Allt að gerast í ferðamálum! Katrín Júlíusdóttir skrifar 15. október 2011 06:00 Það stefnir í að fjöldi erlendra ferðamanna á þessu ári verði um 600.000, sem er 20% fjölgun frá síðasta ári með tilheyrandi aukningu gjaldeyristekna. Þessi árangur ferðaþjónustunnar er vitanlega glæsilegur en hann hefur ekki komið af sjálfu sér. Iðnaðarráðuneytið er þess fullvisst að efling ferðaþjónustu hér á landi skili fjölbreyttum og áhugaverðum störfum og þess vegna hafa fjárframlög til greinarinnar aukist verulega þrátt fyrir niðurskurð víða annars staðar. Í sumar sem leið var gerð ítarleg greining á stuðningsumhverfi ferðaþjónustunnar innan iðnaðarráðuneytisins, en slíkar upplýsingar hefur sárlega vantað svo hægt sé að efla stuðningskerfið enn frekar og gera það skilvirkara. Þá ber þess að geta að hagsmunaaðilar innan greinarinnar og stjórnvöld hafa borið gæfu til að vinna saman. Átakið Inspired by Iceland er kannski besta dæmið um árangur slíkrar samstöðu. Ferðaþjónusta skapar í dag þúsundir starfa um land allt og er orðin ein af undirstöðuatvinnugreinum okkar Íslendinga og sú sem er í hvað örustum vexti. Mikil fjölgun ferðaþjónustufyrirtækja er gott dæmi um þá grósku og uppgang sem ríkir í greininni. Stjórnvöld hafa á undanförnum árum stigið markviss skref í þeirri vegferð að bæta starfsumhverfi greinarinnar. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða er mikilvægt skrefSíðastliðið vor var samþykkt á Alþingi ferðamálaáætlun 2011 til 2020. Í áætluninni er lögð rík áhersla á vöruþróun, nýsköpun, kannanir og rannsóknir í ferðamálum. Rannsóknir og hagtölur hefur sárlega vantað til að meta vöxt og framtíðarmöguleika ferðaþjónustunnar eins og gert er í öðrum atvinnugreinum. Örum vexti í ferðaþjónustu fylgir jafnframt mikil ábyrgð. Því hafa öryggis- og umhverfismál verið ofarlega á baugi. Stærsta skrefið í þeim efnum er vafalaust stofnun Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða, en lög um hann voru samþykkt af Alþingi í júní sl. Sjóðnum er ætlað stórt hlutverk í uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða. Einnig er honum ætlað að taka á öryggi ferðamanna. Með sjóðnum bjóðast einnig tækifæri til að fjármagna hönnun og uppbyggingu nýrra áfangastaða og dreifa þannig ferðamönnum betur um landið. Sá angi ferðaþjónustunnar sem vex og dafnar hvað mest í heiminum í dag er heilsuferðaþjónusta og þar tel ég möguleika Íslendinga mikla, jafnt á innlendum sem erlendum markaði. Það var einmitt í þeirri trú sem ég beitti mér fyrir stofnun og stuðningi við klasann Heilsulandið Ísland, sem er samstarf fyrirtækja og áhugafólks um heilsuferðaþjónustu sem var stofnað til í janúar 2010. Veturinn og Ísland allt áriðStærsta áskorunin sem við stöndum frammi fyrir í ferðamálum er að fjölga ferðamönnum yfir vetrartímann. Verkefninu Ísland allt árið var hrundið af stað sl. mánudag. Er það eitt stærsta verkefni sem ráðist hefur verið í innan ferðaþjónustu á Íslandi. Ekki er einungis um landkynningu að ræða því samhliða hafa Landsbankinn og iðnaðarráðuneytið tekið höndum saman um stofnun þróunarsjóðs til þess að styrkja heilsársverkefni í ferðaþjónustu. Sjóðnum er ætlað að taka virkan þátt í uppbyggingu fyrirtækja og verkefna í ferðaþjónustu sem skapað geta heilsársstörf og aukið þannig tekjur í þessari mikilvægu atvinnugrein. Í Ísland allt árið er markmiðið mjög skýrt; að jafna árstíðasveiflu í komu ferðamanna, skapa ný störf og auka arðsemi. Stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að leggja fram 300 milljónir árlega næstu þrjú árin til verkefnisins. Um 130 fyrirtæki, Reykjavíkurborg og fleiri aðilar leggja síðan fram sambærilega upphæð á móti. Ef við sem að ferðamálum komum stöndum saman er ég sannfærð um að við munum ná árangri og skapa hér blómlega vetrarferðamennsku. Með skýrri stefnu, vönduðum vinnubrögðum og samtakamætti eru tækifærin í ferðaþjónustunni óendanleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Það stefnir í að fjöldi erlendra ferðamanna á þessu ári verði um 600.000, sem er 20% fjölgun frá síðasta ári með tilheyrandi aukningu gjaldeyristekna. Þessi árangur ferðaþjónustunnar er vitanlega glæsilegur en hann hefur ekki komið af sjálfu sér. Iðnaðarráðuneytið er þess fullvisst að efling ferðaþjónustu hér á landi skili fjölbreyttum og áhugaverðum störfum og þess vegna hafa fjárframlög til greinarinnar aukist verulega þrátt fyrir niðurskurð víða annars staðar. Í sumar sem leið var gerð ítarleg greining á stuðningsumhverfi ferðaþjónustunnar innan iðnaðarráðuneytisins, en slíkar upplýsingar hefur sárlega vantað svo hægt sé að efla stuðningskerfið enn frekar og gera það skilvirkara. Þá ber þess að geta að hagsmunaaðilar innan greinarinnar og stjórnvöld hafa borið gæfu til að vinna saman. Átakið Inspired by Iceland er kannski besta dæmið um árangur slíkrar samstöðu. Ferðaþjónusta skapar í dag þúsundir starfa um land allt og er orðin ein af undirstöðuatvinnugreinum okkar Íslendinga og sú sem er í hvað örustum vexti. Mikil fjölgun ferðaþjónustufyrirtækja er gott dæmi um þá grósku og uppgang sem ríkir í greininni. Stjórnvöld hafa á undanförnum árum stigið markviss skref í þeirri vegferð að bæta starfsumhverfi greinarinnar. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða er mikilvægt skrefSíðastliðið vor var samþykkt á Alþingi ferðamálaáætlun 2011 til 2020. Í áætluninni er lögð rík áhersla á vöruþróun, nýsköpun, kannanir og rannsóknir í ferðamálum. Rannsóknir og hagtölur hefur sárlega vantað til að meta vöxt og framtíðarmöguleika ferðaþjónustunnar eins og gert er í öðrum atvinnugreinum. Örum vexti í ferðaþjónustu fylgir jafnframt mikil ábyrgð. Því hafa öryggis- og umhverfismál verið ofarlega á baugi. Stærsta skrefið í þeim efnum er vafalaust stofnun Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða, en lög um hann voru samþykkt af Alþingi í júní sl. Sjóðnum er ætlað stórt hlutverk í uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða. Einnig er honum ætlað að taka á öryggi ferðamanna. Með sjóðnum bjóðast einnig tækifæri til að fjármagna hönnun og uppbyggingu nýrra áfangastaða og dreifa þannig ferðamönnum betur um landið. Sá angi ferðaþjónustunnar sem vex og dafnar hvað mest í heiminum í dag er heilsuferðaþjónusta og þar tel ég möguleika Íslendinga mikla, jafnt á innlendum sem erlendum markaði. Það var einmitt í þeirri trú sem ég beitti mér fyrir stofnun og stuðningi við klasann Heilsulandið Ísland, sem er samstarf fyrirtækja og áhugafólks um heilsuferðaþjónustu sem var stofnað til í janúar 2010. Veturinn og Ísland allt áriðStærsta áskorunin sem við stöndum frammi fyrir í ferðamálum er að fjölga ferðamönnum yfir vetrartímann. Verkefninu Ísland allt árið var hrundið af stað sl. mánudag. Er það eitt stærsta verkefni sem ráðist hefur verið í innan ferðaþjónustu á Íslandi. Ekki er einungis um landkynningu að ræða því samhliða hafa Landsbankinn og iðnaðarráðuneytið tekið höndum saman um stofnun þróunarsjóðs til þess að styrkja heilsársverkefni í ferðaþjónustu. Sjóðnum er ætlað að taka virkan þátt í uppbyggingu fyrirtækja og verkefna í ferðaþjónustu sem skapað geta heilsársstörf og aukið þannig tekjur í þessari mikilvægu atvinnugrein. Í Ísland allt árið er markmiðið mjög skýrt; að jafna árstíðasveiflu í komu ferðamanna, skapa ný störf og auka arðsemi. Stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að leggja fram 300 milljónir árlega næstu þrjú árin til verkefnisins. Um 130 fyrirtæki, Reykjavíkurborg og fleiri aðilar leggja síðan fram sambærilega upphæð á móti. Ef við sem að ferðamálum komum stöndum saman er ég sannfærð um að við munum ná árangri og skapa hér blómlega vetrarferðamennsku. Með skýrri stefnu, vönduðum vinnubrögðum og samtakamætti eru tækifærin í ferðaþjónustunni óendanleg.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun