Gæti borðað hest 10. október 2011 20:00 Stefán Pétur Sólveigarson vöruhönnuður er hrifin af spagettíréttum og bráðvantaði almennilegan spagettímæli. Mælirinn fæst í burstuðu stáli og hvítu og grænu plasti. Oft hanna ég einhvern hlut þegar mig vantar eitthvað sérstakt og finn það hvergi í búðum," segir Stefán Pétur Sólveigarson vöruhönnuður sem hefur hannað spagettímæli með hentugum mæligötum. „Allstaðar var boðið upp á sama kerfið, göt til að stinga spagettíinu í gegnum. Mér finnst það óhentug tækni til að mæla spagettí, það er miklu betra að láta það detta niður í rauf sem maður fyllir upp í." Á mæli Stefáns eru þó ekki bara einfaldar raufar heldur útskorin tákn sem mæla magn fyrir 12 ára og yngri, fullorðinn mann og konu og á endanum er útskorinn hestur. „Það er fyrir fjóra. Mig langaði til að gera smá leik í kringum þetta og nota máltækið „ég er svo svangur að ég gæti borðað heilan hest," útskýrir Stefán sem sjálfur er mikið fyrir spagettí. Mælirinn er skorinn út í burstað stál og hvítt og grænt plast. Framleiðslan fer fram á Íslandi og segir Stefán það mikilvægt í hans hönnun. Meðal vara eftir Stefán má nefna kertastjakann Skrauta, Ræðubindið og handspilin Hrútaspilið og Veiðimann svo eitthvað sé nefnt. Þá er von á nýju handspili frá Stefáni fyrir jólin. „Það heitir Jólakötturinn og er svartapétursspil, tveir og tveir eins jólasveinar og svo einn jólaköttur sem á að reyna að losa sig við. Það kemur í búðir fyrir jólin," segir Stefán en spagettímælirinn er fáanlegur meðal annars í Kraumi, Epal og Mýrinni. Heimasíða Stefáns er solson.is. heida@frettabladid.is Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Mælirinn fæst í burstuðu stáli og hvítu og grænu plasti. Oft hanna ég einhvern hlut þegar mig vantar eitthvað sérstakt og finn það hvergi í búðum," segir Stefán Pétur Sólveigarson vöruhönnuður sem hefur hannað spagettímæli með hentugum mæligötum. „Allstaðar var boðið upp á sama kerfið, göt til að stinga spagettíinu í gegnum. Mér finnst það óhentug tækni til að mæla spagettí, það er miklu betra að láta það detta niður í rauf sem maður fyllir upp í." Á mæli Stefáns eru þó ekki bara einfaldar raufar heldur útskorin tákn sem mæla magn fyrir 12 ára og yngri, fullorðinn mann og konu og á endanum er útskorinn hestur. „Það er fyrir fjóra. Mig langaði til að gera smá leik í kringum þetta og nota máltækið „ég er svo svangur að ég gæti borðað heilan hest," útskýrir Stefán sem sjálfur er mikið fyrir spagettí. Mælirinn er skorinn út í burstað stál og hvítt og grænt plast. Framleiðslan fer fram á Íslandi og segir Stefán það mikilvægt í hans hönnun. Meðal vara eftir Stefán má nefna kertastjakann Skrauta, Ræðubindið og handspilin Hrútaspilið og Veiðimann svo eitthvað sé nefnt. Þá er von á nýju handspili frá Stefáni fyrir jólin. „Það heitir Jólakötturinn og er svartapétursspil, tveir og tveir eins jólasveinar og svo einn jólaköttur sem á að reyna að losa sig við. Það kemur í búðir fyrir jólin," segir Stefán en spagettímælirinn er fáanlegur meðal annars í Kraumi, Epal og Mýrinni. Heimasíða Stefáns er solson.is. heida@frettabladid.is
Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp