Í samstarf við tískurisa 18. nóvember 2011 13:00 Hugrún Dögg Árnadóttir og Magni Þorsteinsson hjá Kron by Kronkron eru hæstánægð með samstarfið við franska fyrirtækið Mariu Luisu. Fréttablaðið/Valli „Þetta hefur alveg gríðarlega þýðingu fyrir okkur markaðslega séð og á vafalaust eftir að opna margar dyr. Fyrir okkur sem hönnunarfyrirtæki hefur auðvitað líka heilmikið að segja að vera sett í hóp með jafn áhrifaríkum hönnuðum. Hvað þá ef þeir eru valdir af leiðandi fyrirtæki eins og Mariu Luisu.“ Þetta segir Magni Þorsteinsson, annar eigenda Kron by Kronkron sem er komið í samstarf við franska tískurisann Mariu Luisu um hönnun, framleiðslu og sölu á skóm. Skórnir verða hluti af línu sem fyrirtækið lét hanna sérstaklega fyrir vefverslun sína 3suisses sem er sú stærsta í Frakklandi. Línan samanstendur af hlutum úr smiðju nokkurra af nafntoguðustu hönnuðum heims, Jonathans Saunders, Bernhards Willhelm, Yazbukey, Richards Nicoll og fleiri. Hún verður kynnt til sögunnar í lok mánaðarins og kemur á markað eftir áramót. „Maria Luisa er ávallt með puttann á púlsinum og ákvað að leiða saman krafta fólks sem fyrirtækinu þykir skara fram úr í hönnun í því skyni að vekja athygli almennings á tísku. Það hefur lengi haft augastað á Kron by Kronkron vegna einstakrar og spennandi hönnunar og bauð okkur þess vegna að vera með í að setja saman þessa línu fyrir 3suisses,“ segir Magni en útkoman verður í anda þeirrar skótísku sem Kron by Kronkron hefur getið sér gott orð fyrir; litrík, tímalaus og þægileg. Magni tekur þó fram að ekki sé eins mikið lagt upp úr smáatriðum og fjölda lita og áður þar sem skórnir komi til með að fara í fjöldaframleiðslu. „Enda hugsaðir fyrir miklu stærri markað þar sem vefverslun Mariu Luisu, 3suisses, er gríðarlega stór,“ bendir hann á og bætir við að Maria Luisa muni síðan að auki hefja sölu á aðallínu Kron by Kronkron í verslunum sínum í Asíu, það er í Hong Kong, Qatar og víðar eftir áramót. „Asíumarkaður hefur einmitt reynst okkur rosalega vel í gegnum tíðina,“ nefnir hann. roald@frettabladid.is Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Þetta hefur alveg gríðarlega þýðingu fyrir okkur markaðslega séð og á vafalaust eftir að opna margar dyr. Fyrir okkur sem hönnunarfyrirtæki hefur auðvitað líka heilmikið að segja að vera sett í hóp með jafn áhrifaríkum hönnuðum. Hvað þá ef þeir eru valdir af leiðandi fyrirtæki eins og Mariu Luisu.“ Þetta segir Magni Þorsteinsson, annar eigenda Kron by Kronkron sem er komið í samstarf við franska tískurisann Mariu Luisu um hönnun, framleiðslu og sölu á skóm. Skórnir verða hluti af línu sem fyrirtækið lét hanna sérstaklega fyrir vefverslun sína 3suisses sem er sú stærsta í Frakklandi. Línan samanstendur af hlutum úr smiðju nokkurra af nafntoguðustu hönnuðum heims, Jonathans Saunders, Bernhards Willhelm, Yazbukey, Richards Nicoll og fleiri. Hún verður kynnt til sögunnar í lok mánaðarins og kemur á markað eftir áramót. „Maria Luisa er ávallt með puttann á púlsinum og ákvað að leiða saman krafta fólks sem fyrirtækinu þykir skara fram úr í hönnun í því skyni að vekja athygli almennings á tísku. Það hefur lengi haft augastað á Kron by Kronkron vegna einstakrar og spennandi hönnunar og bauð okkur þess vegna að vera með í að setja saman þessa línu fyrir 3suisses,“ segir Magni en útkoman verður í anda þeirrar skótísku sem Kron by Kronkron hefur getið sér gott orð fyrir; litrík, tímalaus og þægileg. Magni tekur þó fram að ekki sé eins mikið lagt upp úr smáatriðum og fjölda lita og áður þar sem skórnir komi til með að fara í fjöldaframleiðslu. „Enda hugsaðir fyrir miklu stærri markað þar sem vefverslun Mariu Luisu, 3suisses, er gríðarlega stór,“ bendir hann á og bætir við að Maria Luisa muni síðan að auki hefja sölu á aðallínu Kron by Kronkron í verslunum sínum í Asíu, það er í Hong Kong, Qatar og víðar eftir áramót. „Asíumarkaður hefur einmitt reynst okkur rosalega vel í gegnum tíðina,“ nefnir hann. roald@frettabladid.is
Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira