Pítsurisi í megaslag við lítinn Fiskikóng 25. október 2011 06:00 Brattur Kristján er forviða á tölvupóstinum úr herbúðum Domino‘s. Hann er samt ekki af baki dottinn – að minnsta kosti ekki enn.Fréttablaðið/stefán „Ég er ekkert í stríði við þá en þeir eru greinilega í stríði við Fiskikónginn,“ segir Kristján Berg, sem rekur fiskbúðina Fiskikónginn á Sogavegi. Kristjáni barst í gær tölvupóstur frá starfsmanni Domino‘s sem fór fram á að Kristján hætti að auglýsa svokallaða Megafiskiviku svo ekki kæmi til frekari eftirmála. Í tölvupóstinum segir að rekstraraðili Domino‘s á Íslandi, Pizza Pizza ehf., hafi verið með vörumerkið Megaviku skráð síðan 2003 „og notað mikið eins og þú væntanlega veist“. Haft hafi verið samband við Einkaleyfastofu og þar hafi þau svör fengist að notkun Kristjáns á orðinu bryti líklega gegn einkaleyfinu. „Það að bæta við almennu orði líkt og „fiski“ hefur ekki áhrif þar sem um er að ræða almennt orð sem ekki er mögulegt að skrá sem vörumerki,“ segir enn fremur. Þetta getur Kristján illa fellt sig við. „Hvernig getur þeim dottið í hug að Fiskikóngurinn sé að eyðileggja eitthvað „brand“ sem heitir Mega? Má þá ekki skíra vörur Megakjöt eða Megafisk eða Meganeitt? Á ég að fá mér einkaleyfi á orðinu Kóngurinn og ef einhver kallar sig til dæmis Fasteignakónginn þá fer ég í mál við hann?“ spyr Kristján. Auglýsingarnir birtust fyrst í Fréttablaðinu og heyrðust í útvarpi í gær og áttu að gera svo áfram alla vikuna. Kristján segist ætla að halda áfram að auglýsa í dag hið minnsta, enda hafi hann þegar verið búinn að panta auglýsingaplássið. „Ég ætla bara að halda þessu áfram – hvað annað á ég að gera? Ég er bara búinn að vera að hugsa um hvað þetta er fáránlegt meil. Ég hef ekki komist lengra.“ Í tölvupósti Domino‘s-starfsmannsins er einnig gerð athugasemd við verðið sem Kristján auglýsir, sem er hið sama og pítsurnar kosta í Megaviku Domino‘s, eða 1.390 krónur. „Þeir eru með 1.390 – má þá ekkert kosta 1.390? Eru þeir kannski með einkaleyfi á því líka?“ spyr Kristján og þvertekur fyrir að hann hafi hermt eftir verði Domino‘s. „Ég hafði ekki hugmynd um að þeir væru að selja á 1.390 fyrr en ég sá þennan póst.“ Kristján segir þó við ofurefli að etja og því sé óljóst hvernig málið endi. „Ég er náttúrulega bara lítill fisksali. Það er kannski best að halda bara kjafti og fjarlægja þetta áður en tröllið kemur og stígur ofan á kónginn.“ stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
„Ég er ekkert í stríði við þá en þeir eru greinilega í stríði við Fiskikónginn,“ segir Kristján Berg, sem rekur fiskbúðina Fiskikónginn á Sogavegi. Kristjáni barst í gær tölvupóstur frá starfsmanni Domino‘s sem fór fram á að Kristján hætti að auglýsa svokallaða Megafiskiviku svo ekki kæmi til frekari eftirmála. Í tölvupóstinum segir að rekstraraðili Domino‘s á Íslandi, Pizza Pizza ehf., hafi verið með vörumerkið Megaviku skráð síðan 2003 „og notað mikið eins og þú væntanlega veist“. Haft hafi verið samband við Einkaleyfastofu og þar hafi þau svör fengist að notkun Kristjáns á orðinu bryti líklega gegn einkaleyfinu. „Það að bæta við almennu orði líkt og „fiski“ hefur ekki áhrif þar sem um er að ræða almennt orð sem ekki er mögulegt að skrá sem vörumerki,“ segir enn fremur. Þetta getur Kristján illa fellt sig við. „Hvernig getur þeim dottið í hug að Fiskikóngurinn sé að eyðileggja eitthvað „brand“ sem heitir Mega? Má þá ekki skíra vörur Megakjöt eða Megafisk eða Meganeitt? Á ég að fá mér einkaleyfi á orðinu Kóngurinn og ef einhver kallar sig til dæmis Fasteignakónginn þá fer ég í mál við hann?“ spyr Kristján. Auglýsingarnir birtust fyrst í Fréttablaðinu og heyrðust í útvarpi í gær og áttu að gera svo áfram alla vikuna. Kristján segist ætla að halda áfram að auglýsa í dag hið minnsta, enda hafi hann þegar verið búinn að panta auglýsingaplássið. „Ég ætla bara að halda þessu áfram – hvað annað á ég að gera? Ég er bara búinn að vera að hugsa um hvað þetta er fáránlegt meil. Ég hef ekki komist lengra.“ Í tölvupósti Domino‘s-starfsmannsins er einnig gerð athugasemd við verðið sem Kristján auglýsir, sem er hið sama og pítsurnar kosta í Megaviku Domino‘s, eða 1.390 krónur. „Þeir eru með 1.390 – má þá ekkert kosta 1.390? Eru þeir kannski með einkaleyfi á því líka?“ spyr Kristján og þvertekur fyrir að hann hafi hermt eftir verði Domino‘s. „Ég hafði ekki hugmynd um að þeir væru að selja á 1.390 fyrr en ég sá þennan póst.“ Kristján segir þó við ofurefli að etja og því sé óljóst hvernig málið endi. „Ég er náttúrulega bara lítill fisksali. Það er kannski best að halda bara kjafti og fjarlægja þetta áður en tröllið kemur og stígur ofan á kónginn.“ stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira