Gerum þá kröfu að vinna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. september 2011 08:00 Stelpurnar hafa æft vel síðustu daga og eru klárar í slaginn gegn Belgíu. Mynd/Anton „Stelpurnar eru á jörðinni þó svo þær hafi unnið frábæran sigur á Noregi. Þær eru farnar að venjast því að vinna góðu liðin og þetta er ekki eins mikið tiltökumál í dag," segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins, sem mætir Belgíu í undankeppni EM í kvöld. Stelpurnar okkar lögðu Noreg um helgina og fara því í leikinn gegn Belgíu með vind í seglunum. „Einbeitingin og andinn í hópnum hefur verið mjög góður. Það er stutt á milli leikja og því er lítið tempó á æfingum. Stelpurnar ættu því að vera ferskar þegar blásið er til leiks. Fókusinn er í lagi hjá þeim og hefur alltaf verið það hjá þessum stelpum." Belgíska liðið er ekki eins hátt skrifað og íslenska liðið og því má gera þá kröfu að Ísland vinni þennan leik. Stelpurnar mega heldur ekki misstíga sig í þessum leikjum gegn lakari liðum ef þær ætla að ná því markmiði sínu að komast í lokakeppni EM. „Þetta belgíska lið byggir leik sinn upp á góðum varnarleik og þær reyna síðan að sækja hratt. Liðið er með tvo fína framherja. Liðið hefur samt ákveðna veikleika sem við munum reyna að herja á. Ég vil kannski ekki gefa það allt upp en við munum halda okkar striki og einblína á okkar leik. Við spiluðum hratt gegn Noregi og munum reyna að gera það áfram. Við viljum sækja upp í hornin og koma með fyrirgjafir. Það er okkar styrkleiki og við munum reyna að nýta hann," segir Sigurður Ragnar en hann gerir þá kröfu til liðsins að það vinni leikinn. „Við gerum þær kröfu á okkur sjálf að vinna. Við ætlum að vinna riðilinn og þá verðum við að vinna þennan leik. Ef við gerum það ekki þá er búið að eyðileggja leikinn góða gegn Noregi."Mynd/AntonÍslenska liðið brenndi sig um árið gegn Slóveníu og Sigurður segir liðið hafa lært mikið af þeim leik. Hann gleymist ekki. „Við reynum samt að hugsa jákvætt í stað þess að hafa áhyggjur af vanmati eða álíka. Ef við einblínum of mikið á eitthvað neikvætt er meiri hætta á að eitthvað neikvætt gerist. Þess vegna viljum við hugsa jákvætt. Auðvitað brenndum við okkur um árið en við lærðum af þessum leik og hann situr sterkt í minningunni hjá öllum út af svekkelsinu," segir Sigurður, sem getur teflt sínu sterkasta liði fram en aðeins Katrín Ómarsdóttir hefur verið að glíma við smá meiðsli. „Belgía hefur unnið sterk lið eins og Rússland og Suður-Kóreu. Þetta er hörkulið sem getur unnið sterkar þjóðir. Við þurfum því að vera á tánum og brjóta þær niður." Íslenski boltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina Sport Fleiri fréttir „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Sjá meira
„Stelpurnar eru á jörðinni þó svo þær hafi unnið frábæran sigur á Noregi. Þær eru farnar að venjast því að vinna góðu liðin og þetta er ekki eins mikið tiltökumál í dag," segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins, sem mætir Belgíu í undankeppni EM í kvöld. Stelpurnar okkar lögðu Noreg um helgina og fara því í leikinn gegn Belgíu með vind í seglunum. „Einbeitingin og andinn í hópnum hefur verið mjög góður. Það er stutt á milli leikja og því er lítið tempó á æfingum. Stelpurnar ættu því að vera ferskar þegar blásið er til leiks. Fókusinn er í lagi hjá þeim og hefur alltaf verið það hjá þessum stelpum." Belgíska liðið er ekki eins hátt skrifað og íslenska liðið og því má gera þá kröfu að Ísland vinni þennan leik. Stelpurnar mega heldur ekki misstíga sig í þessum leikjum gegn lakari liðum ef þær ætla að ná því markmiði sínu að komast í lokakeppni EM. „Þetta belgíska lið byggir leik sinn upp á góðum varnarleik og þær reyna síðan að sækja hratt. Liðið er með tvo fína framherja. Liðið hefur samt ákveðna veikleika sem við munum reyna að herja á. Ég vil kannski ekki gefa það allt upp en við munum halda okkar striki og einblína á okkar leik. Við spiluðum hratt gegn Noregi og munum reyna að gera það áfram. Við viljum sækja upp í hornin og koma með fyrirgjafir. Það er okkar styrkleiki og við munum reyna að nýta hann," segir Sigurður Ragnar en hann gerir þá kröfu til liðsins að það vinni leikinn. „Við gerum þær kröfu á okkur sjálf að vinna. Við ætlum að vinna riðilinn og þá verðum við að vinna þennan leik. Ef við gerum það ekki þá er búið að eyðileggja leikinn góða gegn Noregi."Mynd/AntonÍslenska liðið brenndi sig um árið gegn Slóveníu og Sigurður segir liðið hafa lært mikið af þeim leik. Hann gleymist ekki. „Við reynum samt að hugsa jákvætt í stað þess að hafa áhyggjur af vanmati eða álíka. Ef við einblínum of mikið á eitthvað neikvætt er meiri hætta á að eitthvað neikvætt gerist. Þess vegna viljum við hugsa jákvætt. Auðvitað brenndum við okkur um árið en við lærðum af þessum leik og hann situr sterkt í minningunni hjá öllum út af svekkelsinu," segir Sigurður, sem getur teflt sínu sterkasta liði fram en aðeins Katrín Ómarsdóttir hefur verið að glíma við smá meiðsli. „Belgía hefur unnið sterk lið eins og Rússland og Suður-Kóreu. Þetta er hörkulið sem getur unnið sterkar þjóðir. Við þurfum því að vera á tánum og brjóta þær niður."
Íslenski boltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina Sport Fleiri fréttir „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Sjá meira