Gæti borðað hest 10. október 2011 20:00 Stefán Pétur Sólveigarson vöruhönnuður er hrifin af spagettíréttum og bráðvantaði almennilegan spagettímæli. Mælirinn fæst í burstuðu stáli og hvítu og grænu plasti. Oft hanna ég einhvern hlut þegar mig vantar eitthvað sérstakt og finn það hvergi í búðum," segir Stefán Pétur Sólveigarson vöruhönnuður sem hefur hannað spagettímæli með hentugum mæligötum. „Allstaðar var boðið upp á sama kerfið, göt til að stinga spagettíinu í gegnum. Mér finnst það óhentug tækni til að mæla spagettí, það er miklu betra að láta það detta niður í rauf sem maður fyllir upp í." Á mæli Stefáns eru þó ekki bara einfaldar raufar heldur útskorin tákn sem mæla magn fyrir 12 ára og yngri, fullorðinn mann og konu og á endanum er útskorinn hestur. „Það er fyrir fjóra. Mig langaði til að gera smá leik í kringum þetta og nota máltækið „ég er svo svangur að ég gæti borðað heilan hest," útskýrir Stefán sem sjálfur er mikið fyrir spagettí. Mælirinn er skorinn út í burstað stál og hvítt og grænt plast. Framleiðslan fer fram á Íslandi og segir Stefán það mikilvægt í hans hönnun. Meðal vara eftir Stefán má nefna kertastjakann Skrauta, Ræðubindið og handspilin Hrútaspilið og Veiðimann svo eitthvað sé nefnt. Þá er von á nýju handspili frá Stefáni fyrir jólin. „Það heitir Jólakötturinn og er svartapétursspil, tveir og tveir eins jólasveinar og svo einn jólaköttur sem á að reyna að losa sig við. Það kemur í búðir fyrir jólin," segir Stefán en spagettímælirinn er fáanlegur meðal annars í Kraumi, Epal og Mýrinni. Heimasíða Stefáns er solson.is. heida@frettabladid.is Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Mælirinn fæst í burstuðu stáli og hvítu og grænu plasti. Oft hanna ég einhvern hlut þegar mig vantar eitthvað sérstakt og finn það hvergi í búðum," segir Stefán Pétur Sólveigarson vöruhönnuður sem hefur hannað spagettímæli með hentugum mæligötum. „Allstaðar var boðið upp á sama kerfið, göt til að stinga spagettíinu í gegnum. Mér finnst það óhentug tækni til að mæla spagettí, það er miklu betra að láta það detta niður í rauf sem maður fyllir upp í." Á mæli Stefáns eru þó ekki bara einfaldar raufar heldur útskorin tákn sem mæla magn fyrir 12 ára og yngri, fullorðinn mann og konu og á endanum er útskorinn hestur. „Það er fyrir fjóra. Mig langaði til að gera smá leik í kringum þetta og nota máltækið „ég er svo svangur að ég gæti borðað heilan hest," útskýrir Stefán sem sjálfur er mikið fyrir spagettí. Mælirinn er skorinn út í burstað stál og hvítt og grænt plast. Framleiðslan fer fram á Íslandi og segir Stefán það mikilvægt í hans hönnun. Meðal vara eftir Stefán má nefna kertastjakann Skrauta, Ræðubindið og handspilin Hrútaspilið og Veiðimann svo eitthvað sé nefnt. Þá er von á nýju handspili frá Stefáni fyrir jólin. „Það heitir Jólakötturinn og er svartapétursspil, tveir og tveir eins jólasveinar og svo einn jólaköttur sem á að reyna að losa sig við. Það kemur í búðir fyrir jólin," segir Stefán en spagettímælirinn er fáanlegur meðal annars í Kraumi, Epal og Mýrinni. Heimasíða Stefáns er solson.is. heida@frettabladid.is
Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira