Bein sjónvarpsútsending verður á fréttavefnum Vísi í kvöld þar sem KR tekur á móti Keflavík í Iceland Express-deild karla í körfuknattleik.
Um nýjung er að ræða á Vísi og mun Valtýr Björn Valtýsson lýsa. Leikurinn hefst kl. 19.15 og hefst útsendingin skömmu áður.
Tveir aðrir leikir eru á dagskrá í deildinni á sama tíma. Nýliðar Vals taka á móti toppliði Grindavíkur. Í Stykkishólmi eigast við Snæfell og Njarðvík.
Fimmtu umferð lýkur annað kvöld með þremur leikjum: Haukar – Fjölnir, Þór Þ. – Stjarnan og Tindastóll – ÍR.

