Gerum þá kröfu að vinna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. september 2011 08:00 Stelpurnar hafa æft vel síðustu daga og eru klárar í slaginn gegn Belgíu. Mynd/Anton „Stelpurnar eru á jörðinni þó svo þær hafi unnið frábæran sigur á Noregi. Þær eru farnar að venjast því að vinna góðu liðin og þetta er ekki eins mikið tiltökumál í dag," segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins, sem mætir Belgíu í undankeppni EM í kvöld. Stelpurnar okkar lögðu Noreg um helgina og fara því í leikinn gegn Belgíu með vind í seglunum. „Einbeitingin og andinn í hópnum hefur verið mjög góður. Það er stutt á milli leikja og því er lítið tempó á æfingum. Stelpurnar ættu því að vera ferskar þegar blásið er til leiks. Fókusinn er í lagi hjá þeim og hefur alltaf verið það hjá þessum stelpum." Belgíska liðið er ekki eins hátt skrifað og íslenska liðið og því má gera þá kröfu að Ísland vinni þennan leik. Stelpurnar mega heldur ekki misstíga sig í þessum leikjum gegn lakari liðum ef þær ætla að ná því markmiði sínu að komast í lokakeppni EM. „Þetta belgíska lið byggir leik sinn upp á góðum varnarleik og þær reyna síðan að sækja hratt. Liðið er með tvo fína framherja. Liðið hefur samt ákveðna veikleika sem við munum reyna að herja á. Ég vil kannski ekki gefa það allt upp en við munum halda okkar striki og einblína á okkar leik. Við spiluðum hratt gegn Noregi og munum reyna að gera það áfram. Við viljum sækja upp í hornin og koma með fyrirgjafir. Það er okkar styrkleiki og við munum reyna að nýta hann," segir Sigurður Ragnar en hann gerir þá kröfu til liðsins að það vinni leikinn. „Við gerum þær kröfu á okkur sjálf að vinna. Við ætlum að vinna riðilinn og þá verðum við að vinna þennan leik. Ef við gerum það ekki þá er búið að eyðileggja leikinn góða gegn Noregi."Mynd/AntonÍslenska liðið brenndi sig um árið gegn Slóveníu og Sigurður segir liðið hafa lært mikið af þeim leik. Hann gleymist ekki. „Við reynum samt að hugsa jákvætt í stað þess að hafa áhyggjur af vanmati eða álíka. Ef við einblínum of mikið á eitthvað neikvætt er meiri hætta á að eitthvað neikvætt gerist. Þess vegna viljum við hugsa jákvætt. Auðvitað brenndum við okkur um árið en við lærðum af þessum leik og hann situr sterkt í minningunni hjá öllum út af svekkelsinu," segir Sigurður, sem getur teflt sínu sterkasta liði fram en aðeins Katrín Ómarsdóttir hefur verið að glíma við smá meiðsli. „Belgía hefur unnið sterk lið eins og Rússland og Suður-Kóreu. Þetta er hörkulið sem getur unnið sterkar þjóðir. Við þurfum því að vera á tánum og brjóta þær niður." Íslenski boltinn Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sjá meira
„Stelpurnar eru á jörðinni þó svo þær hafi unnið frábæran sigur á Noregi. Þær eru farnar að venjast því að vinna góðu liðin og þetta er ekki eins mikið tiltökumál í dag," segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins, sem mætir Belgíu í undankeppni EM í kvöld. Stelpurnar okkar lögðu Noreg um helgina og fara því í leikinn gegn Belgíu með vind í seglunum. „Einbeitingin og andinn í hópnum hefur verið mjög góður. Það er stutt á milli leikja og því er lítið tempó á æfingum. Stelpurnar ættu því að vera ferskar þegar blásið er til leiks. Fókusinn er í lagi hjá þeim og hefur alltaf verið það hjá þessum stelpum." Belgíska liðið er ekki eins hátt skrifað og íslenska liðið og því má gera þá kröfu að Ísland vinni þennan leik. Stelpurnar mega heldur ekki misstíga sig í þessum leikjum gegn lakari liðum ef þær ætla að ná því markmiði sínu að komast í lokakeppni EM. „Þetta belgíska lið byggir leik sinn upp á góðum varnarleik og þær reyna síðan að sækja hratt. Liðið er með tvo fína framherja. Liðið hefur samt ákveðna veikleika sem við munum reyna að herja á. Ég vil kannski ekki gefa það allt upp en við munum halda okkar striki og einblína á okkar leik. Við spiluðum hratt gegn Noregi og munum reyna að gera það áfram. Við viljum sækja upp í hornin og koma með fyrirgjafir. Það er okkar styrkleiki og við munum reyna að nýta hann," segir Sigurður Ragnar en hann gerir þá kröfu til liðsins að það vinni leikinn. „Við gerum þær kröfu á okkur sjálf að vinna. Við ætlum að vinna riðilinn og þá verðum við að vinna þennan leik. Ef við gerum það ekki þá er búið að eyðileggja leikinn góða gegn Noregi."Mynd/AntonÍslenska liðið brenndi sig um árið gegn Slóveníu og Sigurður segir liðið hafa lært mikið af þeim leik. Hann gleymist ekki. „Við reynum samt að hugsa jákvætt í stað þess að hafa áhyggjur af vanmati eða álíka. Ef við einblínum of mikið á eitthvað neikvætt er meiri hætta á að eitthvað neikvætt gerist. Þess vegna viljum við hugsa jákvætt. Auðvitað brenndum við okkur um árið en við lærðum af þessum leik og hann situr sterkt í minningunni hjá öllum út af svekkelsinu," segir Sigurður, sem getur teflt sínu sterkasta liði fram en aðeins Katrín Ómarsdóttir hefur verið að glíma við smá meiðsli. „Belgía hefur unnið sterk lið eins og Rússland og Suður-Kóreu. Þetta er hörkulið sem getur unnið sterkar þjóðir. Við þurfum því að vera á tánum og brjóta þær niður."
Íslenski boltinn Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sjá meira