Fiskikóngurinn lúffar fyrir Domino‘s 26. október 2011 05:00 Búið í bili Kristján auglýsti Megafiskivikuna bara í tvo daga.Fréttablaðið/stefán „Það er ekkert mál að láta í minni pokann,“ segir Kristján Berg, fisksali í Fiskikónginum, sem hefur orðið við kröfu pitsukeðjunnar Domino‘s um að hætta að auglýsa svokallaða Megafiskiviku. Kristján fékk tölvupóst úr herbúðum Domino‘s á mánudag eftir að auglýsingarnar birtust fyrst. Þar sagði að rekstraraðili Domino‘s ætti einkaleyfi á vörumerkinu Megaviku og notkun Fiskikóngsins bryti líklega í bága við það, jafnvel þótt „fiski“ væri bætt í það mitt. Kristján var í fyrstu ekki viss um hvernig bregðast skyldi við og afréð að halda auglýsingunum áfram í einn dag hið minnsta. Í gær gafst hann síðan upp. „Ég þorði ekki að eiga á hættu að fá milljónasektir og lögfræðingaher yfir mig,“ segir hann. „Þannig að kóngurinn verður að hneigja sig og beygja fyrir stærri öflum í þessu ágæta þjóðfélagi.“ Kristján tilkynnti starfsmanni Domino‘s um þessa ákvörðun í tölvupósti og baðst afsökunar á að hafa troðið fyrirtækinu um tær. „Ekkert stórmál,“ fékk hann til baka frá Domino‘s, ásamt uppástungu um að nota orðið Megadaga, sem ekki yrðu gerðar athugasemdir við.- sh Fréttir Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
„Það er ekkert mál að láta í minni pokann,“ segir Kristján Berg, fisksali í Fiskikónginum, sem hefur orðið við kröfu pitsukeðjunnar Domino‘s um að hætta að auglýsa svokallaða Megafiskiviku. Kristján fékk tölvupóst úr herbúðum Domino‘s á mánudag eftir að auglýsingarnar birtust fyrst. Þar sagði að rekstraraðili Domino‘s ætti einkaleyfi á vörumerkinu Megaviku og notkun Fiskikóngsins bryti líklega í bága við það, jafnvel þótt „fiski“ væri bætt í það mitt. Kristján var í fyrstu ekki viss um hvernig bregðast skyldi við og afréð að halda auglýsingunum áfram í einn dag hið minnsta. Í gær gafst hann síðan upp. „Ég þorði ekki að eiga á hættu að fá milljónasektir og lögfræðingaher yfir mig,“ segir hann. „Þannig að kóngurinn verður að hneigja sig og beygja fyrir stærri öflum í þessu ágæta þjóðfélagi.“ Kristján tilkynnti starfsmanni Domino‘s um þessa ákvörðun í tölvupósti og baðst afsökunar á að hafa troðið fyrirtækinu um tær. „Ekkert stórmál,“ fékk hann til baka frá Domino‘s, ásamt uppástungu um að nota orðið Megadaga, sem ekki yrðu gerðar athugasemdir við.- sh
Fréttir Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira