Hinn litríki hönnuður Jeremy Scott hefur hannað skólínu fyrir Adidas og inniheldur hún meðal annars sérhannaða strigaskó fyrir hunda.
Strigaskórnir eru hlébarðamunstraðir og reimaðir. Að auki inniheldur skólínan górillustrigaskó og hlébarðastrigaskó á okkur mannfólkið og eru þeir með litlu skotti að aftan. Hundaeigendur geta því von bráðar klæðst eins skóm og besti vinurinn. Það er annað mál hvort eitthvað af skópörunum muni seljast.
Hannar skó á hunda
