Solskjær dreymir um að mæta sem þjálfari á Old Trafford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2011 06:30 Ole Gunnar Solskjær og Sir Alex Ferguson. Mynd/AFP Ole Gunnar Solskjær var ein af hetjum Manchester United fyrir ekki svo löngu og er nú einn af fjölmörgum lærisveinum Sir Alex Ferguson sem hafa reynt fyrir sér í þjálfun. Solskjær var fljótur að sýna hæfileika sína á hliðarlínunni því á sínu fyrsta ári gerði hann æskufélagið Molde að Noregsmeisturum í fyrsta sinn í hundrað ára sögu félagsins. Molde fór á einu ári frá því að vera í 11. sæti í að vinna deildina þegar enn eru tvær umferðir eftir óspilaðar. „Ég var alltaf að spila Championship Manager þegar ég var ungur og ætlaði alltaf að verða stjóri. Síðan spilaði ég fyrir United og fannst það ekki koma lengur til greina því mér fannst ég þurfa að losna undan sviðsljósinu og sleppa úr fyrirsögnunum. Þegar ég meiddist og fótboltinn var tekinn frá mér hugsaði ég hlutina upp á nýtt. Ég vildi vera í fótboltanum eins lengi og ég gæti. Það er ekkert betra en að spila fótbolta en þetta starf er miklu meira krefjandi,“ sagði Solskjær, sem er strax farinn að skipuleggja næsta tímabil. Solskjær eyddi nánast engum peningum í nýja leikmenn þrátt fyrir að fara með liðið úr fallbaráttu árið á undan í það að verða besta lið landsins. Hann viðurkennir alveg fúslega að sig dreymi um að mæta með Molde á Old Trafford í Meistaradeildinni. „Auðvitað dreymir mig um að koma á Old Trafford sem þjálfari. Það væri ekki leiðinlegt að mæta stjóranum [Sir Alex Ferguson],“ sagði Solskjær. Ole Gunnar segist oft hafa hugsað hvað Sir Alex hefði gert í sömu stöðu, en hann hefur þegar unnið sér inn mikla virðingu fyrir það hvernig hann hefur borið sig á erfiðum stundum. „Ég hef ekki talað við hann síðan deildin byrjaði en ég fór nokkrum sinnum inn á skrifstofuna hans fyrir tímabilið. Ég gæti spurt hann en ég vil vera minn eigin herra. Ég hlustaði á hann í fimmtán ár en nú ætla ég að gera þetta á minn hátt,“ sagði Solskjær. Hann hefur strax verið orðaður við stærri lið eftir þessa frábæru byrjun með Molde. „Ég hef sett stefnuna á það að vera hér í mörg ár. Ég flutti heim út af fjölskyldunni og vegna þess að ég vildi að börnin mín myndu alast hér upp. Það eru alltaf einhverjar sögusagnir í gangi en ég er vanur því,“ sagði Solskjær en Jan Åge Fjørtoft er viss um að Solskjær eigi eftir að ná langt. „Ég held að Ole Gunnar verði stjóri Manchester United í framtíðinni en hann mun þó ekki taka við af Sir Alex Ferguson. Hann mun samt fá tækifærið því hann hefur United-andann, hefur góð tengsl við félagið og er vinsæll meðal stuðningsmannanna,“ sagði Fjørtoft. Meistaradeild Evrópu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær var ein af hetjum Manchester United fyrir ekki svo löngu og er nú einn af fjölmörgum lærisveinum Sir Alex Ferguson sem hafa reynt fyrir sér í þjálfun. Solskjær var fljótur að sýna hæfileika sína á hliðarlínunni því á sínu fyrsta ári gerði hann æskufélagið Molde að Noregsmeisturum í fyrsta sinn í hundrað ára sögu félagsins. Molde fór á einu ári frá því að vera í 11. sæti í að vinna deildina þegar enn eru tvær umferðir eftir óspilaðar. „Ég var alltaf að spila Championship Manager þegar ég var ungur og ætlaði alltaf að verða stjóri. Síðan spilaði ég fyrir United og fannst það ekki koma lengur til greina því mér fannst ég þurfa að losna undan sviðsljósinu og sleppa úr fyrirsögnunum. Þegar ég meiddist og fótboltinn var tekinn frá mér hugsaði ég hlutina upp á nýtt. Ég vildi vera í fótboltanum eins lengi og ég gæti. Það er ekkert betra en að spila fótbolta en þetta starf er miklu meira krefjandi,“ sagði Solskjær, sem er strax farinn að skipuleggja næsta tímabil. Solskjær eyddi nánast engum peningum í nýja leikmenn þrátt fyrir að fara með liðið úr fallbaráttu árið á undan í það að verða besta lið landsins. Hann viðurkennir alveg fúslega að sig dreymi um að mæta með Molde á Old Trafford í Meistaradeildinni. „Auðvitað dreymir mig um að koma á Old Trafford sem þjálfari. Það væri ekki leiðinlegt að mæta stjóranum [Sir Alex Ferguson],“ sagði Solskjær. Ole Gunnar segist oft hafa hugsað hvað Sir Alex hefði gert í sömu stöðu, en hann hefur þegar unnið sér inn mikla virðingu fyrir það hvernig hann hefur borið sig á erfiðum stundum. „Ég hef ekki talað við hann síðan deildin byrjaði en ég fór nokkrum sinnum inn á skrifstofuna hans fyrir tímabilið. Ég gæti spurt hann en ég vil vera minn eigin herra. Ég hlustaði á hann í fimmtán ár en nú ætla ég að gera þetta á minn hátt,“ sagði Solskjær. Hann hefur strax verið orðaður við stærri lið eftir þessa frábæru byrjun með Molde. „Ég hef sett stefnuna á það að vera hér í mörg ár. Ég flutti heim út af fjölskyldunni og vegna þess að ég vildi að börnin mín myndu alast hér upp. Það eru alltaf einhverjar sögusagnir í gangi en ég er vanur því,“ sagði Solskjær en Jan Åge Fjørtoft er viss um að Solskjær eigi eftir að ná langt. „Ég held að Ole Gunnar verði stjóri Manchester United í framtíðinni en hann mun þó ekki taka við af Sir Alex Ferguson. Hann mun samt fá tækifærið því hann hefur United-andann, hefur góð tengsl við félagið og er vinsæll meðal stuðningsmannanna,“ sagði Fjørtoft.
Meistaradeild Evrópu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Sjá meira