Tal vill jákvæða mismunun áfram Þórður Snær Júlíusson skrifar 26. október 2011 05:00 Viktor Ólason forstjóri Tal. Tiltekt Tal og Vodafone vildu meina að Tal væri fyrirtæki á fallanda fæti þegar þau ætluðu að sameinast. Þeim rökstuðningi var hafnað. Forstjórinn segir viðsnúning hafa átt sér stað á þessu ári. Ef Tal fær að innheimta hærri lúkningargöld en samkeppnisaðilar þess er fyrirtækið vel rekstrarhæft og gæti verið með jákvætt eigið fé á fyrri hluta næsta árs. Þetta segir Viktor Ólason, forstjóri Tals. Tal hefur samtals tapað um 900 milljónum króna á síðustu þremur árum. Þar af nam tapið í fyrra 99 milljónum króna. Eigið fé Tals var neikvætt um síðustu áramót þrátt fyrir að nýir eigendur fyrirtækisins hafi sett 80 milljónir króna inn í nýtt eigið fé í fyrra. Tal hefur tapað töluverðum hluta af viðskiptamannahópi sínum á undanförnum árum. Samkvæmt síðustu birtu tölfræðiskýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) missti fyrirtækið til að mynda um 4.000 farsímaviðskiptavini í fyrra, eða um fimmtung þeirra. Um síðustu áramót var markaðshlutdeild fyrirtækisins 4,5% sem gerði það að fjórða stærsta farsímafyrirtæki landsins. Viktor segir að árið 2011 hafi hins vegar verið ár viðsnúnings hjá fyrirtækinu. Mikil tiltekt hefði átt sér stað í rekstrinum og viðskiptavinum fjölgað um 5% í öllum þjónustum það sem af er árinu 2011. Framtíðarrekstrarhæfi Tals velti þó mikið á því hvernig PFS meðhöndlar kröfu um að fá að innheimta hærri lúkningargjöld næstu árin. Slík gjöld eru greidd þegar viðskiptavinir annarra símafyrirtækja hringja í viðskiptavini Tals. PFS hefur ákvörðunarvald yfir hversu há lúkningargjöld mega vera. Nýjum fyrirtækjum er heimilt að innheimta hærri gjöld en sterkari aðilar á markaði til að auðvelda innkomu þeirra á hann. Tal hefur verið starfandi frá árinu 2006 en þorra þess tíma var félagið endursöluaðili á þjónustu Vodafone. Í fyrra komu nýir eigendur að félaginu og það gerði kaupleigusamning um farsímastöð við Símann. Frá þeim tíma hefur Tal innheimt 12,5 krónur á mínútu í lúkningargjöld. Það er sjö krónum meira en Vodafone og Síminn fá að innheimta. Forsvarsmenn fyrirtækisins vilja að það fái heimild til að gera slíkt í þrjú ár í viðbót áður en gjöldin fara að lækka í átt að verði samkeppnisaðilanna. Því hefur PFS hafnað og í mars birti stofnunin skýrslu þar sem segir að Tal sé ekki nýr aðili á markaði, enda hafi fyrirtækið starfað í fimm ár. Þá sé sá sýndarnetrekstur sem fyrirtækið stundar ekki sambærilegur því að byggja upp eigið fjarskiptanet. Þess vegna ættu innheimt lúkningargjöld Tals að lækka strax 1. september (síðastliðinn) og vera orðin þau sömu og hjá öðrum samkeppnisaðilum 1. janúar 2013. Þeirri ákvörðun voru forsvarsmenn Tals algjörlega ósammála. Skömmu síðar, í maí, var gert samkomulag um að sameina Tal og Vodafone undir merkjum þess síðarnefnda. Samruninn var gerður með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda. Í málinu byggðu Tal og Vodafone á því að Tal væri fyrirtæki á fallanda fæti. Samkeppniseftirlitið féllst ekki á þennan rökstuðning og ógilti samrunann. Eitt af því sem réði niðurstöðu samkeppnisyfirvalda var afstaða PFS, sem lagðist hart gegn samrunanum. Viktor telur þá afstöðu PFS munu leiða til þess að stofnunin endurskoði ákvörðun sína frá því í mars varðandi innheimtu Tals á lúkningargjöldum. „Fyrirtækið er rekstarhæft. En það tekur tíma að vinda ofan af félagi sem hefur verið í þröngri stöðu. Þetta veltur gríðarlega mikið á því hvaða ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnun tekur.“ Fréttir Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira
Tiltekt Tal og Vodafone vildu meina að Tal væri fyrirtæki á fallanda fæti þegar þau ætluðu að sameinast. Þeim rökstuðningi var hafnað. Forstjórinn segir viðsnúning hafa átt sér stað á þessu ári. Ef Tal fær að innheimta hærri lúkningargöld en samkeppnisaðilar þess er fyrirtækið vel rekstrarhæft og gæti verið með jákvætt eigið fé á fyrri hluta næsta árs. Þetta segir Viktor Ólason, forstjóri Tals. Tal hefur samtals tapað um 900 milljónum króna á síðustu þremur árum. Þar af nam tapið í fyrra 99 milljónum króna. Eigið fé Tals var neikvætt um síðustu áramót þrátt fyrir að nýir eigendur fyrirtækisins hafi sett 80 milljónir króna inn í nýtt eigið fé í fyrra. Tal hefur tapað töluverðum hluta af viðskiptamannahópi sínum á undanförnum árum. Samkvæmt síðustu birtu tölfræðiskýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) missti fyrirtækið til að mynda um 4.000 farsímaviðskiptavini í fyrra, eða um fimmtung þeirra. Um síðustu áramót var markaðshlutdeild fyrirtækisins 4,5% sem gerði það að fjórða stærsta farsímafyrirtæki landsins. Viktor segir að árið 2011 hafi hins vegar verið ár viðsnúnings hjá fyrirtækinu. Mikil tiltekt hefði átt sér stað í rekstrinum og viðskiptavinum fjölgað um 5% í öllum þjónustum það sem af er árinu 2011. Framtíðarrekstrarhæfi Tals velti þó mikið á því hvernig PFS meðhöndlar kröfu um að fá að innheimta hærri lúkningargjöld næstu árin. Slík gjöld eru greidd þegar viðskiptavinir annarra símafyrirtækja hringja í viðskiptavini Tals. PFS hefur ákvörðunarvald yfir hversu há lúkningargjöld mega vera. Nýjum fyrirtækjum er heimilt að innheimta hærri gjöld en sterkari aðilar á markaði til að auðvelda innkomu þeirra á hann. Tal hefur verið starfandi frá árinu 2006 en þorra þess tíma var félagið endursöluaðili á þjónustu Vodafone. Í fyrra komu nýir eigendur að félaginu og það gerði kaupleigusamning um farsímastöð við Símann. Frá þeim tíma hefur Tal innheimt 12,5 krónur á mínútu í lúkningargjöld. Það er sjö krónum meira en Vodafone og Síminn fá að innheimta. Forsvarsmenn fyrirtækisins vilja að það fái heimild til að gera slíkt í þrjú ár í viðbót áður en gjöldin fara að lækka í átt að verði samkeppnisaðilanna. Því hefur PFS hafnað og í mars birti stofnunin skýrslu þar sem segir að Tal sé ekki nýr aðili á markaði, enda hafi fyrirtækið starfað í fimm ár. Þá sé sá sýndarnetrekstur sem fyrirtækið stundar ekki sambærilegur því að byggja upp eigið fjarskiptanet. Þess vegna ættu innheimt lúkningargjöld Tals að lækka strax 1. september (síðastliðinn) og vera orðin þau sömu og hjá öðrum samkeppnisaðilum 1. janúar 2013. Þeirri ákvörðun voru forsvarsmenn Tals algjörlega ósammála. Skömmu síðar, í maí, var gert samkomulag um að sameina Tal og Vodafone undir merkjum þess síðarnefnda. Samruninn var gerður með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda. Í málinu byggðu Tal og Vodafone á því að Tal væri fyrirtæki á fallanda fæti. Samkeppniseftirlitið féllst ekki á þennan rökstuðning og ógilti samrunann. Eitt af því sem réði niðurstöðu samkeppnisyfirvalda var afstaða PFS, sem lagðist hart gegn samrunanum. Viktor telur þá afstöðu PFS munu leiða til þess að stofnunin endurskoði ákvörðun sína frá því í mars varðandi innheimtu Tals á lúkningargjöldum. „Fyrirtækið er rekstarhæft. En það tekur tíma að vinda ofan af félagi sem hefur verið í þröngri stöðu. Þetta veltur gríðarlega mikið á því hvaða ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnun tekur.“
Fréttir Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira