Nýtanleg orka líklega virkjuð næstu fimmtán til tuttugu ár 27. október 2011 04:00 hörður arnarson Síðasta stóra framkvæmdaskeiðið í virkjanagerð er að renna upp og því er sérstaklega mikilvægt að vel sé vandað til verka. Þetta segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sem hélt erindi á formannafundi ASÍ í gær. Hörður segir líklegt að á næstu 15 til 20 árum verði nýtt meira eða minna allt vatnsafl og jarðvarmi sem nýtanlegur sé á landinu. Margir kostir séu, í Rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúru, settir í verndarflokk. „Það verður ekki svona stórt framkvæmdatímabil aftur. Það verður ekki hægt að fara í virkjanaframkvæmdir aftur til að knýja hagvöxt, þó að vissulega verði einhver smærri virkjanaverkefni,“ segir Hörður. Alls eru framleiddar 17 teravattstundir af raforku á landinu í dag. Hörður segir að samkvæmt 15 ára áætlun verði virkjaðar 11 teravattstundir í viðbót, fáist til þess tilskilin leyfi. Gæta verði þó að því að hagkerfið ofhitni ekki, en þar sem um margar smærri framkvæmdir er að ræða er auðveldara að stýra því. Væntanleg uppsöfnuð hagvaxtaráhrif af þessum framkvæmdum yrðu um 13 prósent, samkvæmt mati Landsvirkjunar. Er þar tekið til framkvæmda-, rekstrar- og arðsemisáhrifa. Áhrif framkvæmdanna eru tímabundin og Hörður bendir á að þær hafi jafnmikil neikvæð áhrif á hagkerfið þegar þeim ljúki og þær hafi jákvæð þegar þær hefjist. Mikilvægast sé að tryggja að arðsemisáhrif séu sem mest og það sé fyrst og fremst gert í gegnum verð. Aðgengi að fjármagni muni algjörlega ráðast af viðeigandi raforkuverði. Ekkert raforkufyrirtæki muni fjármagna sig á því verði sem tíðkast hafi hér áður fyrr. Gert er ráð fyrir að 9 til 11 þúsund störf gætu skapast af framkvæmdunum. Hörður segir hins vegar að um sérhæfð störf sé að ræða og það gæti orðið hamlandi við ráðningar. Þess vegna verði að auka starfsgetu þeirra sem séu á atvinnuleysisskrá.- kóp Fréttir Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Síðasta stóra framkvæmdaskeiðið í virkjanagerð er að renna upp og því er sérstaklega mikilvægt að vel sé vandað til verka. Þetta segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sem hélt erindi á formannafundi ASÍ í gær. Hörður segir líklegt að á næstu 15 til 20 árum verði nýtt meira eða minna allt vatnsafl og jarðvarmi sem nýtanlegur sé á landinu. Margir kostir séu, í Rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúru, settir í verndarflokk. „Það verður ekki svona stórt framkvæmdatímabil aftur. Það verður ekki hægt að fara í virkjanaframkvæmdir aftur til að knýja hagvöxt, þó að vissulega verði einhver smærri virkjanaverkefni,“ segir Hörður. Alls eru framleiddar 17 teravattstundir af raforku á landinu í dag. Hörður segir að samkvæmt 15 ára áætlun verði virkjaðar 11 teravattstundir í viðbót, fáist til þess tilskilin leyfi. Gæta verði þó að því að hagkerfið ofhitni ekki, en þar sem um margar smærri framkvæmdir er að ræða er auðveldara að stýra því. Væntanleg uppsöfnuð hagvaxtaráhrif af þessum framkvæmdum yrðu um 13 prósent, samkvæmt mati Landsvirkjunar. Er þar tekið til framkvæmda-, rekstrar- og arðsemisáhrifa. Áhrif framkvæmdanna eru tímabundin og Hörður bendir á að þær hafi jafnmikil neikvæð áhrif á hagkerfið þegar þeim ljúki og þær hafi jákvæð þegar þær hefjist. Mikilvægast sé að tryggja að arðsemisáhrif séu sem mest og það sé fyrst og fremst gert í gegnum verð. Aðgengi að fjármagni muni algjörlega ráðast af viðeigandi raforkuverði. Ekkert raforkufyrirtæki muni fjármagna sig á því verði sem tíðkast hafi hér áður fyrr. Gert er ráð fyrir að 9 til 11 þúsund störf gætu skapast af framkvæmdunum. Hörður segir hins vegar að um sérhæfð störf sé að ræða og það gæti orðið hamlandi við ráðningar. Þess vegna verði að auka starfsgetu þeirra sem séu á atvinnuleysisskrá.- kóp
Fréttir Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira