Meiri útflutningur kallar á innflutning landbúnaðarvara 15. september 2011 06:30 Innflutningur á evrópskum landbúnaðarafurðum gæti aukist á næstu árum, takist samningar við Evrópusambandið (ESB) um að íslenskir bændur fái að flytja út meira af tollfrjálsum vörum á Evrópumarkað. Aukin eftirspurn hefur verið eftir íslenskum landbúnaðarafurðum í löndum ESB undanfarið og er útlit fyrir að tollkvótar á vörum á borð við lambakjöt, skyr og smjör verði fylltir innan skamms. Heimildir Fréttablaðsins herma að til standi að halda könnunarviðræður við framkvæmdastjórn ESB síðar í þessum mánuði þar sem Ísland mun kynna kröfur sínar um auknar heimildir til útflutnings til ESB án aðflutningsgjalda. Ef þær skila árangri munu þær eðli málsins samkvæmt fela í sér auknar heimildir til innflutnings á landbúnaðarafurðum frá ESB-löndum. Gildandi samningur um sölu landbúnaðarafurða milli ESB og Íslands er frá árinu 2007 og byggir á 19. grein EES-samningsins. Þar er kveðið á um að Ísland megi flytja 1.850 tonn af lambakjöti til ESB, 380 tonn af skyri og 350 tonn af smjöri tollfrjálst. Á móti kemur að ESB-ríki mega selja hingað til lands um 100 tonn af nautakjöti og 200 tonn af svína- og alifuglakjöti auk osta og ýmiss konar unninna kjötvara, án tolla. Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, segir í samtali við Fréttablaðið að allt útlit sé fyrir að útflutningskvóti fyrir skyr og smjör til ESB-landa fyllist áður en langt um líði. „Sala á skyri til útlanda hefur aukist gríðarlega undanfarið og mikil eftirspurn er til dæmis í Finnlandi. Þannig erum við með of lítinn kvóta miðað við stöðu dagsins og það kallar á nýja samninga við ESB." Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að honum sé kunnugt um að þreifingar hafi verið í þá átt að auka tollkvóta í lambakjöti. Honum finnst líklegt að tollkvótinn klárist brátt. Unnið sé að því að afla nýrra markaða fyrir íslenska lambið.- þj Fréttir Mest lesið Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Sjá meira
Innflutningur á evrópskum landbúnaðarafurðum gæti aukist á næstu árum, takist samningar við Evrópusambandið (ESB) um að íslenskir bændur fái að flytja út meira af tollfrjálsum vörum á Evrópumarkað. Aukin eftirspurn hefur verið eftir íslenskum landbúnaðarafurðum í löndum ESB undanfarið og er útlit fyrir að tollkvótar á vörum á borð við lambakjöt, skyr og smjör verði fylltir innan skamms. Heimildir Fréttablaðsins herma að til standi að halda könnunarviðræður við framkvæmdastjórn ESB síðar í þessum mánuði þar sem Ísland mun kynna kröfur sínar um auknar heimildir til útflutnings til ESB án aðflutningsgjalda. Ef þær skila árangri munu þær eðli málsins samkvæmt fela í sér auknar heimildir til innflutnings á landbúnaðarafurðum frá ESB-löndum. Gildandi samningur um sölu landbúnaðarafurða milli ESB og Íslands er frá árinu 2007 og byggir á 19. grein EES-samningsins. Þar er kveðið á um að Ísland megi flytja 1.850 tonn af lambakjöti til ESB, 380 tonn af skyri og 350 tonn af smjöri tollfrjálst. Á móti kemur að ESB-ríki mega selja hingað til lands um 100 tonn af nautakjöti og 200 tonn af svína- og alifuglakjöti auk osta og ýmiss konar unninna kjötvara, án tolla. Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, segir í samtali við Fréttablaðið að allt útlit sé fyrir að útflutningskvóti fyrir skyr og smjör til ESB-landa fyllist áður en langt um líði. „Sala á skyri til útlanda hefur aukist gríðarlega undanfarið og mikil eftirspurn er til dæmis í Finnlandi. Þannig erum við með of lítinn kvóta miðað við stöðu dagsins og það kallar á nýja samninga við ESB." Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að honum sé kunnugt um að þreifingar hafi verið í þá átt að auka tollkvóta í lambakjöti. Honum finnst líklegt að tollkvótinn klárist brátt. Unnið sé að því að afla nýrra markaða fyrir íslenska lambið.- þj
Fréttir Mest lesið Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Sjá meira