Lars mun ræða aftur við Heiðar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. nóvember 2011 07:00 Lars Lagerbäck ætlar að spjalla betur við Heiðar Helguson síðar og athuga hvort hann fáist til að spila fyrir landsliðið á ný. Mynd/Vilhelm Heitasti íslenski knattspyrnumaðurinn um þessar mundir er Dalvíkingurinn Heiðar Helguson. Heiðar hefur farið algjörlega á kostum með liði sínu, QPR, í síðustu leikjum og skoraði meðal annars tvö mörk gegn Stoke um helgina. Alls er hann búinn að skora fimm mörk í síðustu fimm leikjum liðsins. Það eru talsverð meiðsli hjá framherjum landsliðsins um þessar mundir en bæði Kolbeinn Sigþórsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru fótbrotnir og spila ekki aftur fyrr en einhvern tíma á næsta ári. Heiðar tilkynnti í lok september að hann væri hættur að leika með íslenska landsliðinu. Framherjinn er orðinn 34 ára gamall og vill einbeita sér að því að spila fyrir félag sitt. Frábær frammistaða hans upp á síðkastið hefur aftur á móti orðið þess valdandi að margir vilja sjá Heiðar endurskoða afstöðu sína og taka fram landsliðsskóna á nýjan leik. Hinn nýráðni landsliðsþjálfari Íslands, Svíinn Lars Lagerbäck, hitti Heiðar á dögunum og ræddi þann möguleika við leikmanninn að spila áfram með landsliðinu. Landsliðsþjálfarinn fékk ekki jákvætt svar frá Heiðari þá en hann mun ræða við hann síðar um málið. „Ég var í London og ákvað að kíkja á völlinn. Þar sem Heiðar var að spila ákvað ég að kasta á hann kveðju eftir leikinn. Þetta var enginn fundur heldur stutt spjall svo við fórum ekkert almennilega yfir málin. Hann bauð mér aftur á móti að vera í sambandi við sig síðar og ég mun væntanlega gera það,“ sagði Lagerbäck í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég get ekki fullyrt neitt um hvort hann spili aftur fyrir landsliðið eða ekki. Maður veit líka aldrei með leikmenn þegar þeir komast á aldur. Ég mun ræða við hann. Auðvitað mun ég reyna að snúa honum ef ég tel mig geta notað hann. Það sama á samt við um Heiðar og aðra leikmenn að ef þeir hafa ekki 100 prósent áhuga á að spila fyrir landsliðið þá spila þeir ekki.“ Svíinn hefur ekki formlega störf fyrir KSÍ fyrr en um áramótin en hann er enn að vinna fyrir sænska knattspyrnusambandið. Hans starf fyrir KSÍ fer því ekki á fullt fyrr en eftir jól. „Ég hef ekki skipulagt að hitta neina leikmenn enn sem komið er. Ég hef verið í smá sambandi við Eið Smára en aðeins í gegnum tölvupóst. Um miðjan næsta mánuð mun ég fara í að skipuleggja ferðir til þess að hitta leikmenn,“ sagði Lagerbäck en hann kemur síðan til landsins fljótlega eftir áramót. „Þá mun ég hitta mitt samstarfsfólk og skipuleggja starfið betur. Ég mun einnig ræða við þjálfarana á Íslandi. Svo þarf að skipuleggja vináttulandsleiki þannig að það verður nóg að gera.“ Íslenski boltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Heitasti íslenski knattspyrnumaðurinn um þessar mundir er Dalvíkingurinn Heiðar Helguson. Heiðar hefur farið algjörlega á kostum með liði sínu, QPR, í síðustu leikjum og skoraði meðal annars tvö mörk gegn Stoke um helgina. Alls er hann búinn að skora fimm mörk í síðustu fimm leikjum liðsins. Það eru talsverð meiðsli hjá framherjum landsliðsins um þessar mundir en bæði Kolbeinn Sigþórsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru fótbrotnir og spila ekki aftur fyrr en einhvern tíma á næsta ári. Heiðar tilkynnti í lok september að hann væri hættur að leika með íslenska landsliðinu. Framherjinn er orðinn 34 ára gamall og vill einbeita sér að því að spila fyrir félag sitt. Frábær frammistaða hans upp á síðkastið hefur aftur á móti orðið þess valdandi að margir vilja sjá Heiðar endurskoða afstöðu sína og taka fram landsliðsskóna á nýjan leik. Hinn nýráðni landsliðsþjálfari Íslands, Svíinn Lars Lagerbäck, hitti Heiðar á dögunum og ræddi þann möguleika við leikmanninn að spila áfram með landsliðinu. Landsliðsþjálfarinn fékk ekki jákvætt svar frá Heiðari þá en hann mun ræða við hann síðar um málið. „Ég var í London og ákvað að kíkja á völlinn. Þar sem Heiðar var að spila ákvað ég að kasta á hann kveðju eftir leikinn. Þetta var enginn fundur heldur stutt spjall svo við fórum ekkert almennilega yfir málin. Hann bauð mér aftur á móti að vera í sambandi við sig síðar og ég mun væntanlega gera það,“ sagði Lagerbäck í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég get ekki fullyrt neitt um hvort hann spili aftur fyrir landsliðið eða ekki. Maður veit líka aldrei með leikmenn þegar þeir komast á aldur. Ég mun ræða við hann. Auðvitað mun ég reyna að snúa honum ef ég tel mig geta notað hann. Það sama á samt við um Heiðar og aðra leikmenn að ef þeir hafa ekki 100 prósent áhuga á að spila fyrir landsliðið þá spila þeir ekki.“ Svíinn hefur ekki formlega störf fyrir KSÍ fyrr en um áramótin en hann er enn að vinna fyrir sænska knattspyrnusambandið. Hans starf fyrir KSÍ fer því ekki á fullt fyrr en eftir jól. „Ég hef ekki skipulagt að hitta neina leikmenn enn sem komið er. Ég hef verið í smá sambandi við Eið Smára en aðeins í gegnum tölvupóst. Um miðjan næsta mánuð mun ég fara í að skipuleggja ferðir til þess að hitta leikmenn,“ sagði Lagerbäck en hann kemur síðan til landsins fljótlega eftir áramót. „Þá mun ég hitta mitt samstarfsfólk og skipuleggja starfið betur. Ég mun einnig ræða við þjálfarana á Íslandi. Svo þarf að skipuleggja vináttulandsleiki þannig að það verður nóg að gera.“
Íslenski boltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira