Birting á nafni Önnu sætir harðri gagnrýni 11. október 2011 04:15 Ekki lengur eftirlýstur Bandaríkir alríkislögreglumenn þegar fjölmiðlum var skýrt frá handtöku Bulgers í júní.nordicphotos/AFP Anna Björnsdóttir, fyrrverandi fegurðardrottning og leikkona, getur verið í hættu stödd eftir að bandaríska dagblaðið Boston Globe skýrði frá því að það hefði verið hún sem bar kennsl á hinn eftirlýsta glæpamann James „Whitey“ Bulger. „Þeir geta ekki tryggt hundrað prósent að hún geti verið örugg áfram,“ var haft eftir Michael Sullivan, fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, í öðru dagblaði frá Boston, nefnilega Boston Herald: „Þetta var óþörf birting og óþörf áreitni,“ sagði Sullivan. Nokkuð var fjallað um málið í bandarískum fjölmiðlum í gær þar sem blaðamenn á Boston Globe voru gagnrýndir fyrir að birta nafn Önnu opinberlega. Bandaríska alríkislögreglan FBI greiddi Önnu jafnvirði 230 milljóna króna fyrir upplýsingarnar, sem leiddu til handtöku Bulgers og vinkonu hans í júní. Anna bjó um hríð í sama húsi og Bulger í Kaliforníu og bar kennsl á hann á mynd sem birt var á sjónvarpsstöðinni CNN. Sullivan segir þessa birtingu geta orðið til þess að fólk hiki við að veita lögreglunni upplýsingar um eftirlýsta glæpamenn, ef ekki sé hægt að treysta því að trúnaður haldi. Michael Kendall, fyrrverandi alríkissaksóknari, segir blaðið hugsanlega hafa stjórnarskrárvarinn rétt til að birta nafn Önnu – „en það þýðir ekki að það eigi að gera það“. Bulger var glæpaforingi í Boston og er sakaður um nítján morð. Hann er nú kominn yfir áttrætt og hafði áratugum saman verið í felum í íbúð sinni í Kaliforníu ásamt vinkonu sinni, Catherine Craig, sem er sextug. Flestir fjölmiðlar vestra hafa þó tekið upp þráðinn frá Boston Globe og birt nafn Önnu, jafnvel þótt einhver hætta sé á því að félagar Bulgers leiti hana uppi. Hann var hins vegar orðinn einangraður og vinafár. Blaðamenn Boston Globe skýra frá samtölum við nágranna Bulgers, sem segja hann hafa haft hægt um sig og talað við fáa. Hann hafi hins vegar virst vera ósköp venjulegt gamalmenni og kom mörgum á óvart að hann hefði verið harðsvíraður glæpamaður. gudsteinn@frettabladid.is Bandaríkin Fréttir James Whitey Bulger Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Sjá meira
Anna Björnsdóttir, fyrrverandi fegurðardrottning og leikkona, getur verið í hættu stödd eftir að bandaríska dagblaðið Boston Globe skýrði frá því að það hefði verið hún sem bar kennsl á hinn eftirlýsta glæpamann James „Whitey“ Bulger. „Þeir geta ekki tryggt hundrað prósent að hún geti verið örugg áfram,“ var haft eftir Michael Sullivan, fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, í öðru dagblaði frá Boston, nefnilega Boston Herald: „Þetta var óþörf birting og óþörf áreitni,“ sagði Sullivan. Nokkuð var fjallað um málið í bandarískum fjölmiðlum í gær þar sem blaðamenn á Boston Globe voru gagnrýndir fyrir að birta nafn Önnu opinberlega. Bandaríska alríkislögreglan FBI greiddi Önnu jafnvirði 230 milljóna króna fyrir upplýsingarnar, sem leiddu til handtöku Bulgers og vinkonu hans í júní. Anna bjó um hríð í sama húsi og Bulger í Kaliforníu og bar kennsl á hann á mynd sem birt var á sjónvarpsstöðinni CNN. Sullivan segir þessa birtingu geta orðið til þess að fólk hiki við að veita lögreglunni upplýsingar um eftirlýsta glæpamenn, ef ekki sé hægt að treysta því að trúnaður haldi. Michael Kendall, fyrrverandi alríkissaksóknari, segir blaðið hugsanlega hafa stjórnarskrárvarinn rétt til að birta nafn Önnu – „en það þýðir ekki að það eigi að gera það“. Bulger var glæpaforingi í Boston og er sakaður um nítján morð. Hann er nú kominn yfir áttrætt og hafði áratugum saman verið í felum í íbúð sinni í Kaliforníu ásamt vinkonu sinni, Catherine Craig, sem er sextug. Flestir fjölmiðlar vestra hafa þó tekið upp þráðinn frá Boston Globe og birt nafn Önnu, jafnvel þótt einhver hætta sé á því að félagar Bulgers leiti hana uppi. Hann var hins vegar orðinn einangraður og vinafár. Blaðamenn Boston Globe skýra frá samtölum við nágranna Bulgers, sem segja hann hafa haft hægt um sig og talað við fáa. Hann hafi hins vegar virst vera ósköp venjulegt gamalmenni og kom mörgum á óvart að hann hefði verið harðsvíraður glæpamaður. gudsteinn@frettabladid.is
Bandaríkin Fréttir James Whitey Bulger Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Sjá meira