Annir hjá Vælubílnum Sif Sigmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2011 06:00 Þegar David Lowe, breskur leikari búsettur í Frakklandi, setti á sig kúluhattinn og hélt til vinnu einn bjartan dag í júní síðastliðnum benti fátt til þess að dagurinn yrði frábrugðinn öðrum. David hafði að atvinnu að leika kómíska útgáfu af hinum „steríótýpíska" Breta – blöndu af Karli Bretaprins, Mr. Bean og Churchill – Frökkum til kátínu. Þennan tiltekna júnídag var Frökkum hins vegar ekki hlátur í hug. David hafði verið ráðinn til að látast vera breskur kokkur á matarmarkaði í þorpinu Castelnaudary. Hann skyldi kynna breska útgáfu af hinni frægu frönsku „cassoulet" kássu, m.a. með marmelaðibragði. Uppátækið var grín kássuframleiðanda á staðnum, sem hugðist taka hlátrasköll markaðsgesta upp á falda myndavél og nota í auglýsingu. Myndefnið varð þó annað. Er David sagði brandara um að breska kássan væri þeirri frönsku æðri því hún ylli ekki jafnmiklum vindgangi var engum skemmt. En þegar hann ýjaði að því að hún væri upphaflega bresk en ekki frönsk ætlaði allt um koll að keyra. Karlmenn veittust að leikaranum. Konur, börn og ellilífeyrisþegar hreyttu í hann fúkyrðum. David átti fótum sínum fjör að launa. Um síðustu helgi skrifaði Atli Fannar Bjarkason bakþanka í Fréttablaðið þar sem hann segist ekki ætla að kaupa Neyðarkall björgunarsveitanna í ár, m.a. vegna þess að hann getur keypt lyklakippu sem rúmar „helmingi fleiri lykla á helmingi lægra verði í næstu lágvöruverðsverslun". Pistillinn er augljóst grín. Kaldhæðni 101. Margir tóku skrifin hins vegar óstinnt upp. Það er engin tilviljun að hugtakið „Vælubíllinn" fór sem eldur um sinu í sömu andrá og góðærið fuðraði upp. Ísland eftirhrunsáranna einkennist af krónískri sjálfsvorkunn í bland við nístandi skinhelgi sem endurspeglast í algjörum skorti á kímnigáfu. Þjóðin hefur verið fórnarlambsvædd. Enginn er maður með mönnum nema hann hafi yfir einhverju að „væla": Karlmenn eru ofsóttir af nokkrum ungmeyjum sem kenna sig við femínisma; skattgreiðendur eru píndir til þess eins að Steingrímur Joð geti ferjað peningana í hjólbörum í skjóli nætur heim til auðjöfra sem grafa þá í jörð í óhóflega stórum bakgörðum sínum; sértækar aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru ekki í sömu skóstærð og ég. Vogi sér einhver að fara gegn nýjustu múgæsingunni ausa vælarar úr skálum reiði sinnar svo að úr verður syndaflóð eins og það sem fyrrnefndur Atli Fannar fékk að baða sig í á dögunum. Skortur íbúa Castelnaudary á skopskyni er helsta aðhlátursefni á Youtube um þessar mundir (ritstj.: hægt er að horfa á það hér fyrir ofan). Það er okkur Íslendingum til happs að ekki er hægt að mynda þjóðarsálina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Sif Sigmarsdóttir Skoðanir Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun
Þegar David Lowe, breskur leikari búsettur í Frakklandi, setti á sig kúluhattinn og hélt til vinnu einn bjartan dag í júní síðastliðnum benti fátt til þess að dagurinn yrði frábrugðinn öðrum. David hafði að atvinnu að leika kómíska útgáfu af hinum „steríótýpíska" Breta – blöndu af Karli Bretaprins, Mr. Bean og Churchill – Frökkum til kátínu. Þennan tiltekna júnídag var Frökkum hins vegar ekki hlátur í hug. David hafði verið ráðinn til að látast vera breskur kokkur á matarmarkaði í þorpinu Castelnaudary. Hann skyldi kynna breska útgáfu af hinni frægu frönsku „cassoulet" kássu, m.a. með marmelaðibragði. Uppátækið var grín kássuframleiðanda á staðnum, sem hugðist taka hlátrasköll markaðsgesta upp á falda myndavél og nota í auglýsingu. Myndefnið varð þó annað. Er David sagði brandara um að breska kássan væri þeirri frönsku æðri því hún ylli ekki jafnmiklum vindgangi var engum skemmt. En þegar hann ýjaði að því að hún væri upphaflega bresk en ekki frönsk ætlaði allt um koll að keyra. Karlmenn veittust að leikaranum. Konur, börn og ellilífeyrisþegar hreyttu í hann fúkyrðum. David átti fótum sínum fjör að launa. Um síðustu helgi skrifaði Atli Fannar Bjarkason bakþanka í Fréttablaðið þar sem hann segist ekki ætla að kaupa Neyðarkall björgunarsveitanna í ár, m.a. vegna þess að hann getur keypt lyklakippu sem rúmar „helmingi fleiri lykla á helmingi lægra verði í næstu lágvöruverðsverslun". Pistillinn er augljóst grín. Kaldhæðni 101. Margir tóku skrifin hins vegar óstinnt upp. Það er engin tilviljun að hugtakið „Vælubíllinn" fór sem eldur um sinu í sömu andrá og góðærið fuðraði upp. Ísland eftirhrunsáranna einkennist af krónískri sjálfsvorkunn í bland við nístandi skinhelgi sem endurspeglast í algjörum skorti á kímnigáfu. Þjóðin hefur verið fórnarlambsvædd. Enginn er maður með mönnum nema hann hafi yfir einhverju að „væla": Karlmenn eru ofsóttir af nokkrum ungmeyjum sem kenna sig við femínisma; skattgreiðendur eru píndir til þess eins að Steingrímur Joð geti ferjað peningana í hjólbörum í skjóli nætur heim til auðjöfra sem grafa þá í jörð í óhóflega stórum bakgörðum sínum; sértækar aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru ekki í sömu skóstærð og ég. Vogi sér einhver að fara gegn nýjustu múgæsingunni ausa vælarar úr skálum reiði sinnar svo að úr verður syndaflóð eins og það sem fyrrnefndur Atli Fannar fékk að baða sig í á dögunum. Skortur íbúa Castelnaudary á skopskyni er helsta aðhlátursefni á Youtube um þessar mundir (ritstj.: hægt er að horfa á það hér fyrir ofan). Það er okkur Íslendingum til happs að ekki er hægt að mynda þjóðarsálina.