Á hverju ætlið þið þá að lifa? Háskólagráðum? Eyþór Jóvinsson skrifar 11. október 2011 06:00 Pawel Bartoszek skrifar pistil í Fréttablaðið 7. október af svo mikilli fáfræði að það er leitun að öðru eins. Pistillinn ber nafnið „Óbyggðastefna“ sem er sannkallað réttnefni, því þar boðar hann mikla óbyggðastefnu. Hann furðar sig á því af hverju landsmenn vilji alltaf vera að komast frá landsbyggðinni. Hann telur skynsamlegra að nota peninginn í skólamál, frekar en vegaframkvæmdir á landsbyggðinni. Í pistli sínum segir hann meðal annars orðrétt: „En þegar góðar samgöngur eru orðnar sterkasti kostur staðar er í raun verið að segja: „Staðurinn sjálfur er ekkert spes en það má auðveldlega komast frá honum í annan stað sem er skárri.“ Og þá fara menn að spyrja sig: „Væri þá ekki einfaldara að flytja bara á þann stað?““ Nokkuð dæmigert sjónarhorn frá borgarbúa. Heldur að samgöngur séu aðeins til þess gerðar svo landsbyggðarpakkið geti farið í ferðalög. Setjum þetta nú aðeins í stærra samhengi, samhengi sem jafnvel Pawel getur áttað sig á. Ég reikna fastlega með að hann sé búsettur í Reykjavík. Þar vill hann vera og hefur ekkert að sækja út fyrir borgina. En hvernig ætli lífið í Reykjavík væri ef flug og sjósamgöngur út í heim myndu leggjast af? Tja, já og bara ef að samgöngur út á land myndu leggjast af – er Reykjavík sjálfri sér nóg? Útfutningur myndi leggjast af og þar með stærstu atvinnugreinar Íslands, ferðamenn myndu heyra sögunni til, bensín myndi verða ófáanlegt, og já ekki veit ég til þess að það sé mikið um búfénað eða matvælaræktun í Reykjavík. Á hverju ætlið þið þá að lifa? Háskólagráðum? Ef Pawel er ósáttur við að fá hvorki vörur eða þjónustu frá öðrum löndum, já eða landsbyggðinni, þá myndi hann bara flytja á annan stað. – Svo einfalt er það! En ég spyr, hvert ætlar hann að flytja? Hvaða samfélag er ekki háð góðum samgöngum? Góðar samgöngur eru forsenda þess að samfélög lifi af, hvort sem það er Patreksfjörður, Reykjavík eða New York. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Pawel Bartoszek skrifar pistil í Fréttablaðið 7. október af svo mikilli fáfræði að það er leitun að öðru eins. Pistillinn ber nafnið „Óbyggðastefna“ sem er sannkallað réttnefni, því þar boðar hann mikla óbyggðastefnu. Hann furðar sig á því af hverju landsmenn vilji alltaf vera að komast frá landsbyggðinni. Hann telur skynsamlegra að nota peninginn í skólamál, frekar en vegaframkvæmdir á landsbyggðinni. Í pistli sínum segir hann meðal annars orðrétt: „En þegar góðar samgöngur eru orðnar sterkasti kostur staðar er í raun verið að segja: „Staðurinn sjálfur er ekkert spes en það má auðveldlega komast frá honum í annan stað sem er skárri.“ Og þá fara menn að spyrja sig: „Væri þá ekki einfaldara að flytja bara á þann stað?““ Nokkuð dæmigert sjónarhorn frá borgarbúa. Heldur að samgöngur séu aðeins til þess gerðar svo landsbyggðarpakkið geti farið í ferðalög. Setjum þetta nú aðeins í stærra samhengi, samhengi sem jafnvel Pawel getur áttað sig á. Ég reikna fastlega með að hann sé búsettur í Reykjavík. Þar vill hann vera og hefur ekkert að sækja út fyrir borgina. En hvernig ætli lífið í Reykjavík væri ef flug og sjósamgöngur út í heim myndu leggjast af? Tja, já og bara ef að samgöngur út á land myndu leggjast af – er Reykjavík sjálfri sér nóg? Útfutningur myndi leggjast af og þar með stærstu atvinnugreinar Íslands, ferðamenn myndu heyra sögunni til, bensín myndi verða ófáanlegt, og já ekki veit ég til þess að það sé mikið um búfénað eða matvælaræktun í Reykjavík. Á hverju ætlið þið þá að lifa? Háskólagráðum? Ef Pawel er ósáttur við að fá hvorki vörur eða þjónustu frá öðrum löndum, já eða landsbyggðinni, þá myndi hann bara flytja á annan stað. – Svo einfalt er það! En ég spyr, hvert ætlar hann að flytja? Hvaða samfélag er ekki háð góðum samgöngum? Góðar samgöngur eru forsenda þess að samfélög lifi af, hvort sem það er Patreksfjörður, Reykjavík eða New York.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar