Fyrirsætunnar Loulou de la Falaise minnst 29. nóvember 2011 22:00 Falaise og fatahönnuðurinn Yves Saint Laurent voru vinir alla ævi. Hér sjást þau saman árið 1990. Nordicphotos/Getty Tískuíkonið Loulou de la Falaise lést í byrjun mánaðarins aðeins 63 ára að aldri. Falaise var músa, samstarfskona og ein besta vinkona hönnuðarins Yves Saint Laurent, sem hannaði Le Smoking-kvenjakkafötin fyrir áhrif frá henni. Falaise var dóttir bresku fyrirsætunnar Maxime de la Falaise og fransks hefðarmanns og starfaði sjálf sem fyrirsæta um hríð og sat meðal annars fyrir í bandaríska Vogue. Hún hannaði lengi skartgripi fyrir tískuhúsið YSL en eftir að vinur hennar, Yves Saint Laurent, settist í helgan stein kom Falaise á laggirnar eigin fylgihlutalínu sem vakti mikla athygli meðal tískuunnenda. Tímaritið Women's Wear Daily segir frá því að Falaise hafi greinst með krabbamein í júlí í fyrra en haldið fréttunum frá fjölmiðlum. Fréttir af andláti hennar komu því mörgum á óvart enda virtist Falaise hraust og heilbrigð. Falaise lætur eftir sig eina dóttur, Önnu. Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Hittast á laun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Fleiri fréttir Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
Tískuíkonið Loulou de la Falaise lést í byrjun mánaðarins aðeins 63 ára að aldri. Falaise var músa, samstarfskona og ein besta vinkona hönnuðarins Yves Saint Laurent, sem hannaði Le Smoking-kvenjakkafötin fyrir áhrif frá henni. Falaise var dóttir bresku fyrirsætunnar Maxime de la Falaise og fransks hefðarmanns og starfaði sjálf sem fyrirsæta um hríð og sat meðal annars fyrir í bandaríska Vogue. Hún hannaði lengi skartgripi fyrir tískuhúsið YSL en eftir að vinur hennar, Yves Saint Laurent, settist í helgan stein kom Falaise á laggirnar eigin fylgihlutalínu sem vakti mikla athygli meðal tískuunnenda. Tímaritið Women's Wear Daily segir frá því að Falaise hafi greinst með krabbamein í júlí í fyrra en haldið fréttunum frá fjölmiðlum. Fréttir af andláti hennar komu því mörgum á óvart enda virtist Falaise hraust og heilbrigð. Falaise lætur eftir sig eina dóttur, Önnu.
Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Hittast á laun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Fleiri fréttir Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira