Sniðugar nauðganir Sæunn Ólafsdóttir skrifar 28. nóvember 2011 09:00 Fyrir mörgum árum var ég skiptinemi við háskóla í Madríd þar sem ég bjó í tæpt ár. Eitt sinn var mér boðið á kynningarkvöld á skemmtistað í miðborginni þar sem ætlunin var að skiptinemarnir hittust og kynntust betur. Allir fengu afhenta stóra límmiða með nafni og heimalandi til að líma á bringuna. Við drukkum og ræddum heimsmálin, dönsuðum og skemmtum okkur þangað til fleira fólk tók að fylla skemmtistaðinn. Hópurinn minn hafði tvístrast en ákveðið að hittast á bar neðar í götunni. Ég ákvað að bregða mér fyrst á salernið. Það var upptekið. Á meðan ég beið á ganginum fóru framhjá mér þrír menn í hóp. Sá fremsti þeirra gjóaði á mig augunum þegar hann gekk hjá, staðnæmdist og sneri aftur til mín. -Islandia? spurði hann og studdi vísifingri á límmiðann á bringunni á mér. Ég kinkaði kolli. Hann þagði og starði glottandi á mig svolitla stund. Félagar hans stóðu þögulir hjá. -Finnst þér gott að ríða? spurði hann á spænsku. Ég stirðnaði. Gat verið að ég hefði heyrt rétt? Var hann virkilega að spyrja að þessu? Ég svaraði engu. Vinirnir flissuðu. - Finnst - þér - gott - að - ríða? spurði hann aftur. Hann glotti ekki lengur. Hann talaði hátt og ógnandi og lagði áherslu á hvert orð með því að pota í bringuna á mér. Ég skrælnaði í munninum af stressi. Hann minnti mig á hákarl. Ég ákvað að bíða ekki lengur eftir salerninu en snerist á hæli í leit að félögum mínum sem reyndust hvergi sjáanlegir. Hákarlinn elti í hæfilegri fjarlægð og vinum hans fjölgaði um tvo. Hann benti þeim á mig. Þegar hann sá mig horfa í átt til þeirra greip hann um klofið á sér og fór hamförum í leikrænum tilburðum. Vinum hans fannst hann brjálæðislega fyndinn. Í örvæntingu æddi ég á milli hæða í leit að kunnuglegu andliti. Hákarlarnir eltu. Einn birtist skyndilega fyrir framan mig og sagði eitthvað um brjóstin á mér. Annar setti vísifingur og löngutöng upp að andlitinu og rak tunguna á milli. Ég komst að þeirri óhugnanlegu niðurstöðu að vinir mínir hefðu farið án mín. Ég yrði að sæta lagi. Þegar ég missti hákarlana úr augsýn eitt augnablik stökk ég út um dyrnar og hraðaði mér á barinn neðar í götunni. Ég var með hjartslátt og ég skalf. Þetta var ekki löng ganga, en þegar ég var hálfnuð heyrði ég kallað á eftir mér. - Hei! Islandia! Stoppaðu! Við þurfum að tala við þig! Ég leit við og sá að hákarlarnir voru komnir út. Ég tók á sprett og hljóp sem fætur toguðu niður þrönga götuna. Þeir nálguðust hratt en ég hafði sem betur fer forskotið sem þurfti. Ég komst inn á barinn áður en þeir náðu mér. Máttlaus og skjálfandi af ótta lyppaðist ég niður á stól hjá nokkrum vinum mínum sem voru uppteknir í sínu skvaldri. Hákarlarnir eltu mig ekki inn, en ég get ekki hugsað til enda hvað hefði gerst ef þeir hefðu náð mér. Þetta löngu liðna atvik rifjaðist upp fyrir mér þegar ég varð vör við umræðu um umdeilda fésbókarsíðu sem bar einmitt yfirskriftina: „You know she"s playing hard to get when you‘re chasing her down an alleyway.“ Þar höfðu nauðgarar og nauðgaravinir fundið sér athvarf. Fésbók þráaðist við að loka síðunni því hún var bara grínsíða. Það er nefnilega það. Ef mennirnir sem eltu mig þarna um árið hefðu verið spurðir hvað þeim hefði gengið til með því að atast svona í mér er ég einmitt nokkuð viss um að þeir hefðu sagst vera að grínast. Og þeir hefðu auðveldlega komist upp með þá skýringu. „Strákar verða alltaf strákar“ er viðkvæðið, þeir yppta öxlum og halda áfram að grínast. Og einhvers staðar fengu þeir þá hugmynd að þetta væri í lagi. Nýlega kom út ferðahandbók þar sem íslenskum konum er enn á ný lýst sem „lauslátum yfir meðallagi“ og gefur höfundur karlkyns ferðamönnum vafasöm ráð um hvernig megi stofna til skyndikynna með þeim. Þar skipaði höfundur sér í fjölmennan hóp manna sem hafa látið sér detta í hug að misnota og græða peninga á frjálslyndu viðhorfi íslenskra kvenna til kynlífs. Menning okkar hefur á furðulegan hátt hrært saman hugmyndum um skemmtun, kynlíf, ofbeldi og konur í óskiljanlegan graut sem síðan er óspart notaður til að selja vörur og afþreyingu. Grautnum er smurt yfir félagslegu mörkin sem skilja rétt frá röngu svo að enginn veit lengur hvar gamanið endar og ofbeldið byrjar. Konur njóta kynlífs. Um það þarf enginn að efast. Kynfrelsi kvenna er hins vegar þeirra einna að ráðstafa. Konur njóta kynlífs á sínum eigin forsendum, ekki forsendum þeirra sem vilja selja eitthvert drasl. Að markaðssetja konur líkt og hluti eða veiðibráð, sneydda sjálfstæðum vilja eða neitunarvaldi, er ekki einungis aðför að kynfrelsi þeirra. Það er beinlínis stórhættulegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Saman erum við STERK gegn vændi Þrátt fyrir að langflestir karlmenn kaupi aldrei vændi er vændismarkaðurinn stór hér heima og erlendis. Norrænar rannsóknir sýna að 14% danskra karla og 13% norskra karla 18 ára og eldri kaupi eða hafi keypt vændi einhvern tímann á ævinni. Svipaðar tölur voru einnig í Svíþjóð áður en Svíar bönnuðu vændiskaup 1999. 26. nóvember 2011 09:15 Um „sanna“ karlmennsku Í byrjun árs fór ég í ræktina, nokkrum kílóum of þungur, með ipodinn stútfullan af fyrirlestrum frá ýmsum þeim frumkvöðlum sem vefsíðan TED (www.ted.com) hefur upp á að bjóða, ákveðinn í að læra eitthvað. Auk þess að læra það að líkamsræktarstöðvar landsins eru troðfullar í janúar hlustaði ég á einn magnaðasta fyrirlestur sem ég hef nokkurn tímann heyrt og öðlaðist í framhaldinu dýrmæta vitneskju. Ég hef hlustað á hann reglulega síðan, hugsað mikið um og kynnt mér boðskapinn og minnst á hann í spjalli við mann og annan. 27. nóvember 2011 09:00 Er húsfriður ein mannarættur? Spurningin útleggst á íslensku sem „Er heimilisfriður mannréttindi?“. Kvinnuhúsið í Færeyjum, sem er athvarf fyrir konur og börn sem búa við ofbeldi á heimilum, spurði þessarar spurningar fyrir nokkrum árum í auglýsingaherferð gegn kynbundnu ofbeldi. Spurningunni má hiklaust svara játandi. Þótt skammt sé liðið síðan litið var á ofbeldi í nánum samböndum, oftast karla gegn konum sínum og jafnvel börnum, sem einkamál er nú almennt litið svo á að ríki beri samfélagslega ábyrgð gagnvart þeim glæp sem ofbeldi á heimilum er. 25. nóvember 2011 06:00 Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir mörgum árum var ég skiptinemi við háskóla í Madríd þar sem ég bjó í tæpt ár. Eitt sinn var mér boðið á kynningarkvöld á skemmtistað í miðborginni þar sem ætlunin var að skiptinemarnir hittust og kynntust betur. Allir fengu afhenta stóra límmiða með nafni og heimalandi til að líma á bringuna. Við drukkum og ræddum heimsmálin, dönsuðum og skemmtum okkur þangað til fleira fólk tók að fylla skemmtistaðinn. Hópurinn minn hafði tvístrast en ákveðið að hittast á bar neðar í götunni. Ég ákvað að bregða mér fyrst á salernið. Það var upptekið. Á meðan ég beið á ganginum fóru framhjá mér þrír menn í hóp. Sá fremsti þeirra gjóaði á mig augunum þegar hann gekk hjá, staðnæmdist og sneri aftur til mín. -Islandia? spurði hann og studdi vísifingri á límmiðann á bringunni á mér. Ég kinkaði kolli. Hann þagði og starði glottandi á mig svolitla stund. Félagar hans stóðu þögulir hjá. -Finnst þér gott að ríða? spurði hann á spænsku. Ég stirðnaði. Gat verið að ég hefði heyrt rétt? Var hann virkilega að spyrja að þessu? Ég svaraði engu. Vinirnir flissuðu. - Finnst - þér - gott - að - ríða? spurði hann aftur. Hann glotti ekki lengur. Hann talaði hátt og ógnandi og lagði áherslu á hvert orð með því að pota í bringuna á mér. Ég skrælnaði í munninum af stressi. Hann minnti mig á hákarl. Ég ákvað að bíða ekki lengur eftir salerninu en snerist á hæli í leit að félögum mínum sem reyndust hvergi sjáanlegir. Hákarlinn elti í hæfilegri fjarlægð og vinum hans fjölgaði um tvo. Hann benti þeim á mig. Þegar hann sá mig horfa í átt til þeirra greip hann um klofið á sér og fór hamförum í leikrænum tilburðum. Vinum hans fannst hann brjálæðislega fyndinn. Í örvæntingu æddi ég á milli hæða í leit að kunnuglegu andliti. Hákarlarnir eltu. Einn birtist skyndilega fyrir framan mig og sagði eitthvað um brjóstin á mér. Annar setti vísifingur og löngutöng upp að andlitinu og rak tunguna á milli. Ég komst að þeirri óhugnanlegu niðurstöðu að vinir mínir hefðu farið án mín. Ég yrði að sæta lagi. Þegar ég missti hákarlana úr augsýn eitt augnablik stökk ég út um dyrnar og hraðaði mér á barinn neðar í götunni. Ég var með hjartslátt og ég skalf. Þetta var ekki löng ganga, en þegar ég var hálfnuð heyrði ég kallað á eftir mér. - Hei! Islandia! Stoppaðu! Við þurfum að tala við þig! Ég leit við og sá að hákarlarnir voru komnir út. Ég tók á sprett og hljóp sem fætur toguðu niður þrönga götuna. Þeir nálguðust hratt en ég hafði sem betur fer forskotið sem þurfti. Ég komst inn á barinn áður en þeir náðu mér. Máttlaus og skjálfandi af ótta lyppaðist ég niður á stól hjá nokkrum vinum mínum sem voru uppteknir í sínu skvaldri. Hákarlarnir eltu mig ekki inn, en ég get ekki hugsað til enda hvað hefði gerst ef þeir hefðu náð mér. Þetta löngu liðna atvik rifjaðist upp fyrir mér þegar ég varð vör við umræðu um umdeilda fésbókarsíðu sem bar einmitt yfirskriftina: „You know she"s playing hard to get when you‘re chasing her down an alleyway.“ Þar höfðu nauðgarar og nauðgaravinir fundið sér athvarf. Fésbók þráaðist við að loka síðunni því hún var bara grínsíða. Það er nefnilega það. Ef mennirnir sem eltu mig þarna um árið hefðu verið spurðir hvað þeim hefði gengið til með því að atast svona í mér er ég einmitt nokkuð viss um að þeir hefðu sagst vera að grínast. Og þeir hefðu auðveldlega komist upp með þá skýringu. „Strákar verða alltaf strákar“ er viðkvæðið, þeir yppta öxlum og halda áfram að grínast. Og einhvers staðar fengu þeir þá hugmynd að þetta væri í lagi. Nýlega kom út ferðahandbók þar sem íslenskum konum er enn á ný lýst sem „lauslátum yfir meðallagi“ og gefur höfundur karlkyns ferðamönnum vafasöm ráð um hvernig megi stofna til skyndikynna með þeim. Þar skipaði höfundur sér í fjölmennan hóp manna sem hafa látið sér detta í hug að misnota og græða peninga á frjálslyndu viðhorfi íslenskra kvenna til kynlífs. Menning okkar hefur á furðulegan hátt hrært saman hugmyndum um skemmtun, kynlíf, ofbeldi og konur í óskiljanlegan graut sem síðan er óspart notaður til að selja vörur og afþreyingu. Grautnum er smurt yfir félagslegu mörkin sem skilja rétt frá röngu svo að enginn veit lengur hvar gamanið endar og ofbeldið byrjar. Konur njóta kynlífs. Um það þarf enginn að efast. Kynfrelsi kvenna er hins vegar þeirra einna að ráðstafa. Konur njóta kynlífs á sínum eigin forsendum, ekki forsendum þeirra sem vilja selja eitthvert drasl. Að markaðssetja konur líkt og hluti eða veiðibráð, sneydda sjálfstæðum vilja eða neitunarvaldi, er ekki einungis aðför að kynfrelsi þeirra. Það er beinlínis stórhættulegt.
Saman erum við STERK gegn vændi Þrátt fyrir að langflestir karlmenn kaupi aldrei vændi er vændismarkaðurinn stór hér heima og erlendis. Norrænar rannsóknir sýna að 14% danskra karla og 13% norskra karla 18 ára og eldri kaupi eða hafi keypt vændi einhvern tímann á ævinni. Svipaðar tölur voru einnig í Svíþjóð áður en Svíar bönnuðu vændiskaup 1999. 26. nóvember 2011 09:15
Um „sanna“ karlmennsku Í byrjun árs fór ég í ræktina, nokkrum kílóum of þungur, með ipodinn stútfullan af fyrirlestrum frá ýmsum þeim frumkvöðlum sem vefsíðan TED (www.ted.com) hefur upp á að bjóða, ákveðinn í að læra eitthvað. Auk þess að læra það að líkamsræktarstöðvar landsins eru troðfullar í janúar hlustaði ég á einn magnaðasta fyrirlestur sem ég hef nokkurn tímann heyrt og öðlaðist í framhaldinu dýrmæta vitneskju. Ég hef hlustað á hann reglulega síðan, hugsað mikið um og kynnt mér boðskapinn og minnst á hann í spjalli við mann og annan. 27. nóvember 2011 09:00
Er húsfriður ein mannarættur? Spurningin útleggst á íslensku sem „Er heimilisfriður mannréttindi?“. Kvinnuhúsið í Færeyjum, sem er athvarf fyrir konur og börn sem búa við ofbeldi á heimilum, spurði þessarar spurningar fyrir nokkrum árum í auglýsingaherferð gegn kynbundnu ofbeldi. Spurningunni má hiklaust svara játandi. Þótt skammt sé liðið síðan litið var á ofbeldi í nánum samböndum, oftast karla gegn konum sínum og jafnvel börnum, sem einkamál er nú almennt litið svo á að ríki beri samfélagslega ábyrgð gagnvart þeim glæp sem ofbeldi á heimilum er. 25. nóvember 2011 06:00
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun