Forsendur liggja fyrir - vilji er allt sem þarf Ólína Þorvarðardóttir skrifar 21. október 2011 16:00 Fiskveiðifrumvarp Jóns Bjarnasonar bíður nú frekari átekta eftir að fjölmargar athugasemdir hafa komið fram við frumvarpið í meðförum sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar þingsins í sumar. Þó að margir umsagnaraðilar hafi lýst sig sammála markmiðum frumvarpsins gera allir verulegar athugasemdir við framsetningu þess og útfærslur. Á það jafnt við um þá sem eru á móti fyrirhuguðum breytingum sem og stuðningsmenn áformaðra breytinga á núverandi kvótakerfi. Hörðustu andstæðingar frumvarpsins hafa gengið svo langt að segja að það eigi best heima í ruslakörfunni, það eigi að „rífa“, því skuli „fleygja“. Þeir sem þannig tala segjast vilja byrja alveg upp á nýtt „á forsendum samningsleiðarinnar“ eins og það er orðað af fulltrúum stjórnarandstöðu, LÍÚ og SAA. Er þar verið að vísa til niðurstöðu samráðsnefndarinnar sem stundum hefur verið kölluð „sáttanefndin“. Hún var skipuð hagsmunaaðilum í sjávarútvegi og fulltrúum allra flokka og átti margra mánaða samráð á síðasta og þarsíðasta ári, í aðdraganda þess að frumvarpið var skrifað. Stöldrum nú aðeins við þessa kröfu að „byrja upp á nýtt“ á forsendum samráðsnefndarinnar. Nefndin varð sammála um eftirfarandi: 1. Að ekki yrði litið á aflaheimildir sem „eign“ útgerðarmanna heldur tímabundinn nýtingarrétt. 2. Að eignarréttur ríkisins á aflaheimildum væri skýr og ráðstöfun aflaheimilda skyldi því vera á ríkisins hendi. 3. Að gerðir skyldu tímabundnir nýtingarsamningar um afnot aflaheimilda gegn gjaldi og á forsendum skýrra skilmála um réttindi og skyldur beggja aðila 4. Auk nýtingarsamninganna skyldi aflaheimildum skipt í svokallaða „potta“. Nú vill svo til að þetta eru þau fjögur atriði sem frumvarp Jóns Bjarnasonar byggir á. Þar er gert ráð fyrir eignar- og ráðstöfunarrétti ríkisins yfir aflaheimildum. Gert er ráð fyrir tímabundnum nýtingarsamningum við útgerðina gegn gjaldi á grundvelli skilmála um réttindi og skyldur beggja aðila. Fiskveiðikerfinu er skipt í tvo hluta, annarsvegar nýtingarsamninga, hinsvegar svokallaða „potta“ þ.ám. leigupott, línuívilnun, strandveiðipott og byggðapott. Með öðrum orðum – frumvarpið er útfærsla á hinni svokölluðu samningsleið sem aðilar urðu ásáttir um að farin skyldi, eftir margra mánaða samráð við stjórnvöld. Þeir sem krefjast þess að byggt verði á niðurstöðu sáttanefndarinnar – samningsleiðinni – geta ekki í sama orðinu krafist þess að „byrjað sé upp á nýtt“. Niðurstaða sáttanefndarinnar er afrakstur mikillar vinnu sem leiddi til ákveðinnar niðurstöðu, og þar hlýtur útgangspunkturinn að vera. Grundvöllurinn liggur fyrir – annað er útfærsla. Eins og fram hefur komið höfum við Lilja Rafney Magnúsdóttir, sem formaður og varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar á síðasta þingi, lagt fram ítarlegar tillögur að breytingum á útfærslu frumvarpsins. Í tillögum okkar felst mikil einföldun á kerfinu, m.a. frjálsar handfæraveiðar að uppfylltum skilyrðum, að pottunum verði fækkað að mun og leigupotturinn stækkaður verulega, að opnuð verði gátt milli nýtingarsamninga og leigupotts, að allur fiskur verði boðinn um innlendan markað og að skilið verði milli veiða og vinnslu. Við leggjum áherslu á að úthlutun aflaheimilda eigi sér stað á grundvelli jafnræðis og atvinnufrelsis, að verðmyndum aflaheimilda sé eðlileg og leikreglur skýrar. Grundvallaratriðin liggja fyrir – um þau hafa menn komið sér saman nú þegar. Eftirleikurinn er handavinna, því vilji er allt sem þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
Fiskveiðifrumvarp Jóns Bjarnasonar bíður nú frekari átekta eftir að fjölmargar athugasemdir hafa komið fram við frumvarpið í meðförum sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar þingsins í sumar. Þó að margir umsagnaraðilar hafi lýst sig sammála markmiðum frumvarpsins gera allir verulegar athugasemdir við framsetningu þess og útfærslur. Á það jafnt við um þá sem eru á móti fyrirhuguðum breytingum sem og stuðningsmenn áformaðra breytinga á núverandi kvótakerfi. Hörðustu andstæðingar frumvarpsins hafa gengið svo langt að segja að það eigi best heima í ruslakörfunni, það eigi að „rífa“, því skuli „fleygja“. Þeir sem þannig tala segjast vilja byrja alveg upp á nýtt „á forsendum samningsleiðarinnar“ eins og það er orðað af fulltrúum stjórnarandstöðu, LÍÚ og SAA. Er þar verið að vísa til niðurstöðu samráðsnefndarinnar sem stundum hefur verið kölluð „sáttanefndin“. Hún var skipuð hagsmunaaðilum í sjávarútvegi og fulltrúum allra flokka og átti margra mánaða samráð á síðasta og þarsíðasta ári, í aðdraganda þess að frumvarpið var skrifað. Stöldrum nú aðeins við þessa kröfu að „byrja upp á nýtt“ á forsendum samráðsnefndarinnar. Nefndin varð sammála um eftirfarandi: 1. Að ekki yrði litið á aflaheimildir sem „eign“ útgerðarmanna heldur tímabundinn nýtingarrétt. 2. Að eignarréttur ríkisins á aflaheimildum væri skýr og ráðstöfun aflaheimilda skyldi því vera á ríkisins hendi. 3. Að gerðir skyldu tímabundnir nýtingarsamningar um afnot aflaheimilda gegn gjaldi og á forsendum skýrra skilmála um réttindi og skyldur beggja aðila 4. Auk nýtingarsamninganna skyldi aflaheimildum skipt í svokallaða „potta“. Nú vill svo til að þetta eru þau fjögur atriði sem frumvarp Jóns Bjarnasonar byggir á. Þar er gert ráð fyrir eignar- og ráðstöfunarrétti ríkisins yfir aflaheimildum. Gert er ráð fyrir tímabundnum nýtingarsamningum við útgerðina gegn gjaldi á grundvelli skilmála um réttindi og skyldur beggja aðila. Fiskveiðikerfinu er skipt í tvo hluta, annarsvegar nýtingarsamninga, hinsvegar svokallaða „potta“ þ.ám. leigupott, línuívilnun, strandveiðipott og byggðapott. Með öðrum orðum – frumvarpið er útfærsla á hinni svokölluðu samningsleið sem aðilar urðu ásáttir um að farin skyldi, eftir margra mánaða samráð við stjórnvöld. Þeir sem krefjast þess að byggt verði á niðurstöðu sáttanefndarinnar – samningsleiðinni – geta ekki í sama orðinu krafist þess að „byrjað sé upp á nýtt“. Niðurstaða sáttanefndarinnar er afrakstur mikillar vinnu sem leiddi til ákveðinnar niðurstöðu, og þar hlýtur útgangspunkturinn að vera. Grundvöllurinn liggur fyrir – annað er útfærsla. Eins og fram hefur komið höfum við Lilja Rafney Magnúsdóttir, sem formaður og varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar á síðasta þingi, lagt fram ítarlegar tillögur að breytingum á útfærslu frumvarpsins. Í tillögum okkar felst mikil einföldun á kerfinu, m.a. frjálsar handfæraveiðar að uppfylltum skilyrðum, að pottunum verði fækkað að mun og leigupotturinn stækkaður verulega, að opnuð verði gátt milli nýtingarsamninga og leigupotts, að allur fiskur verði boðinn um innlendan markað og að skilið verði milli veiða og vinnslu. Við leggjum áherslu á að úthlutun aflaheimilda eigi sér stað á grundvelli jafnræðis og atvinnufrelsis, að verðmyndum aflaheimilda sé eðlileg og leikreglur skýrar. Grundvallaratriðin liggja fyrir – um þau hafa menn komið sér saman nú þegar. Eftirleikurinn er handavinna, því vilji er allt sem þarf.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun