Lady Ga Ga? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 7. september 2011 06:00 Ólafur Ragnar Grímsson stærir sig nú af því, að hann hafi alltaf vitað, að þrotabú LB ætti fyrir forgangskröfum (Icesave). Hann hafi m.ö.o. vitað, að skuldir óreiðumanna (eigenda LB) myndu aldrei lenda á almenningi. Hvorugt er að vísu rétt. En trúi hann þessu sjálfur vaknar sú spurning, hvers vegna hann hafi vísað máli, sem hann vissi allan tímann að væri ekki um neitt, í þjóðaratkvæðagreiðslu. Til hvers? Er nokkur önnur skýring en sú, að hann vildi endurreisa gengisfelldan orðstír sinn? Eftir hrun varð ekki framhjá því litið, að forsetinn hafði verið fremstur í flokki að hvetja óreiðumenn útrásarinnar til dáða sem veislustjóri þeirra og viðskiptasmyrill. Skrumræðan um viðskiptasnilli skuldakónganna var sérgrein hans. Sem kunnugt er ber forsetinn enga ábyrgð á stjórnarathöfnum, skv. gildandi stjórnarskrá. Honum var því útlátalaust að vísa Icesave-samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar með birtist hann þjóðinni í nýju ljósi. Honum tókst að slá sjálfan sig til riddara sem vörslumann almannahagsmuna. Veislustjóri útrásarinnar breyttist eins og hendi væri veifað í hugrakkan Hróa hött. Þetta var hókus-pókus, allt fyrir ekkert. „Tær snilld", eins og annar maður komst að orði af svipuðu tilefni. En forsetinn lætur ekki þar við sitja. Hann brigslar ríkisstjórninni um landráð, hvorki meira né minna. Með því að semja um Icesave – beygja sig fyrir fáránlegum kröfum og ofbeldi Breta og Hollendinga, eins og hann kallar það – hafi ríkisstjórnin brugðist þjóðarhagsmunum. Ísland er eina ríkið í heiminum, svo mér sé kunnugt um, þar sem forseti ríkisins getur brigslað sitjandi ríkisstjórn um landráð, án þess að það gerist nokkuð. Engin viðbrögð. Hvurnig er það – tekur enginn mark á forsetanum? Frá upphafi var um tvær leiðir að velja til að leysa Icesave-deiluna: Samningaleið eða dómstólaleið. Samningaleiðinni var hafnað – að frumkvæði forsetans – en dómstólaleiðinni hefur ekki verið lokað. ESA (Eftirlitsstofnun EFTA) hefur komist að þeirri niðurstöðu, að sú ákvörðun íslenskra stjórnvalda að tryggja allar innistæður í íslenskum bönkum og útibúum – en ekki útibúum í útlöndum – sé ólögmæt. Staðfesti EFTA-dómstóllinn þessa niðurstöðu er greið leið fyrir tjónþola að sækja rétt sinn fyrir dómstólum. Þá gætum við ekki borið fyrir okkur samninga um hámarksinnistæður, lægstu vexti og bestu kjör. Þá verða settar fram ýtrustu kröfur um fullar bætur, hæstu vexti og enga greiðslufresti. Þá kann að vakna fyrir alvöru spurningin um, hverjir hafi brugðist þjóðarhagsmunum: Þeir sem höfnuðu samningaleiðinni og opnuðu fyrir dómstólaleiðina – eða hinir? Hvar verður Hrói höttur þá? Á Íslandsdeginum í Tallinn um daginn flutti forsetinn eina af þessum skrumræðum sínum um ágæti Íslendinga (les: eigið ágæti), sem telst vera orðin hans sérgrein – óminnugur orða Snorra um, að oflof er háð. Áður en forsetinn flutti ræðuna hafði eistneski utanríkisráðherrann á orði, að dætur hans ungar væru í sjöunda himni, af því að þeim hefði hlotnast sú náð að taka í höndina á átrúnaðargoði sínu – poppstjörnu, sem væri þekkt sem hin eistneska „Lady Ga Ga". Nærstaddur landi vor, sem heyrði þetta, missti þá út úr sér: Heldurðu að þær verði nokkuð minna upp með sér af því að fá að taka í höndina á okkar íslenska „President Ga Ga"? Það er ekki í lagi, að forseti sem enga ábyrgð ber á stjórnarathöfnum, brigsli þeim ráðherrum, sem axla alla ábyrgðina, um landráð – án þess að það kalli á nokkur viðbrögð. Íslendingar eiga að vísu að vita um ábyrgðarleysi forsetans og geta þess vegna látið eins og orð hans séu ábyrgðarlaust blaður. Öðru máli gegnir um útlendinga. Þeir vita margir hverjir ekki betur en, að forsetinn sé æðsti valdamaður þjóðarinnar og að hann tali f.h. íslenskra stjórnvalda. Sá misskilningur getur reynst þjóðinni dýr, þegar milliríkjasamningar, sem varða brýnustu þjóðarhagsmuni, eru í húfi. Lítt dulin andúð forsetans á Evrópusambandinu og flestu sem því viðkemur, er t.d. þegar orðið milliríkjavandamál. Það fer t.d. ekki framhjá neinum, þegar forseti landsins brigslar Norðurlandaþjóðum og Pólverjum – sem redduðu okkur eftir gjaldþrot seðlabankans – um fjandskap. Þvílík ósvífni. Ríkisstjórn Íslands getur ekki látið svikabrigsl forsetans eins og vind um eyru þjóta. Ef forsetinn sér ekki sjálfur sóma sinn í að gæta tungu sinnar, geta ábyrgir stjórnmálaleiðtogar – eins og ráðherrar utanríkis- og ríkisfjármála – ekki lengur leyft sér að láta hjá líða að svara fullum hálsi – þegar forsetinn fer yfir strikið. Þeim er skylt að taka af tvímæli um, hverjir beri ábyrgð á íslenskum þjóðarhagsmunum. Eða á bara að útskýra málið fyrir viðsemjendum okkar með sögunni af „Lady Ga Ga"? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson stærir sig nú af því, að hann hafi alltaf vitað, að þrotabú LB ætti fyrir forgangskröfum (Icesave). Hann hafi m.ö.o. vitað, að skuldir óreiðumanna (eigenda LB) myndu aldrei lenda á almenningi. Hvorugt er að vísu rétt. En trúi hann þessu sjálfur vaknar sú spurning, hvers vegna hann hafi vísað máli, sem hann vissi allan tímann að væri ekki um neitt, í þjóðaratkvæðagreiðslu. Til hvers? Er nokkur önnur skýring en sú, að hann vildi endurreisa gengisfelldan orðstír sinn? Eftir hrun varð ekki framhjá því litið, að forsetinn hafði verið fremstur í flokki að hvetja óreiðumenn útrásarinnar til dáða sem veislustjóri þeirra og viðskiptasmyrill. Skrumræðan um viðskiptasnilli skuldakónganna var sérgrein hans. Sem kunnugt er ber forsetinn enga ábyrgð á stjórnarathöfnum, skv. gildandi stjórnarskrá. Honum var því útlátalaust að vísa Icesave-samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar með birtist hann þjóðinni í nýju ljósi. Honum tókst að slá sjálfan sig til riddara sem vörslumann almannahagsmuna. Veislustjóri útrásarinnar breyttist eins og hendi væri veifað í hugrakkan Hróa hött. Þetta var hókus-pókus, allt fyrir ekkert. „Tær snilld", eins og annar maður komst að orði af svipuðu tilefni. En forsetinn lætur ekki þar við sitja. Hann brigslar ríkisstjórninni um landráð, hvorki meira né minna. Með því að semja um Icesave – beygja sig fyrir fáránlegum kröfum og ofbeldi Breta og Hollendinga, eins og hann kallar það – hafi ríkisstjórnin brugðist þjóðarhagsmunum. Ísland er eina ríkið í heiminum, svo mér sé kunnugt um, þar sem forseti ríkisins getur brigslað sitjandi ríkisstjórn um landráð, án þess að það gerist nokkuð. Engin viðbrögð. Hvurnig er það – tekur enginn mark á forsetanum? Frá upphafi var um tvær leiðir að velja til að leysa Icesave-deiluna: Samningaleið eða dómstólaleið. Samningaleiðinni var hafnað – að frumkvæði forsetans – en dómstólaleiðinni hefur ekki verið lokað. ESA (Eftirlitsstofnun EFTA) hefur komist að þeirri niðurstöðu, að sú ákvörðun íslenskra stjórnvalda að tryggja allar innistæður í íslenskum bönkum og útibúum – en ekki útibúum í útlöndum – sé ólögmæt. Staðfesti EFTA-dómstóllinn þessa niðurstöðu er greið leið fyrir tjónþola að sækja rétt sinn fyrir dómstólum. Þá gætum við ekki borið fyrir okkur samninga um hámarksinnistæður, lægstu vexti og bestu kjör. Þá verða settar fram ýtrustu kröfur um fullar bætur, hæstu vexti og enga greiðslufresti. Þá kann að vakna fyrir alvöru spurningin um, hverjir hafi brugðist þjóðarhagsmunum: Þeir sem höfnuðu samningaleiðinni og opnuðu fyrir dómstólaleiðina – eða hinir? Hvar verður Hrói höttur þá? Á Íslandsdeginum í Tallinn um daginn flutti forsetinn eina af þessum skrumræðum sínum um ágæti Íslendinga (les: eigið ágæti), sem telst vera orðin hans sérgrein – óminnugur orða Snorra um, að oflof er háð. Áður en forsetinn flutti ræðuna hafði eistneski utanríkisráðherrann á orði, að dætur hans ungar væru í sjöunda himni, af því að þeim hefði hlotnast sú náð að taka í höndina á átrúnaðargoði sínu – poppstjörnu, sem væri þekkt sem hin eistneska „Lady Ga Ga". Nærstaddur landi vor, sem heyrði þetta, missti þá út úr sér: Heldurðu að þær verði nokkuð minna upp með sér af því að fá að taka í höndina á okkar íslenska „President Ga Ga"? Það er ekki í lagi, að forseti sem enga ábyrgð ber á stjórnarathöfnum, brigsli þeim ráðherrum, sem axla alla ábyrgðina, um landráð – án þess að það kalli á nokkur viðbrögð. Íslendingar eiga að vísu að vita um ábyrgðarleysi forsetans og geta þess vegna látið eins og orð hans séu ábyrgðarlaust blaður. Öðru máli gegnir um útlendinga. Þeir vita margir hverjir ekki betur en, að forsetinn sé æðsti valdamaður þjóðarinnar og að hann tali f.h. íslenskra stjórnvalda. Sá misskilningur getur reynst þjóðinni dýr, þegar milliríkjasamningar, sem varða brýnustu þjóðarhagsmuni, eru í húfi. Lítt dulin andúð forsetans á Evrópusambandinu og flestu sem því viðkemur, er t.d. þegar orðið milliríkjavandamál. Það fer t.d. ekki framhjá neinum, þegar forseti landsins brigslar Norðurlandaþjóðum og Pólverjum – sem redduðu okkur eftir gjaldþrot seðlabankans – um fjandskap. Þvílík ósvífni. Ríkisstjórn Íslands getur ekki látið svikabrigsl forsetans eins og vind um eyru þjóta. Ef forsetinn sér ekki sjálfur sóma sinn í að gæta tungu sinnar, geta ábyrgir stjórnmálaleiðtogar – eins og ráðherrar utanríkis- og ríkisfjármála – ekki lengur leyft sér að láta hjá líða að svara fullum hálsi – þegar forsetinn fer yfir strikið. Þeim er skylt að taka af tvímæli um, hverjir beri ábyrgð á íslenskum þjóðarhagsmunum. Eða á bara að útskýra málið fyrir viðsemjendum okkar með sögunni af „Lady Ga Ga"?
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun