Máttlitlir siðferðisvitar Pawel Bartoszek skrifar 14. október 2011 06:00 Það hver verði biskup eftir ár er ekki mjög áhugaverð spurning. Það er heldur ekki það sem kirkjan ætti að hafa áhyggjur af eða við ættum að vera að spyrja okkur. Þess í stað ættum við að velta því fyrir okkur hvort þjóðkirkjan, eða önnur trúfélög, séu öfl sem mark er á takandi þegar kemur að því að vísa veginn í siðferðismálum. Trúleysingjanum finnst það ekki, en hver verður að fá að svara þessu fyrir sig. Trúarbrögð heimsins deila flest nokkrum sameiginlegum einkennum. Flest þeirra gefa til dæmis rangar skýringar á upphafi heimsins og tilurð mannsins. Vísindunum hefur tekist að gefa mun líklegri skýringar á hvoru tveggja þótt öfgamenn í mörgum löndum reyni gjarnan að halda hinum röngu skýringum til streitu og fá þær jafnvel kenndar í skólum. Sem betur fer eru slík afskipti trúarleiðtoga þó fremur fátíð hérlendis. En þegar kemur að siðferðismálum hafa kristnar kirkjur þó að einhverju leyti haldið velli sem afl sem hlustað er á. Ekki er víst að sú staða sé verðskulduð. Framfarir í siðferðismálum verða sjaldan fyrir tilstuðlan trúfélaga. Þvert á móti virðist að ekki sé hægt að finna þá bábilju sem eitthvert afturhald með söfnuð sér að baki geti ekki léð máls á. Hatursburður forstöðumanna sumra trúarsöfnuða í garð samkynhneigðra er bara eitt dæmi. Jafnvel þjóðkirkjan íslenska, sem samanborið við marga aðra söfnuði er vissulega fremur frjálslynd, eltir miklu fremur samfélagslegar breytingar en að leiða þær. Ekki er lengra en fjögur ár frá því að Kirkjuþing lagði áherslu á að „frelsi presta væri virt“ þegar kæmi að hjónavígslum fólks af sama kyni. Fallist var á þetta í nýjum hjúskaparlögum. Nokkrar spurningar vakna: Er það eðlilegt að þeir sem framkvæma opinberar athafnir hafi slíkt sjálfsvald? Lýsa óskir um slíkt nútímalegri siðferðiskennd? Hvað þætti okkur um að íþróttafélag sem fengi opinbera styrki færi sérstaklega fram á að geta valið í liðið á forsendum kynþáttar eða ætternis? Hugsum okkur svo einkarekinn grunnskóla þar sem skólastjórinn reynist vera kynferðisafbrotamaður. Jafnvel ef stjórn skólans gerði allt rétt ætti hún að hafa miklar áhyggjur af framtíð skólans. En hvað ef stjórnin hefði hunsað ábendingar um kynferðisbrotin? Hvaða framtíð ætti slíkur skóli fyrir sér? Trúarsöfnuðir virðast auðvitað fylgja einhverjum öðrum lögmálum en önnur félög. Er það til dæmis ekki magnað að fórnarlömb ofbeldis starfsmanna trúfélaga leiti hvað eftir annað til trúfélaganna sjálfra til að fá úrlausn mála sinna? Það hafa þau gert hérlendis, sömu sögu er að segja frá öðrum löndum. Reynslan ætti að kenna fólki að leita annað. Það hafa verið blaðamenn, sálfræðingar, lögfræðingar og læknar, sem sagt „veraldlegir menn“, sem gjarnan hafa ýtt málum fórnarlambanna áfram. Ekki prestar eða biskupar. Enda ætti ekki að koma fram við trúfélög sem sérstök ríki í ríkinu. Ef ráðist er á konu á skemmtistað, þá er eðlilegast að leita til lögreglu, en ekki leita til skemmtistaðarins og bíða eftir að nefnd á hans vegum skili af sér skýrslu. Nú er ekki þar með sagt að í kirkjum landsins starfi eintómir siðleysingjar. En það má spyrja sig hvort siðferðislegur árangur kirkjunnar seinustu áratugi gefi mikla ástæðu til að til hennar sé litið sem góðrar fyrirmyndar á því sviði. Um það má efast. Trúfélög stæra sig gjarnan af því að þau fylli ákveðið skarð í lífi fólks. Þau gefi svör um tilgang lífsins, varði áfanga á lífsleið þess og leitist við að svara spurningum um rétt og rangt. Önnur hugmyndakerfi geta auðvitað hæglega fyllt þau meintu skörð sem hér eru nefnd. Tilgang lífsins má finna án loforðs um himnaríki. Fagna má nýfæddu án vísunar í yfirnáttúrleg öfl. Loks má svara siðferðislegum spurningum ansi vel án þess að þurfa að grípa til hugtaka á borð við „Guð“, „synd“ og „helvíti“. Og þau svör verða sjaldnast síðri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Pawel Bartoszek Skoðanir Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun
Það hver verði biskup eftir ár er ekki mjög áhugaverð spurning. Það er heldur ekki það sem kirkjan ætti að hafa áhyggjur af eða við ættum að vera að spyrja okkur. Þess í stað ættum við að velta því fyrir okkur hvort þjóðkirkjan, eða önnur trúfélög, séu öfl sem mark er á takandi þegar kemur að því að vísa veginn í siðferðismálum. Trúleysingjanum finnst það ekki, en hver verður að fá að svara þessu fyrir sig. Trúarbrögð heimsins deila flest nokkrum sameiginlegum einkennum. Flest þeirra gefa til dæmis rangar skýringar á upphafi heimsins og tilurð mannsins. Vísindunum hefur tekist að gefa mun líklegri skýringar á hvoru tveggja þótt öfgamenn í mörgum löndum reyni gjarnan að halda hinum röngu skýringum til streitu og fá þær jafnvel kenndar í skólum. Sem betur fer eru slík afskipti trúarleiðtoga þó fremur fátíð hérlendis. En þegar kemur að siðferðismálum hafa kristnar kirkjur þó að einhverju leyti haldið velli sem afl sem hlustað er á. Ekki er víst að sú staða sé verðskulduð. Framfarir í siðferðismálum verða sjaldan fyrir tilstuðlan trúfélaga. Þvert á móti virðist að ekki sé hægt að finna þá bábilju sem eitthvert afturhald með söfnuð sér að baki geti ekki léð máls á. Hatursburður forstöðumanna sumra trúarsöfnuða í garð samkynhneigðra er bara eitt dæmi. Jafnvel þjóðkirkjan íslenska, sem samanborið við marga aðra söfnuði er vissulega fremur frjálslynd, eltir miklu fremur samfélagslegar breytingar en að leiða þær. Ekki er lengra en fjögur ár frá því að Kirkjuþing lagði áherslu á að „frelsi presta væri virt“ þegar kæmi að hjónavígslum fólks af sama kyni. Fallist var á þetta í nýjum hjúskaparlögum. Nokkrar spurningar vakna: Er það eðlilegt að þeir sem framkvæma opinberar athafnir hafi slíkt sjálfsvald? Lýsa óskir um slíkt nútímalegri siðferðiskennd? Hvað þætti okkur um að íþróttafélag sem fengi opinbera styrki færi sérstaklega fram á að geta valið í liðið á forsendum kynþáttar eða ætternis? Hugsum okkur svo einkarekinn grunnskóla þar sem skólastjórinn reynist vera kynferðisafbrotamaður. Jafnvel ef stjórn skólans gerði allt rétt ætti hún að hafa miklar áhyggjur af framtíð skólans. En hvað ef stjórnin hefði hunsað ábendingar um kynferðisbrotin? Hvaða framtíð ætti slíkur skóli fyrir sér? Trúarsöfnuðir virðast auðvitað fylgja einhverjum öðrum lögmálum en önnur félög. Er það til dæmis ekki magnað að fórnarlömb ofbeldis starfsmanna trúfélaga leiti hvað eftir annað til trúfélaganna sjálfra til að fá úrlausn mála sinna? Það hafa þau gert hérlendis, sömu sögu er að segja frá öðrum löndum. Reynslan ætti að kenna fólki að leita annað. Það hafa verið blaðamenn, sálfræðingar, lögfræðingar og læknar, sem sagt „veraldlegir menn“, sem gjarnan hafa ýtt málum fórnarlambanna áfram. Ekki prestar eða biskupar. Enda ætti ekki að koma fram við trúfélög sem sérstök ríki í ríkinu. Ef ráðist er á konu á skemmtistað, þá er eðlilegast að leita til lögreglu, en ekki leita til skemmtistaðarins og bíða eftir að nefnd á hans vegum skili af sér skýrslu. Nú er ekki þar með sagt að í kirkjum landsins starfi eintómir siðleysingjar. En það má spyrja sig hvort siðferðislegur árangur kirkjunnar seinustu áratugi gefi mikla ástæðu til að til hennar sé litið sem góðrar fyrirmyndar á því sviði. Um það má efast. Trúfélög stæra sig gjarnan af því að þau fylli ákveðið skarð í lífi fólks. Þau gefi svör um tilgang lífsins, varði áfanga á lífsleið þess og leitist við að svara spurningum um rétt og rangt. Önnur hugmyndakerfi geta auðvitað hæglega fyllt þau meintu skörð sem hér eru nefnd. Tilgang lífsins má finna án loforðs um himnaríki. Fagna má nýfæddu án vísunar í yfirnáttúrleg öfl. Loks má svara siðferðislegum spurningum ansi vel án þess að þurfa að grípa til hugtaka á borð við „Guð“, „synd“ og „helvíti“. Og þau svör verða sjaldnast síðri.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun