Íslenski boltinn

Heiðar stendur við ákvörðunina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heiðar Helguson.
Heiðar Helguson. Mynd/Valli
Heiðar Helguson segir ólíklegt að hann muni gefa aftur kost á sér í íslenska landsliðið en síðast spilaði hann í 4-0 tapi Íslands gegn Ungverjalandi í ágúst síðastliðnum.

„Ég held ekki,“ sagði hann spurður hvort komi til greina að gefa aftur kost á sér. „Ég held að þetta sé orðið ágætt. Við erum með unga og öfluga leikmenn sem eru margir hverjir tilbúnir til að taka við keflinu. Ég held að það sé réttur tími til að breyta til.“

Heiðar hitti Lars Lagerbäck, nýráðinn landsliðsþjálfara, að máli eftir leik Tottenham og QPR í lok október.

„Ég vissi ekki einu sinni að hann væri þarna. Ég rakst á hann frammi á gangi eftir leikinn og við ræddum málin í nokkrar mínútur. Meira var það ekki,“ sagði Heiðar við Fréttablaðið. Hann er 34 ára gamall og hefur skorað tólf mörk í 55 A-landsleikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×