Viðræður um landbúnað Valgerður Bjarnadóttir skrifar 15. september 2011 06:00 Rýniskýrsla Evrópusambandsins um landbúnaðarmál sem barst utanríkisráðuneytinu í síðustu viku hlýtur að hafa komið einhverjum á óvart. Sérstaklega hlýtur hún að hafa komið þeim á óvart sem hafa haldið því fram að enginn skilningur væri innan Evrópusambandsins á því að Ísland er öðru vísi en löndin sunnar í álfunni. Kannski breytir skýrslan samt engu. Þeir sem fremstir eru í flokki andstæðinga þess að Ísland verði hluti af Evrópusambandinu kæra sig kollátta um allar staðreyndir sem varða aðildarviðræður og samninga við Evrópusambandið. Þess vegna er svolítið erfitt við að ræða við það fólk, – það snýr öllu á hvolf sem sagt er. Andstæðingarnir kæra sig kollótta um að framsal fullveldis er miklu meira í EES samningum en við inngöngu í Evrópusambandið. Allar meiriháttar ákvarðanir innan Evrópusambandsins eru teknar í ráðherraráðinu, þar sem ráðherrar aðildarríkjanna eiga sæti. Flestar þeirra ákvarðana snerta okkur beint, en við höfum ekkert um það að segja þegar þær eru teknar. Við erum ekki einu sinni í byggingunni þar sem fundurinn er haldinn, hvað þá í fundarherberginu. Mér er fullkomlega óskiljanlegt hvernig það getur þótt betri kostur en að vera fullgildur meðlimur sem getur beitt sér í samstarfi ríkjanna. – Skilningsleysi mitt breytir því þó ekki að andstæðingarnir halda áfram hrópum um afsal fullveldis. Óskandi væri að andstæðingarnir færu að tala um málefni og hættu sífellt endurteknum upphrópunum sem eiga sér enga stoð í veruleikanum. Varla verður konu þó að ósk sinni í þeim efnum, því sífelldar endurtekningar hafa áhrif. Áhrif þeirra eru ekki bara á skarann sem hlustar heldur einnig á þá sem eru á öndverðum meiði sem þreytast á að svara ósannindunum. Andstæðingarnir gleðjast auðvitað af því þeim finnst steinn hafa verið settur í götu samninganna þar sem ekki er búið að vinna heimavinnuna um landbúnaðarmálin. Sú vinna hlýtur nú að fara af stað því landbúnaðarráðherrann veit að hann verður að fylgja ákvörðun Alþingis. Ráðherrar geta nefnilega ekki rekið prívat pólitík, þeir eiga að framkvæma það sem Alþingi samþykkir. Samningaviðræðurnar halda áfram um aðra þætti en landbúnaðarmál eins og ekkert hafi í skorist, en vissulega seinkar viðræðum um landbúnaðinn. Andstæðingarnir vonuðu að eitthvað yrði í rýniskýrslunni sem benti til þess að ekki næðust samningar um landbúnað sem við gætum unað við. Þeim varð ekki að ósk sinni. Evrópusambandið veit að Ísland er strjálbýlt land, að landbúnaður hér er með allt öðru sniði en í flestum ríkjum þess, að við erum fá og stjórnsýslan lítil – tillit verður tekið til alls þessa. Evrópusambandið veit líka að hér er engin raunveruleg byggðastefna. – Þau þarna suður frá vita sannarlega meira um okkur en sum okkar vita eða vilja vita um þau. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Rýniskýrsla Evrópusambandsins um landbúnaðarmál sem barst utanríkisráðuneytinu í síðustu viku hlýtur að hafa komið einhverjum á óvart. Sérstaklega hlýtur hún að hafa komið þeim á óvart sem hafa haldið því fram að enginn skilningur væri innan Evrópusambandsins á því að Ísland er öðru vísi en löndin sunnar í álfunni. Kannski breytir skýrslan samt engu. Þeir sem fremstir eru í flokki andstæðinga þess að Ísland verði hluti af Evrópusambandinu kæra sig kollátta um allar staðreyndir sem varða aðildarviðræður og samninga við Evrópusambandið. Þess vegna er svolítið erfitt við að ræða við það fólk, – það snýr öllu á hvolf sem sagt er. Andstæðingarnir kæra sig kollótta um að framsal fullveldis er miklu meira í EES samningum en við inngöngu í Evrópusambandið. Allar meiriháttar ákvarðanir innan Evrópusambandsins eru teknar í ráðherraráðinu, þar sem ráðherrar aðildarríkjanna eiga sæti. Flestar þeirra ákvarðana snerta okkur beint, en við höfum ekkert um það að segja þegar þær eru teknar. Við erum ekki einu sinni í byggingunni þar sem fundurinn er haldinn, hvað þá í fundarherberginu. Mér er fullkomlega óskiljanlegt hvernig það getur þótt betri kostur en að vera fullgildur meðlimur sem getur beitt sér í samstarfi ríkjanna. – Skilningsleysi mitt breytir því þó ekki að andstæðingarnir halda áfram hrópum um afsal fullveldis. Óskandi væri að andstæðingarnir færu að tala um málefni og hættu sífellt endurteknum upphrópunum sem eiga sér enga stoð í veruleikanum. Varla verður konu þó að ósk sinni í þeim efnum, því sífelldar endurtekningar hafa áhrif. Áhrif þeirra eru ekki bara á skarann sem hlustar heldur einnig á þá sem eru á öndverðum meiði sem þreytast á að svara ósannindunum. Andstæðingarnir gleðjast auðvitað af því þeim finnst steinn hafa verið settur í götu samninganna þar sem ekki er búið að vinna heimavinnuna um landbúnaðarmálin. Sú vinna hlýtur nú að fara af stað því landbúnaðarráðherrann veit að hann verður að fylgja ákvörðun Alþingis. Ráðherrar geta nefnilega ekki rekið prívat pólitík, þeir eiga að framkvæma það sem Alþingi samþykkir. Samningaviðræðurnar halda áfram um aðra þætti en landbúnaðarmál eins og ekkert hafi í skorist, en vissulega seinkar viðræðum um landbúnaðinn. Andstæðingarnir vonuðu að eitthvað yrði í rýniskýrslunni sem benti til þess að ekki næðust samningar um landbúnað sem við gætum unað við. Þeim varð ekki að ósk sinni. Evrópusambandið veit að Ísland er strjálbýlt land, að landbúnaður hér er með allt öðru sniði en í flestum ríkjum þess, að við erum fá og stjórnsýslan lítil – tillit verður tekið til alls þessa. Evrópusambandið veit líka að hér er engin raunveruleg byggðastefna. – Þau þarna suður frá vita sannarlega meira um okkur en sum okkar vita eða vilja vita um þau.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun