Dóra María: Það hefði verið leiðinlegt að klúðra þessu færi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2011 06:00 Dóra María Lárusdóttir. Mynd/Daníel Íslenska kvennalandsliðið þurfti að hafa fyrir sigri í Ungverjalandi á laugardaginn í undankeppni EM 2013 en sigurmark Dóru Maríu Lárusdóttur sá til þess að stelpurnar okkar eru enn á réttri leið í baráttu sinni fyrir að koma inn á sitt annað Evrópumót í röð. Ísland vann leikinn 1-0 og hefur þar með náð í 10 stig af 12 mögulegum í riðlinum. „Við setjum svolítið pressuna á okkur sjálfar að ætla að skora snemma og vorum því orðnar örvæntingarfullar of snemma. Það voru samt alveg tuttugu mínútur eftir þegar við skoruðum en það var léttir að fá þetta mark. Við viljum halda okkur á toppnum í riðlinum og því skipti þetta sigurmark okkur miklu máli,“ sagði Dóra María Lárusdóttir, en hún kom inn á í hálfleik og skoraði eina mark leiksins á 68. mínútu. Þá voru íslensku stelpurnar búnar að bíða eftir marki í 216 mínútur, allt frá því að þær skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleik í sigri á Noregi. „Ég held að það sé enginn sáttur við að byrja á bekknum en ég er þakklát fyrir þær mínútur sem ég fékk. Það er alltaf skemmtilegt að skora og ég held að ég sé bara sátt með minn leik,“ segir Dóra en hvaða skilaboð fékk hún frá landsliðsþjálfaranum Sigurði Ragnari Eyjólfssyni? „Siggi sendi mig inn á til að breyta leiknum held ég,“ sagði Dóra María í léttum tón en hvernig var markið? „Þetta var skalli sem markmaðurinn nær ekki að halda og missir hann aðeins frá sér. Ég er fyrst á staðinn og rétt næ að pota honum yfir línuna,“ sagði Dóra María, sem viðurkennir að leikmenn hafi verið farnir að hafa áhyggjur þegar langt var liðið og markið var ekki komið. „Þetta verður pínu stress hjá okkur. Við fengum allar dauðafæri í Belgíuleiknum og fundum kannski fyrir pressu á að klára færin okkar. Það hefði verið leiðinlegt að klúðra þessu færi,“ sagði Dóra María, en hún fylgdi þá eftir skalla Margrét Láru Viðarsdóttur. „Við fengum eitt til tvö fín færi en við náðum samt ekki að skapa okkur nógu mikið í þessum leik. Það er kannski eitthvað sem við þurfum að skoða. Þetta var ekkert alslæmt hjá okkur en við höfum oft spilað betur og þetta var ekki okkar besti leikur. Ég er nokkuð viss um það að við þurfum betri leik á móti Norður-Írunum því ég held að þær séu með sterkara lið,“ segir Dóra María, en Ísland mætir Norður-Írlandi í Belfast á miðvikudaginn. Íslenski boltinn Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Fleiri fréttir FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið þurfti að hafa fyrir sigri í Ungverjalandi á laugardaginn í undankeppni EM 2013 en sigurmark Dóru Maríu Lárusdóttur sá til þess að stelpurnar okkar eru enn á réttri leið í baráttu sinni fyrir að koma inn á sitt annað Evrópumót í röð. Ísland vann leikinn 1-0 og hefur þar með náð í 10 stig af 12 mögulegum í riðlinum. „Við setjum svolítið pressuna á okkur sjálfar að ætla að skora snemma og vorum því orðnar örvæntingarfullar of snemma. Það voru samt alveg tuttugu mínútur eftir þegar við skoruðum en það var léttir að fá þetta mark. Við viljum halda okkur á toppnum í riðlinum og því skipti þetta sigurmark okkur miklu máli,“ sagði Dóra María Lárusdóttir, en hún kom inn á í hálfleik og skoraði eina mark leiksins á 68. mínútu. Þá voru íslensku stelpurnar búnar að bíða eftir marki í 216 mínútur, allt frá því að þær skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleik í sigri á Noregi. „Ég held að það sé enginn sáttur við að byrja á bekknum en ég er þakklát fyrir þær mínútur sem ég fékk. Það er alltaf skemmtilegt að skora og ég held að ég sé bara sátt með minn leik,“ segir Dóra en hvaða skilaboð fékk hún frá landsliðsþjálfaranum Sigurði Ragnari Eyjólfssyni? „Siggi sendi mig inn á til að breyta leiknum held ég,“ sagði Dóra María í léttum tón en hvernig var markið? „Þetta var skalli sem markmaðurinn nær ekki að halda og missir hann aðeins frá sér. Ég er fyrst á staðinn og rétt næ að pota honum yfir línuna,“ sagði Dóra María, sem viðurkennir að leikmenn hafi verið farnir að hafa áhyggjur þegar langt var liðið og markið var ekki komið. „Þetta verður pínu stress hjá okkur. Við fengum allar dauðafæri í Belgíuleiknum og fundum kannski fyrir pressu á að klára færin okkar. Það hefði verið leiðinlegt að klúðra þessu færi,“ sagði Dóra María, en hún fylgdi þá eftir skalla Margrét Láru Viðarsdóttur. „Við fengum eitt til tvö fín færi en við náðum samt ekki að skapa okkur nógu mikið í þessum leik. Það er kannski eitthvað sem við þurfum að skoða. Þetta var ekkert alslæmt hjá okkur en við höfum oft spilað betur og þetta var ekki okkar besti leikur. Ég er nokkuð viss um það að við þurfum betri leik á móti Norður-Írunum því ég held að þær séu með sterkara lið,“ segir Dóra María, en Ísland mætir Norður-Írlandi í Belfast á miðvikudaginn.
Íslenski boltinn Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Fleiri fréttir FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Sjá meira