Fékk harðsperrur í magann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2011 10:00 Edda Garðarsdóttir hefur spilað 89 A-landsleiki á ferlinum og getur bætt einum við í Ungverjalandi í dag. Fréttablaðið/Daníel Íslenska kvennalandsliðið verður í eldlínunni í Pápa í Ungverjalandi í dag þegar liðið mætir heimamönnum í fjórða leik sínum í undankeppni EM 2013 en jafnframt þeim fyrsta á útivelli. Edda Garðarsdóttir er komin aftur inn í íslenska hópinn eftir meiðsli og munar miklu um það. Edda segist þó ekki vera orðin 90 mínútna manneskja. „Ég er ekki búin að spila í 90 mínútur ennþá og Siggi veit nú af því. Ég er samt öll að koma til og ég er alltaf klár í slaginn,“ segir Edda. Stuttu eftir að viðtalið var tekið var byrjunarlið Íslands tilkynnt og ljóst er að Edda byrjar á bekknum í dag. Hún missti af tveimur síðustu landsleikjum vegna rifins liðþófa en þetta voru fyrstu alvöruleikir liðsins án brimbrjótsins á miðjunni síðan Sigurður Ragnar Eyjólfsson tók við liðinu 2007. Edda segir að það hafi verið mikill munur á upplifun sinni að vera uppi í stúku á leikjunum tveimur. Í þeim fyrri unnu íslensku stelpurnar 3-1 sigur á Noregi en gerðu síðan markalaust jafntefli við Belgíu. „Við kláruðum þetta bara á fyrsta hálftímanum á móti Noregi en það var alveg skelfing að horfa á Belgíuleikinn, Ég fékk harðsperrur í magann af því ég var alltaf að hrópa upp fyrir mig. Við sköpuðum okkur þvílíkt mörg færi í þessum leik og ég veit ekki hversu oft manni fannst boltinn vera á leiðinni inn en svo fór hann ekki inn. Það er fínt að taka með sér þann leik og vera ennþá ákveðnari i boxinu og í færunum á móti Ungverjum,“ segir Edda, sem býst við því að Ungverjar pakki í vörn líkt og Belgar. „Við erum orðnar það góðar að lið sem eru neðar en við á styrkleikalistanum munu spila svona á móti okkur. Við þurfum bara að eflast við þá áskorun og læra að spila þessa leiki skipulagðar og þolinmóðar,“ segir Edda, en stelpurnar fara síðan til Norður-Írlands þar sem þær mæta heimastúlkum á miðvikudaginn. „Það er hrikaleg pressa á að klára þessa tvo leiki og það er ekkert annað inn í myndinni. Við ætlum okkur á EM og þá þurfum við bara að vinna þessa vinnu og gera það með bros á vör. Við þurfum bara að reyna að skora snemma svo að þessi titringur fari úr okkur,“ sagði Edda. „Það eru einhver meiðsli í hópnum eins og gengur og gerist. Ég held að gamla konan (Katrín Jónsdóttir) sé eitthvað búin að finna fyrir í náranum en mér sýndist hún samt vera spræk á æfingunni áðan,“ segir Edda en leikmenn íslenska liðsins eru að ljúka löngu og ströngu tímabili. Edda segir að liðið hafi ekki fengið að spila á æfingunni í gær. „Okkur var kippt út áður en komið var að spilinu á æfingunni. Það er alltaf svo mikill tryllingur í spilinu hjá okkur og þar er enginn miskunn. Það er Svala sjúkraþjálfari sem er alvaldur þegar kemur að svona ákvörðunum og hún er rödd skynseminnar fyrir alla, bæði leikmenn og þjálfara,“ segir Edda. Leikur íslenska liðsins hefst klukkan 12.00 í dag að íslenskum tíma en Ungverjar eru að spila sinn annan leik í riðlinum eftir að hafa tapað 6-0 á útivelli á móti Noregi í þeim fyrsta. „Við verðum að halda áfram að bæta okkar leik. Mér finnst það fínt að fá leik svona fljótlega á eftir Belgíuleiknum því í vor leið alltof langur tími á milli landsleikja. Við fórum til Algarve í lok febrúar og svo var enginn leikur fyrr en mánuðum seinna. Það er fínt að fá leik svona fljótt aftur og þá ætti ekki að vera vandamál að skerpa aðeins einbeitinguna,“ sagði Edda að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið verður í eldlínunni í Pápa í Ungverjalandi í dag þegar liðið mætir heimamönnum í fjórða leik sínum í undankeppni EM 2013 en jafnframt þeim fyrsta á útivelli. Edda Garðarsdóttir er komin aftur inn í íslenska hópinn eftir meiðsli og munar miklu um það. Edda segist þó ekki vera orðin 90 mínútna manneskja. „Ég er ekki búin að spila í 90 mínútur ennþá og Siggi veit nú af því. Ég er samt öll að koma til og ég er alltaf klár í slaginn,“ segir Edda. Stuttu eftir að viðtalið var tekið var byrjunarlið Íslands tilkynnt og ljóst er að Edda byrjar á bekknum í dag. Hún missti af tveimur síðustu landsleikjum vegna rifins liðþófa en þetta voru fyrstu alvöruleikir liðsins án brimbrjótsins á miðjunni síðan Sigurður Ragnar Eyjólfsson tók við liðinu 2007. Edda segir að það hafi verið mikill munur á upplifun sinni að vera uppi í stúku á leikjunum tveimur. Í þeim fyrri unnu íslensku stelpurnar 3-1 sigur á Noregi en gerðu síðan markalaust jafntefli við Belgíu. „Við kláruðum þetta bara á fyrsta hálftímanum á móti Noregi en það var alveg skelfing að horfa á Belgíuleikinn, Ég fékk harðsperrur í magann af því ég var alltaf að hrópa upp fyrir mig. Við sköpuðum okkur þvílíkt mörg færi í þessum leik og ég veit ekki hversu oft manni fannst boltinn vera á leiðinni inn en svo fór hann ekki inn. Það er fínt að taka með sér þann leik og vera ennþá ákveðnari i boxinu og í færunum á móti Ungverjum,“ segir Edda, sem býst við því að Ungverjar pakki í vörn líkt og Belgar. „Við erum orðnar það góðar að lið sem eru neðar en við á styrkleikalistanum munu spila svona á móti okkur. Við þurfum bara að eflast við þá áskorun og læra að spila þessa leiki skipulagðar og þolinmóðar,“ segir Edda, en stelpurnar fara síðan til Norður-Írlands þar sem þær mæta heimastúlkum á miðvikudaginn. „Það er hrikaleg pressa á að klára þessa tvo leiki og það er ekkert annað inn í myndinni. Við ætlum okkur á EM og þá þurfum við bara að vinna þessa vinnu og gera það með bros á vör. Við þurfum bara að reyna að skora snemma svo að þessi titringur fari úr okkur,“ sagði Edda. „Það eru einhver meiðsli í hópnum eins og gengur og gerist. Ég held að gamla konan (Katrín Jónsdóttir) sé eitthvað búin að finna fyrir í náranum en mér sýndist hún samt vera spræk á æfingunni áðan,“ segir Edda en leikmenn íslenska liðsins eru að ljúka löngu og ströngu tímabili. Edda segir að liðið hafi ekki fengið að spila á æfingunni í gær. „Okkur var kippt út áður en komið var að spilinu á æfingunni. Það er alltaf svo mikill tryllingur í spilinu hjá okkur og þar er enginn miskunn. Það er Svala sjúkraþjálfari sem er alvaldur þegar kemur að svona ákvörðunum og hún er rödd skynseminnar fyrir alla, bæði leikmenn og þjálfara,“ segir Edda. Leikur íslenska liðsins hefst klukkan 12.00 í dag að íslenskum tíma en Ungverjar eru að spila sinn annan leik í riðlinum eftir að hafa tapað 6-0 á útivelli á móti Noregi í þeim fyrsta. „Við verðum að halda áfram að bæta okkar leik. Mér finnst það fínt að fá leik svona fljótlega á eftir Belgíuleiknum því í vor leið alltof langur tími á milli landsleikja. Við fórum til Algarve í lok febrúar og svo var enginn leikur fyrr en mánuðum seinna. Það er fínt að fá leik svona fljótt aftur og þá ætti ekki að vera vandamál að skerpa aðeins einbeitinguna,“ sagði Edda að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira