Nýtanleg orka líklega virkjuð næstu fimmtán til tuttugu ár 27. október 2011 04:00 hörður arnarson Síðasta stóra framkvæmdaskeiðið í virkjanagerð er að renna upp og því er sérstaklega mikilvægt að vel sé vandað til verka. Þetta segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sem hélt erindi á formannafundi ASÍ í gær. Hörður segir líklegt að á næstu 15 til 20 árum verði nýtt meira eða minna allt vatnsafl og jarðvarmi sem nýtanlegur sé á landinu. Margir kostir séu, í Rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúru, settir í verndarflokk. „Það verður ekki svona stórt framkvæmdatímabil aftur. Það verður ekki hægt að fara í virkjanaframkvæmdir aftur til að knýja hagvöxt, þó að vissulega verði einhver smærri virkjanaverkefni,“ segir Hörður. Alls eru framleiddar 17 teravattstundir af raforku á landinu í dag. Hörður segir að samkvæmt 15 ára áætlun verði virkjaðar 11 teravattstundir í viðbót, fáist til þess tilskilin leyfi. Gæta verði þó að því að hagkerfið ofhitni ekki, en þar sem um margar smærri framkvæmdir er að ræða er auðveldara að stýra því. Væntanleg uppsöfnuð hagvaxtaráhrif af þessum framkvæmdum yrðu um 13 prósent, samkvæmt mati Landsvirkjunar. Er þar tekið til framkvæmda-, rekstrar- og arðsemisáhrifa. Áhrif framkvæmdanna eru tímabundin og Hörður bendir á að þær hafi jafnmikil neikvæð áhrif á hagkerfið þegar þeim ljúki og þær hafi jákvæð þegar þær hefjist. Mikilvægast sé að tryggja að arðsemisáhrif séu sem mest og það sé fyrst og fremst gert í gegnum verð. Aðgengi að fjármagni muni algjörlega ráðast af viðeigandi raforkuverði. Ekkert raforkufyrirtæki muni fjármagna sig á því verði sem tíðkast hafi hér áður fyrr. Gert er ráð fyrir að 9 til 11 þúsund störf gætu skapast af framkvæmdunum. Hörður segir hins vegar að um sérhæfð störf sé að ræða og það gæti orðið hamlandi við ráðningar. Þess vegna verði að auka starfsgetu þeirra sem séu á atvinnuleysisskrá.- kóp Fréttir Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Síðasta stóra framkvæmdaskeiðið í virkjanagerð er að renna upp og því er sérstaklega mikilvægt að vel sé vandað til verka. Þetta segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sem hélt erindi á formannafundi ASÍ í gær. Hörður segir líklegt að á næstu 15 til 20 árum verði nýtt meira eða minna allt vatnsafl og jarðvarmi sem nýtanlegur sé á landinu. Margir kostir séu, í Rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúru, settir í verndarflokk. „Það verður ekki svona stórt framkvæmdatímabil aftur. Það verður ekki hægt að fara í virkjanaframkvæmdir aftur til að knýja hagvöxt, þó að vissulega verði einhver smærri virkjanaverkefni,“ segir Hörður. Alls eru framleiddar 17 teravattstundir af raforku á landinu í dag. Hörður segir að samkvæmt 15 ára áætlun verði virkjaðar 11 teravattstundir í viðbót, fáist til þess tilskilin leyfi. Gæta verði þó að því að hagkerfið ofhitni ekki, en þar sem um margar smærri framkvæmdir er að ræða er auðveldara að stýra því. Væntanleg uppsöfnuð hagvaxtaráhrif af þessum framkvæmdum yrðu um 13 prósent, samkvæmt mati Landsvirkjunar. Er þar tekið til framkvæmda-, rekstrar- og arðsemisáhrifa. Áhrif framkvæmdanna eru tímabundin og Hörður bendir á að þær hafi jafnmikil neikvæð áhrif á hagkerfið þegar þeim ljúki og þær hafi jákvæð þegar þær hefjist. Mikilvægast sé að tryggja að arðsemisáhrif séu sem mest og það sé fyrst og fremst gert í gegnum verð. Aðgengi að fjármagni muni algjörlega ráðast af viðeigandi raforkuverði. Ekkert raforkufyrirtæki muni fjármagna sig á því verði sem tíðkast hafi hér áður fyrr. Gert er ráð fyrir að 9 til 11 þúsund störf gætu skapast af framkvæmdunum. Hörður segir hins vegar að um sérhæfð störf sé að ræða og það gæti orðið hamlandi við ráðningar. Þess vegna verði að auka starfsgetu þeirra sem séu á atvinnuleysisskrá.- kóp
Fréttir Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira