Viðræður um landbúnað Valgerður Bjarnadóttir skrifar 15. september 2011 06:00 Rýniskýrsla Evrópusambandsins um landbúnaðarmál sem barst utanríkisráðuneytinu í síðustu viku hlýtur að hafa komið einhverjum á óvart. Sérstaklega hlýtur hún að hafa komið þeim á óvart sem hafa haldið því fram að enginn skilningur væri innan Evrópusambandsins á því að Ísland er öðru vísi en löndin sunnar í álfunni. Kannski breytir skýrslan samt engu. Þeir sem fremstir eru í flokki andstæðinga þess að Ísland verði hluti af Evrópusambandinu kæra sig kollátta um allar staðreyndir sem varða aðildarviðræður og samninga við Evrópusambandið. Þess vegna er svolítið erfitt við að ræða við það fólk, – það snýr öllu á hvolf sem sagt er. Andstæðingarnir kæra sig kollótta um að framsal fullveldis er miklu meira í EES samningum en við inngöngu í Evrópusambandið. Allar meiriháttar ákvarðanir innan Evrópusambandsins eru teknar í ráðherraráðinu, þar sem ráðherrar aðildarríkjanna eiga sæti. Flestar þeirra ákvarðana snerta okkur beint, en við höfum ekkert um það að segja þegar þær eru teknar. Við erum ekki einu sinni í byggingunni þar sem fundurinn er haldinn, hvað þá í fundarherberginu. Mér er fullkomlega óskiljanlegt hvernig það getur þótt betri kostur en að vera fullgildur meðlimur sem getur beitt sér í samstarfi ríkjanna. – Skilningsleysi mitt breytir því þó ekki að andstæðingarnir halda áfram hrópum um afsal fullveldis. Óskandi væri að andstæðingarnir færu að tala um málefni og hættu sífellt endurteknum upphrópunum sem eiga sér enga stoð í veruleikanum. Varla verður konu þó að ósk sinni í þeim efnum, því sífelldar endurtekningar hafa áhrif. Áhrif þeirra eru ekki bara á skarann sem hlustar heldur einnig á þá sem eru á öndverðum meiði sem þreytast á að svara ósannindunum. Andstæðingarnir gleðjast auðvitað af því þeim finnst steinn hafa verið settur í götu samninganna þar sem ekki er búið að vinna heimavinnuna um landbúnaðarmálin. Sú vinna hlýtur nú að fara af stað því landbúnaðarráðherrann veit að hann verður að fylgja ákvörðun Alþingis. Ráðherrar geta nefnilega ekki rekið prívat pólitík, þeir eiga að framkvæma það sem Alþingi samþykkir. Samningaviðræðurnar halda áfram um aðra þætti en landbúnaðarmál eins og ekkert hafi í skorist, en vissulega seinkar viðræðum um landbúnaðinn. Andstæðingarnir vonuðu að eitthvað yrði í rýniskýrslunni sem benti til þess að ekki næðust samningar um landbúnað sem við gætum unað við. Þeim varð ekki að ósk sinni. Evrópusambandið veit að Ísland er strjálbýlt land, að landbúnaður hér er með allt öðru sniði en í flestum ríkjum þess, að við erum fá og stjórnsýslan lítil – tillit verður tekið til alls þessa. Evrópusambandið veit líka að hér er engin raunveruleg byggðastefna. – Þau þarna suður frá vita sannarlega meira um okkur en sum okkar vita eða vilja vita um þau. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Rýniskýrsla Evrópusambandsins um landbúnaðarmál sem barst utanríkisráðuneytinu í síðustu viku hlýtur að hafa komið einhverjum á óvart. Sérstaklega hlýtur hún að hafa komið þeim á óvart sem hafa haldið því fram að enginn skilningur væri innan Evrópusambandsins á því að Ísland er öðru vísi en löndin sunnar í álfunni. Kannski breytir skýrslan samt engu. Þeir sem fremstir eru í flokki andstæðinga þess að Ísland verði hluti af Evrópusambandinu kæra sig kollátta um allar staðreyndir sem varða aðildarviðræður og samninga við Evrópusambandið. Þess vegna er svolítið erfitt við að ræða við það fólk, – það snýr öllu á hvolf sem sagt er. Andstæðingarnir kæra sig kollótta um að framsal fullveldis er miklu meira í EES samningum en við inngöngu í Evrópusambandið. Allar meiriháttar ákvarðanir innan Evrópusambandsins eru teknar í ráðherraráðinu, þar sem ráðherrar aðildarríkjanna eiga sæti. Flestar þeirra ákvarðana snerta okkur beint, en við höfum ekkert um það að segja þegar þær eru teknar. Við erum ekki einu sinni í byggingunni þar sem fundurinn er haldinn, hvað þá í fundarherberginu. Mér er fullkomlega óskiljanlegt hvernig það getur þótt betri kostur en að vera fullgildur meðlimur sem getur beitt sér í samstarfi ríkjanna. – Skilningsleysi mitt breytir því þó ekki að andstæðingarnir halda áfram hrópum um afsal fullveldis. Óskandi væri að andstæðingarnir færu að tala um málefni og hættu sífellt endurteknum upphrópunum sem eiga sér enga stoð í veruleikanum. Varla verður konu þó að ósk sinni í þeim efnum, því sífelldar endurtekningar hafa áhrif. Áhrif þeirra eru ekki bara á skarann sem hlustar heldur einnig á þá sem eru á öndverðum meiði sem þreytast á að svara ósannindunum. Andstæðingarnir gleðjast auðvitað af því þeim finnst steinn hafa verið settur í götu samninganna þar sem ekki er búið að vinna heimavinnuna um landbúnaðarmálin. Sú vinna hlýtur nú að fara af stað því landbúnaðarráðherrann veit að hann verður að fylgja ákvörðun Alþingis. Ráðherrar geta nefnilega ekki rekið prívat pólitík, þeir eiga að framkvæma það sem Alþingi samþykkir. Samningaviðræðurnar halda áfram um aðra þætti en landbúnaðarmál eins og ekkert hafi í skorist, en vissulega seinkar viðræðum um landbúnaðinn. Andstæðingarnir vonuðu að eitthvað yrði í rýniskýrslunni sem benti til þess að ekki næðust samningar um landbúnað sem við gætum unað við. Þeim varð ekki að ósk sinni. Evrópusambandið veit að Ísland er strjálbýlt land, að landbúnaður hér er með allt öðru sniði en í flestum ríkjum þess, að við erum fá og stjórnsýslan lítil – tillit verður tekið til alls þessa. Evrópusambandið veit líka að hér er engin raunveruleg byggðastefna. – Þau þarna suður frá vita sannarlega meira um okkur en sum okkar vita eða vilja vita um þau.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun