Meiri útflutningur kallar á innflutning landbúnaðarvara 15. september 2011 06:30 Innflutningur á evrópskum landbúnaðarafurðum gæti aukist á næstu árum, takist samningar við Evrópusambandið (ESB) um að íslenskir bændur fái að flytja út meira af tollfrjálsum vörum á Evrópumarkað. Aukin eftirspurn hefur verið eftir íslenskum landbúnaðarafurðum í löndum ESB undanfarið og er útlit fyrir að tollkvótar á vörum á borð við lambakjöt, skyr og smjör verði fylltir innan skamms. Heimildir Fréttablaðsins herma að til standi að halda könnunarviðræður við framkvæmdastjórn ESB síðar í þessum mánuði þar sem Ísland mun kynna kröfur sínar um auknar heimildir til útflutnings til ESB án aðflutningsgjalda. Ef þær skila árangri munu þær eðli málsins samkvæmt fela í sér auknar heimildir til innflutnings á landbúnaðarafurðum frá ESB-löndum. Gildandi samningur um sölu landbúnaðarafurða milli ESB og Íslands er frá árinu 2007 og byggir á 19. grein EES-samningsins. Þar er kveðið á um að Ísland megi flytja 1.850 tonn af lambakjöti til ESB, 380 tonn af skyri og 350 tonn af smjöri tollfrjálst. Á móti kemur að ESB-ríki mega selja hingað til lands um 100 tonn af nautakjöti og 200 tonn af svína- og alifuglakjöti auk osta og ýmiss konar unninna kjötvara, án tolla. Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, segir í samtali við Fréttablaðið að allt útlit sé fyrir að útflutningskvóti fyrir skyr og smjör til ESB-landa fyllist áður en langt um líði. „Sala á skyri til útlanda hefur aukist gríðarlega undanfarið og mikil eftirspurn er til dæmis í Finnlandi. Þannig erum við með of lítinn kvóta miðað við stöðu dagsins og það kallar á nýja samninga við ESB." Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að honum sé kunnugt um að þreifingar hafi verið í þá átt að auka tollkvóta í lambakjöti. Honum finnst líklegt að tollkvótinn klárist brátt. Unnið sé að því að afla nýrra markaða fyrir íslenska lambið.- þj Fréttir Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Sjá meira
Innflutningur á evrópskum landbúnaðarafurðum gæti aukist á næstu árum, takist samningar við Evrópusambandið (ESB) um að íslenskir bændur fái að flytja út meira af tollfrjálsum vörum á Evrópumarkað. Aukin eftirspurn hefur verið eftir íslenskum landbúnaðarafurðum í löndum ESB undanfarið og er útlit fyrir að tollkvótar á vörum á borð við lambakjöt, skyr og smjör verði fylltir innan skamms. Heimildir Fréttablaðsins herma að til standi að halda könnunarviðræður við framkvæmdastjórn ESB síðar í þessum mánuði þar sem Ísland mun kynna kröfur sínar um auknar heimildir til útflutnings til ESB án aðflutningsgjalda. Ef þær skila árangri munu þær eðli málsins samkvæmt fela í sér auknar heimildir til innflutnings á landbúnaðarafurðum frá ESB-löndum. Gildandi samningur um sölu landbúnaðarafurða milli ESB og Íslands er frá árinu 2007 og byggir á 19. grein EES-samningsins. Þar er kveðið á um að Ísland megi flytja 1.850 tonn af lambakjöti til ESB, 380 tonn af skyri og 350 tonn af smjöri tollfrjálst. Á móti kemur að ESB-ríki mega selja hingað til lands um 100 tonn af nautakjöti og 200 tonn af svína- og alifuglakjöti auk osta og ýmiss konar unninna kjötvara, án tolla. Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, segir í samtali við Fréttablaðið að allt útlit sé fyrir að útflutningskvóti fyrir skyr og smjör til ESB-landa fyllist áður en langt um líði. „Sala á skyri til útlanda hefur aukist gríðarlega undanfarið og mikil eftirspurn er til dæmis í Finnlandi. Þannig erum við með of lítinn kvóta miðað við stöðu dagsins og það kallar á nýja samninga við ESB." Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að honum sé kunnugt um að þreifingar hafi verið í þá átt að auka tollkvóta í lambakjöti. Honum finnst líklegt að tollkvótinn klárist brátt. Unnið sé að því að afla nýrra markaða fyrir íslenska lambið.- þj
Fréttir Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Sjá meira