Lagerbäck er til í viðræður við KSÍ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. september 2011 07:00 Lars Lagerbäck er spenntur fyrir því að þjálfa íslenska landsliðið og bíður eftir því að heyra frá forráðamönnum KSÍ. Hann er hér að þjálfa Nígeríu á síðasta HM. Nordic Photos / Getty Images Það er um fátt annað talað í knattspyrnuheiminum þessa dagana en hver taki við íslenska landsliðinu af Ólafi Jóhannessyni. Ólafur á aðeins eftir að stýra landsliðinu í einum leik. Það er gegn Portúgal ytra í upphafi næsta mánaðar. Mikið hefur verið rætt og ritað um Roy Keane en á meðal áhugaverðra nafna sem hafa verið orðuð við liðið er Svíinn reyndi Lars Lagerbäck. Svíinn gerði frábæra hluti með sænska landsliðið á þeim níu árum sem hann stýrði liðinu og kom liðinu á fimm stórmót í röð. Hann stýrði liðinu ásamt Tommy Söderberg frá 2000 til 2004. Lagerbäck hætti síðan með liðið árið 2009 er honum mistókst að koma því á HM árið 2010. Lagerbäck fór reyndar á HM 2010 eftir allt saman, en hann var ráðinn landsliðsþjálfari Nígeríu fyrir mótið. Sú för var reyndar engin frægðarför. „Ég heyrði af því að ég væri orðaður við starfið í gær [þriðjudag] en þá fór síminn að hringja víða að og menn að spyrja mig út í málið," sagði Lagerbäck er Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í gær og spurði hann út í sögusagnirnar varðandi íslenska landsliðið. „Ég hef ekki rætt við formann KSÍ né nokkurn hjá KSÍ," sagði Lagerbäck spurður hvort einhverjar viðræður hefðu þegar átt sér stað. Hinn 63 ára gamli Svíi segist þó vera opinn fyrir viðræðum við Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, um starfið. „Ég fæ reglulega fyrirspurnir um hvort ég hafi áhuga á hinum og þessum störfum. Ég hef alltaf sagt að ef eitthvað áhugavert komi upp þá sé ég tilbúinn að skoða málið. Starf landsliðsþjálfara Íslands er áhugavert og ef KSÍ hefur áhuga og vill ræða við mig þá er ég til í viðræður." Lagerbäck er ágætlega kunnugur íslenskum fótbolta enda stýrði hann Svíum gegn Íslandi margoft á sínum tíma og hefur síðan haldið fyrirlestra hér á landi á þjálfaranámskeiðum sem KSÍ hefur haldið. „Ég hef nokkrum sinnum komið til Íslands og þekki fólk þar. Mér finnst Knattspyrnusamband Íslands hafa staðið sig frábærlega og þess vegna mun ég að sjálfsögðu spjalla við fulltrúa þess ef þeir leita til mín," sagði Lagerbäck en hefur hann eitthvað fylgst með íslenska landsliðinu undanfarin ár? „Ég hef séð það sem sýnt er frá íslenska landsliðinu í sjónvarpinu. Maður fylgist alltaf sérstaklega vel með Norðurlandaþjóðunum en ég hef ekki kafað djúpt í leik íslenska landsliðsins né gert greiningu á leik liðsins," sagði Lagerbäck, sem veit þó af því að upp eru að koma afar efnilegir strákar. Lagerbäck hefur ekki þjálfað neitt lið síðan hann lét af þjálfun nígeríska landsliðsins eftir HM 2010. Þjálfarinn hefur þó ekki setið auðum höndum. „Ég hef verið að vinna með sænska knattspyrnusambandinu í fræðslumálunum. Hef einnig tekið þátt í verkefnum með nokkrum liðum. Ég kvarta því ekki. Það eru forréttindi að fá að starfa í kringum fótboltann." Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Sjá meira
Það er um fátt annað talað í knattspyrnuheiminum þessa dagana en hver taki við íslenska landsliðinu af Ólafi Jóhannessyni. Ólafur á aðeins eftir að stýra landsliðinu í einum leik. Það er gegn Portúgal ytra í upphafi næsta mánaðar. Mikið hefur verið rætt og ritað um Roy Keane en á meðal áhugaverðra nafna sem hafa verið orðuð við liðið er Svíinn reyndi Lars Lagerbäck. Svíinn gerði frábæra hluti með sænska landsliðið á þeim níu árum sem hann stýrði liðinu og kom liðinu á fimm stórmót í röð. Hann stýrði liðinu ásamt Tommy Söderberg frá 2000 til 2004. Lagerbäck hætti síðan með liðið árið 2009 er honum mistókst að koma því á HM árið 2010. Lagerbäck fór reyndar á HM 2010 eftir allt saman, en hann var ráðinn landsliðsþjálfari Nígeríu fyrir mótið. Sú för var reyndar engin frægðarför. „Ég heyrði af því að ég væri orðaður við starfið í gær [þriðjudag] en þá fór síminn að hringja víða að og menn að spyrja mig út í málið," sagði Lagerbäck er Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í gær og spurði hann út í sögusagnirnar varðandi íslenska landsliðið. „Ég hef ekki rætt við formann KSÍ né nokkurn hjá KSÍ," sagði Lagerbäck spurður hvort einhverjar viðræður hefðu þegar átt sér stað. Hinn 63 ára gamli Svíi segist þó vera opinn fyrir viðræðum við Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, um starfið. „Ég fæ reglulega fyrirspurnir um hvort ég hafi áhuga á hinum og þessum störfum. Ég hef alltaf sagt að ef eitthvað áhugavert komi upp þá sé ég tilbúinn að skoða málið. Starf landsliðsþjálfara Íslands er áhugavert og ef KSÍ hefur áhuga og vill ræða við mig þá er ég til í viðræður." Lagerbäck er ágætlega kunnugur íslenskum fótbolta enda stýrði hann Svíum gegn Íslandi margoft á sínum tíma og hefur síðan haldið fyrirlestra hér á landi á þjálfaranámskeiðum sem KSÍ hefur haldið. „Ég hef nokkrum sinnum komið til Íslands og þekki fólk þar. Mér finnst Knattspyrnusamband Íslands hafa staðið sig frábærlega og þess vegna mun ég að sjálfsögðu spjalla við fulltrúa þess ef þeir leita til mín," sagði Lagerbäck en hefur hann eitthvað fylgst með íslenska landsliðinu undanfarin ár? „Ég hef séð það sem sýnt er frá íslenska landsliðinu í sjónvarpinu. Maður fylgist alltaf sérstaklega vel með Norðurlandaþjóðunum en ég hef ekki kafað djúpt í leik íslenska landsliðsins né gert greiningu á leik liðsins," sagði Lagerbäck, sem veit þó af því að upp eru að koma afar efnilegir strákar. Lagerbäck hefur ekki þjálfað neitt lið síðan hann lét af þjálfun nígeríska landsliðsins eftir HM 2010. Þjálfarinn hefur þó ekki setið auðum höndum. „Ég hef verið að vinna með sænska knattspyrnusambandinu í fræðslumálunum. Hef einnig tekið þátt í verkefnum með nokkrum liðum. Ég kvarta því ekki. Það eru forréttindi að fá að starfa í kringum fótboltann."
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Sjá meira