnar lögðu til að skipt yrði til helminga milli gyðinga og araba þann 29. nóvember 1947. Nú þegar 64 ár eru liðin og Palestínumenn reiðubúnir til að axla ábyrgð og njóta réttar sem frjálst og fullvalda ríki, þá gera þeir aðeins kröfu til fimmtungs lands síns, tæplega helmings af þeim helmingi sem þeim var ætlaður af SÞ. En þessi mikla eftirgjöf og sáttavilji dugir ekki öllum, að minnsta kosti ekki hernámsveldinu, en þar vilja ráðandi öfl helst engu sleppa. Á endanum verður að fara samningaleið, þótt hún virðist ófær eins og er, á meðan Ísraelsríki herðir á landtökunni og ógnar með frekari árásum. Átylla þeirra er umsókn Palestínu að SÞ. Stríði er líka hótað ef sættir nást milli ríkjandi fylkinga á Gaza og Vesturbakkanum. Þó er næsta augljóst að þær sættir eru forsenda þess að raunverulegar friðarviðræður geti hafist og tvö ríki fái að dafna hlið við hlið. Það er löngu útséð um að tvíhliða viðræður Ísraels og Palestínu skila engu. Þar er aflsmunur allt of mikill og þótt öll pólitísk öfl Palestínumanna séu reiðubúin að viðurkenna Ísrael, þá er það ekki gagnkvæmt. Ísrael viðurkennir ekki Palestínu. Fleiri ríki verða að koma til og Sameinuðu þjóðirnar þurfa að taka á sínum stóra, hver og ein og allar saman, og sjá til þess að palestínska þjóðin fái notið réttar síns til frelsis og mannréttinda. Annars fæst ekki varanlegur friður. Viðurkenning Íslands á Palestínu er mikilvægt framlag sem hafa mun áhrif á hin Norðurlöndin og víðar og flýta því að þau geri slíkt og hið sama og bætist í hóp þeirra 132 ríkja sem nú þegar viðurkenna Palestínu. Það er góð jólakveðja til Betlehem sem gleðja mun Palestínumenn hvarvetna og efla vonir um frið og frelsi.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun