Ég er alls enginn harðstjóri Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. október 2011 11:00 Lars Lagerbäck. Mynd/Vilhelm Lars Lagerbäck virkar sem afar geðugur maður. Hann ber sig vel, er yfirvegaður, kurteis og spar á allar stórar yfirlýsingar. Hann virkar lítillátur. Kollegar mínir í Svíþjóð segja að hann sé frekar þurr á manninn og gefi lítið af sér. Ekki ætla ég að leggja dóm á það, enda kom Lagerbäck afar vel fyrir í gær og almenn jákvæðni var meðal íslenskra fjölmiðlamanna með fyrstu kynnin af Svíanum. „Ég á tvö börn og konu. Ég get sagt þér að börnin mín eru 40 og 36 ára. Meira ræði ég ekki um fjölskylduna, enda hef ég aldrei viljað tala um einkalíf mitt. Það breytist ekkert núna," sagði Lagerbäck og brosti vinalega til blaðamanns, sem brosti á móti enda tilgangur viðtalsins ekki að þjarma að þjálfaranum um einkalíf hans. Blaðamaður hafði meiri áhuga á viðhorfi hans til fótboltans og hvernig hann ætlaði sér eiginlega að koma landsliðinu okkar í gang eftir allt of mörg vonbrigðaár. „Ég var alltaf spenntur fyrir því að taka við íslenska landsliðinu. Ég hef haft gaman af því að koma til landsins og líkar afar vel við fólkið. Ég hef þess utan alltaf borið virðingu fyrir íslenskum fótbolta og þegar ég stýrði Svíum gegn Íslandi tók ég þá leiki mjög alvarlega," sagði Lagerbäck, en það kemur kannski einhverjum á óvart að hann sé á þeirri skoðun að heimamaður eigi að þjálfa landsliðið. „Ég tel það vera best að heimamaður þjálfi landslið. Sá maður finnst samt ekki alltaf og það er mér mikil ánægja að koma hingað og deila minni reynslu með íslenskum þjálfurum." Lagerbäck tekur ekki formlega við liðinu fyrr en um áramót en mun eðlilega byrja að leggja grunninn að sinni vinnu sem fyrst. „Íslenska landsliðsþjálfarastarfið er áhugavert starf. Það sem ég þekki til Íslendinga er gott. Þeir hafa jákvætt hugarfar, eru duglegir og leggja hart að sér. Það eru að koma upp efnilegir strákar í landsliðið. Allt þetta gerir verkefnið spennandi," sagði Lagerbäck, en hann viðurkennir fúslega að þekkja ekki mikið til íslensku leikmannanna. „Ég hef ekki fylgst vel með liðinu og aðeins séð það spila gegn Noregi í Ósló. Ég sá aðeins til U-21 árs liðsins á EM í Danmörku og svo hef ég séð Kolbein Sigþórsson spila með Ajax. Ég viðurkenni því að ég þarf að kynna mér strákana í liðinu og fer í það fljótlega að skoða myndbönd með leikjum íslenska liðsins." Lagerbäck segist koma að algjörlega hreinu borði. Hann þekki ekki forsögu liðsins og gagnrýni um agaleysi. Allir leikmenn munu byrja með hreint borð hjá honum er hann sest í þjálfarastólinn eftir áramót. Setti Zlatan í skammarkrókinnXX XX XXÞað orð fer af Lagerbäck að hann sé harður í horn að taka og sætti sig illa við agaleysi. Það fékk stórstjarnan Zlatan Ibrahimovic að reyna á sínum tíma. Hann braut þá agareglur landsliðsins er hann var of lengi úti á lífinu. Lagerbäck tók hann engum vettlingatökum heldur henti honum út úr landsliðinu. „Vonandi verða engin agavandamál í íslenska landsliðinu. Ég mun gera leikmönnum landsliðsins grein fyrir því að til þess að ná árangri þurfa menn að vera agaðir innan sem utan vallar. Ég mun gera þeim það alveg ljóst og ef menn geta ekki farið eftir því sem ég legg upp með spila þeir ekki með landsliðinu. Allir leikmenn þurfa að vera 100 prósent tilbúnir fyrir landsliðið," sagði Lagerbäck en telur hann sig vera harðstjóra? „Nei, ég er alls enginn harðstjóri. Ég er samt ekki hræddur við að taka erfiðar ákvarðanir. Ef leikmaður hagar sér ekki á réttan hátt þarf að taka í taumana. Ég er þess utan alltaf til í viðræður og trúi á að menn geti skipst frjálslega á skoðunum. Það er mjög mikilvægt. Það er best ef allir ná saman og eru á sömu línu. Þegar ég var með sænska liðið töluðum við allir mikið saman og bjuggum til sterka liðsheild. Það skilaði sænska liðinu þessum fína árangri undir minni stjórn," sagði Svíinn, sem kom sænska landsliðinu á fimm stórmót í röð. Ekki pláss fyrir þá sem brjóta viljandi agareglurMynd/VilhelmÞó svo að Lagerbäck sé óhræddur við að taka erfiðar ákvarðanir og taki fast á agamálum vill hann hafa sem fæstar reglur. „Þegar ég var með sænska landsliðið voru ekki margar reglur. Leikmenn vissu samt að þeir gætu ekki verið að fá sér í glas og fara út á lífið þegar þeir voru með landsliðinu. Ef ég lendi í því að einhver leikmaður íslenska liðsins brýtur agareglur mun ég byrja á því að spyrja viðkomandi út í málið. Kannski er eðlileg skýring og þá finnur maður lausn á vandamálinu. Ef einhver er aftur á móti að brjóta agareglur viljandi er ekkert pláss fyrir viðkomandi leikmann í landsliðinu." Lagerbäck spilaði leikkerfið 4-4-2 með Svíum. Ísland hefur meira og minna verið að spila 4-5-1 síðustu ár. Hvernig sér Svíinn fyrir sér að íslenska liðið spili undir hans stjórn? „Það er of snemmt að segja hvernig ég læt liðið spila. Ég vil hafa ellefu bestu leikmennina inn á hverju sinni. Ég mun samt alltaf spila með fjóra varnarmenn. Ég vil líka spila svæðisvörn. Hvernig ég útfæri sóknarleikinn á eftir að koma í ljós og mun líka velta á því hvaða leikmenn standa mér til boða hverju sinni. Ég kýs helst að spila með tvo framherja en hvort það gengur með íslenska liðið á eftir að koma í ljós." Eyjamaðurinn Heimir Hallgrímsson mun aðstoða Lagerbäck en hvernig verður hans aðstoðarlið þess utan? „Ég vil helst hafa sem fæsta aðstoðarmenn. Því fleiri sem koma að málum, þeim mun flóknari verður vinnan. Í kringum liðið vil ég hafa markvarðaþjálfara, aðstoðarþjálfara og svo þarf ég að minnsta kosti einn útsendara sem njósnar um andstæðinga okkar. Svo þarf myndbandasérfræðing og það verður líklega Heimir til að byrja með," sagði Lagerbäck, sem mun ekki flytja til landsins enda er hann nær flestum landsliðsmönnum okkar í Svíþjóð. „Ég mun engu að síður reyna að koma hingað eins oft og ég þarf. Það er samt auðveldara fyrir mig að hitta leikmennina ef ég verð áfram í Svíþjóð. Ég mun síðan reyna að eiga gott samband við þjálfarana á Íslandi og funda með þeim." Óttaðist veðrið á Íslandi en ekki LaugardalsvöllMynd/VilhelmÞað hefur ekki hjálpað landsliðinu á undanförnum árum að heimavöllur Íslands, Laugardalsvöllur, er ekki nein gryfja. Áhorfendur eru langt frá vellinum og láta þess utan lítið í sér heyra. Lagerbäck hefur stýrt liði á Laugardalsvelli gegn Íslandi og segir það ekki hafa verið ógnvekjandi reynslu. „Það sem maður óttaðist við að koma til Íslands var veðrið en ekki áhorfendurnir og völlurinn. Það er mikilvægt að eiga sterkan heimavöll sem andstæðingurinn óttast. Það er ekki hægt að byggja upp hræðslu fyrir vellinum fyrr en árangurinn kemur. Þá kemur líka meiri stemning í stúkuna og leikmennina. Þeir trúa því að þeir geti náð árangri á heimavelli. Við þurfum því einfaldlega að byrja að vinna leiki," sagði Lagerbäck kíminn. Þetta er ekki svo flókið eftir allt saman. Íslenski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira
Lars Lagerbäck virkar sem afar geðugur maður. Hann ber sig vel, er yfirvegaður, kurteis og spar á allar stórar yfirlýsingar. Hann virkar lítillátur. Kollegar mínir í Svíþjóð segja að hann sé frekar þurr á manninn og gefi lítið af sér. Ekki ætla ég að leggja dóm á það, enda kom Lagerbäck afar vel fyrir í gær og almenn jákvæðni var meðal íslenskra fjölmiðlamanna með fyrstu kynnin af Svíanum. „Ég á tvö börn og konu. Ég get sagt þér að börnin mín eru 40 og 36 ára. Meira ræði ég ekki um fjölskylduna, enda hef ég aldrei viljað tala um einkalíf mitt. Það breytist ekkert núna," sagði Lagerbäck og brosti vinalega til blaðamanns, sem brosti á móti enda tilgangur viðtalsins ekki að þjarma að þjálfaranum um einkalíf hans. Blaðamaður hafði meiri áhuga á viðhorfi hans til fótboltans og hvernig hann ætlaði sér eiginlega að koma landsliðinu okkar í gang eftir allt of mörg vonbrigðaár. „Ég var alltaf spenntur fyrir því að taka við íslenska landsliðinu. Ég hef haft gaman af því að koma til landsins og líkar afar vel við fólkið. Ég hef þess utan alltaf borið virðingu fyrir íslenskum fótbolta og þegar ég stýrði Svíum gegn Íslandi tók ég þá leiki mjög alvarlega," sagði Lagerbäck, en það kemur kannski einhverjum á óvart að hann sé á þeirri skoðun að heimamaður eigi að þjálfa landsliðið. „Ég tel það vera best að heimamaður þjálfi landslið. Sá maður finnst samt ekki alltaf og það er mér mikil ánægja að koma hingað og deila minni reynslu með íslenskum þjálfurum." Lagerbäck tekur ekki formlega við liðinu fyrr en um áramót en mun eðlilega byrja að leggja grunninn að sinni vinnu sem fyrst. „Íslenska landsliðsþjálfarastarfið er áhugavert starf. Það sem ég þekki til Íslendinga er gott. Þeir hafa jákvætt hugarfar, eru duglegir og leggja hart að sér. Það eru að koma upp efnilegir strákar í landsliðið. Allt þetta gerir verkefnið spennandi," sagði Lagerbäck, en hann viðurkennir fúslega að þekkja ekki mikið til íslensku leikmannanna. „Ég hef ekki fylgst vel með liðinu og aðeins séð það spila gegn Noregi í Ósló. Ég sá aðeins til U-21 árs liðsins á EM í Danmörku og svo hef ég séð Kolbein Sigþórsson spila með Ajax. Ég viðurkenni því að ég þarf að kynna mér strákana í liðinu og fer í það fljótlega að skoða myndbönd með leikjum íslenska liðsins." Lagerbäck segist koma að algjörlega hreinu borði. Hann þekki ekki forsögu liðsins og gagnrýni um agaleysi. Allir leikmenn munu byrja með hreint borð hjá honum er hann sest í þjálfarastólinn eftir áramót. Setti Zlatan í skammarkrókinnXX XX XXÞað orð fer af Lagerbäck að hann sé harður í horn að taka og sætti sig illa við agaleysi. Það fékk stórstjarnan Zlatan Ibrahimovic að reyna á sínum tíma. Hann braut þá agareglur landsliðsins er hann var of lengi úti á lífinu. Lagerbäck tók hann engum vettlingatökum heldur henti honum út úr landsliðinu. „Vonandi verða engin agavandamál í íslenska landsliðinu. Ég mun gera leikmönnum landsliðsins grein fyrir því að til þess að ná árangri þurfa menn að vera agaðir innan sem utan vallar. Ég mun gera þeim það alveg ljóst og ef menn geta ekki farið eftir því sem ég legg upp með spila þeir ekki með landsliðinu. Allir leikmenn þurfa að vera 100 prósent tilbúnir fyrir landsliðið," sagði Lagerbäck en telur hann sig vera harðstjóra? „Nei, ég er alls enginn harðstjóri. Ég er samt ekki hræddur við að taka erfiðar ákvarðanir. Ef leikmaður hagar sér ekki á réttan hátt þarf að taka í taumana. Ég er þess utan alltaf til í viðræður og trúi á að menn geti skipst frjálslega á skoðunum. Það er mjög mikilvægt. Það er best ef allir ná saman og eru á sömu línu. Þegar ég var með sænska liðið töluðum við allir mikið saman og bjuggum til sterka liðsheild. Það skilaði sænska liðinu þessum fína árangri undir minni stjórn," sagði Svíinn, sem kom sænska landsliðinu á fimm stórmót í röð. Ekki pláss fyrir þá sem brjóta viljandi agareglurMynd/VilhelmÞó svo að Lagerbäck sé óhræddur við að taka erfiðar ákvarðanir og taki fast á agamálum vill hann hafa sem fæstar reglur. „Þegar ég var með sænska landsliðið voru ekki margar reglur. Leikmenn vissu samt að þeir gætu ekki verið að fá sér í glas og fara út á lífið þegar þeir voru með landsliðinu. Ef ég lendi í því að einhver leikmaður íslenska liðsins brýtur agareglur mun ég byrja á því að spyrja viðkomandi út í málið. Kannski er eðlileg skýring og þá finnur maður lausn á vandamálinu. Ef einhver er aftur á móti að brjóta agareglur viljandi er ekkert pláss fyrir viðkomandi leikmann í landsliðinu." Lagerbäck spilaði leikkerfið 4-4-2 með Svíum. Ísland hefur meira og minna verið að spila 4-5-1 síðustu ár. Hvernig sér Svíinn fyrir sér að íslenska liðið spili undir hans stjórn? „Það er of snemmt að segja hvernig ég læt liðið spila. Ég vil hafa ellefu bestu leikmennina inn á hverju sinni. Ég mun samt alltaf spila með fjóra varnarmenn. Ég vil líka spila svæðisvörn. Hvernig ég útfæri sóknarleikinn á eftir að koma í ljós og mun líka velta á því hvaða leikmenn standa mér til boða hverju sinni. Ég kýs helst að spila með tvo framherja en hvort það gengur með íslenska liðið á eftir að koma í ljós." Eyjamaðurinn Heimir Hallgrímsson mun aðstoða Lagerbäck en hvernig verður hans aðstoðarlið þess utan? „Ég vil helst hafa sem fæsta aðstoðarmenn. Því fleiri sem koma að málum, þeim mun flóknari verður vinnan. Í kringum liðið vil ég hafa markvarðaþjálfara, aðstoðarþjálfara og svo þarf ég að minnsta kosti einn útsendara sem njósnar um andstæðinga okkar. Svo þarf myndbandasérfræðing og það verður líklega Heimir til að byrja með," sagði Lagerbäck, sem mun ekki flytja til landsins enda er hann nær flestum landsliðsmönnum okkar í Svíþjóð. „Ég mun engu að síður reyna að koma hingað eins oft og ég þarf. Það er samt auðveldara fyrir mig að hitta leikmennina ef ég verð áfram í Svíþjóð. Ég mun síðan reyna að eiga gott samband við þjálfarana á Íslandi og funda með þeim." Óttaðist veðrið á Íslandi en ekki LaugardalsvöllMynd/VilhelmÞað hefur ekki hjálpað landsliðinu á undanförnum árum að heimavöllur Íslands, Laugardalsvöllur, er ekki nein gryfja. Áhorfendur eru langt frá vellinum og láta þess utan lítið í sér heyra. Lagerbäck hefur stýrt liði á Laugardalsvelli gegn Íslandi og segir það ekki hafa verið ógnvekjandi reynslu. „Það sem maður óttaðist við að koma til Íslands var veðrið en ekki áhorfendurnir og völlurinn. Það er mikilvægt að eiga sterkan heimavöll sem andstæðingurinn óttast. Það er ekki hægt að byggja upp hræðslu fyrir vellinum fyrr en árangurinn kemur. Þá kemur líka meiri stemning í stúkuna og leikmennina. Þeir trúa því að þeir geti náð árangri á heimavelli. Við þurfum því einfaldlega að byrja að vinna leiki," sagði Lagerbäck kíminn. Þetta er ekki svo flókið eftir allt saman.
Íslenski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira