Sigurður Ragnar: Lars væri góður í að byggja upp nýja liðsmenningu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. september 2011 08:00 Sigurður Ragnar segir Lagerbäck vera afar góðan kost fyrir íslenska landsliðið. Fréttablaðið/Stefán „Lars hefur komið nokkrum sinnum til okkar. Hann situr í nefnd UEFA um þjálfaragráður og hefur komið hingað til að veita okkur gæðastimpil. Hann hefur líka haldið fyrirlestra hér og verið með þjálfaramenntun. Það hefur ávallt verið gerður góður rómur að hans málflutningi enda fær maður og virtur í þjálfaraheiminum,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri KSÍ og þjálfari kvennalandsliðsins, um Svíann Lars Lagerbäck sem er orðaður við þjálfarastöðuna hjá A-landsliðinu. Sigurður hefur kynnst Lagerbäck ágætlega og þekkir vel til hans sem þjálfara. „Lars er duglegur að taka þátt í þjálfaramenntun víða í Evrópu. Hann hefur mikinn áhuga á að viðhalda þekkingu. Þó svo hann sé orðinn 63 ára er hann nútímalegur þjálfari. Hann hefur kynnt hugmyndafræðina á bak við sænska landsliðið á sínum tíma en slíkir hlutir eru oft mikið leyndarmál. Það er ekki hjá honum enda opinn og til í að deila þekkingu með öðrum.“ Fræðslustjórinn ber Lagerbäck góða söguna og segir að þjálfarinn hafi lengi haft augastað á því að þjálfa á Íslandi. „Í þau skipti sem hann hefur komið hingað höfum við stundum gantast með það hvort hann gæti hugsað sér að þjálfa hér og hann hefur alltaf tekið vel í það,“ segir Sigurður, sem er ekki í vafa um að Lagerbäck yrði góður kostur fyrir íslenskan fótbolta. „Hann er mjög álitlegur kostur enda með mikla reynslu. Hann er líka sterkur karakter sem hefur til að mynda tekið fast á öllum agabrotum. Ég held að hann væri góður í að byggja upp nýja liðsmenningu hjá A-liðinu og móta hugmyndafræði í kringum liðið. Þar er hann sterkur. Það yrði hvalreki að fá slíkan mann hingað,“ segir Sigurður Ragnar. Íslenski boltinn Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
„Lars hefur komið nokkrum sinnum til okkar. Hann situr í nefnd UEFA um þjálfaragráður og hefur komið hingað til að veita okkur gæðastimpil. Hann hefur líka haldið fyrirlestra hér og verið með þjálfaramenntun. Það hefur ávallt verið gerður góður rómur að hans málflutningi enda fær maður og virtur í þjálfaraheiminum,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri KSÍ og þjálfari kvennalandsliðsins, um Svíann Lars Lagerbäck sem er orðaður við þjálfarastöðuna hjá A-landsliðinu. Sigurður hefur kynnst Lagerbäck ágætlega og þekkir vel til hans sem þjálfara. „Lars er duglegur að taka þátt í þjálfaramenntun víða í Evrópu. Hann hefur mikinn áhuga á að viðhalda þekkingu. Þó svo hann sé orðinn 63 ára er hann nútímalegur þjálfari. Hann hefur kynnt hugmyndafræðina á bak við sænska landsliðið á sínum tíma en slíkir hlutir eru oft mikið leyndarmál. Það er ekki hjá honum enda opinn og til í að deila þekkingu með öðrum.“ Fræðslustjórinn ber Lagerbäck góða söguna og segir að þjálfarinn hafi lengi haft augastað á því að þjálfa á Íslandi. „Í þau skipti sem hann hefur komið hingað höfum við stundum gantast með það hvort hann gæti hugsað sér að þjálfa hér og hann hefur alltaf tekið vel í það,“ segir Sigurður, sem er ekki í vafa um að Lagerbäck yrði góður kostur fyrir íslenskan fótbolta. „Hann er mjög álitlegur kostur enda með mikla reynslu. Hann er líka sterkur karakter sem hefur til að mynda tekið fast á öllum agabrotum. Ég held að hann væri góður í að byggja upp nýja liðsmenningu hjá A-liðinu og móta hugmyndafræði í kringum liðið. Þar er hann sterkur. Það yrði hvalreki að fá slíkan mann hingað,“ segir Sigurður Ragnar.
Íslenski boltinn Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira